Þankastrik um atferli

29 jan 2015 23:21 - 29 jan 2015 23:23 #1 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Þankastrik um atferli
Það var ánægjulegt að sjá þessar umræður. Takk fyrir góð innlegg, ekki síst frá félögum í Danaveldi og kantónuveldinu.
Það sem þar kemur fram er ekki fjarri góðum öryggisreglum sem við þekkjum, en förum ekki alltaf eftir.

Hitt er svo annað mál, að þegar við erum að leika okkur og ekki í neinu hlutverki leiðsögu eða kennslu byrjenda þá er ekki mjög alvarlegt þótt "leikið sé af fingrum fram".

Kv. GHF.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

24 jan 2015 01:15 #2 by Icekayak
Replied by Icekayak on topic Þankastrik um atferli
Mjög þörf umræða og vandamálið vel þekkt, hópurinn sundrast og leitað er á eigin forsendum að hagstæðustu leiðinni út úr vandanum, sem oftast er breytt veður og sjólag. Þrátt fyrir að skýrt sé tekið fram, hvernig haga beri róðri er í órólegri sjó er komið. Þetta er eitt af því sem gerir róðrarstjórahlutverkið vandasamt, einföldun á aðstæðunum getur falist í því að gefa lausan taum, fram að ákveðnum stað þar sem svo hópurinn safnast saman að nýju. Þá er hægt að spyrða saman minni hópa, sem hugsanlega vilja róa hraðar - slíkt þarf ekki að koma niður á örygginu. En léttir mikið álagið á róðrarstjóra, þar sem allir eru í raun að halda áætlun (bara á misjöfnum hraða), sem róðrarstjóri held ég mig mest í kringum veikustu hlekkina, en það er gríðarlega stressandi að vita ekki á hvaða leið undanvillingarnir eru á.
Í Kolding er starfræktur kajakskóli (www.trekantenskajakskole.dk) sem heldur úti töluverðri ferðadagskrá, um síðustu helgi voru þeir í ferð suður af Fjóni með 19 manna hóp. Forsprakki og eigandi skólans Bent Thomsen, með BCU 5 gráðu er ávallt með vana aðstoðarmenn í þeim ferðum sem boðið er uppá. Þar er ávallt fremsti og aftasti ræðari í samskiptum í gegnum talstöð ef teygist á hópnum, annars með því að líta um öxl eða við að halda ákveðnum hraða. Oftast er um dagsferðir að ræða, þetta fyrirkomulag hefur fram til þessa reynst skothellt. Á milli fyrsta og síðasta ræðara eru aðrir ræðarar paraðir saman tveir og tveir við hliðina á hvor öðrum, ENGINN má víkja að eigin frumkvæði útúr röðinni, allt slíkt er stoppað strax í fæðingu. Þetta er mikið fyrirmyndar fyrirkomulag og þeir sem ég þekki og hafa tekið þátt í þessum ferðum, dásama framkvæmdina og Bent hefur fengið mikið hrós fyrir góða stjórn og yfirsýn.
Það má svo geta þess að einfallt er að setja upp aðgöngu skilyrði að ferðunum, þar sem þess er krafist að þátttakendur hafi tekið EPP2 eða EPP3 gráður, eða annað tilsvarandi. Hópur þar sem allir eru með EPP3 gráðu er mun meðvitaðri um nauðsyn þess að farið sé að settum reglum.
Í raun held ég að mergurinn málsins sé fræðsla og þekking, sem skiptir höfuðmáli í þessu sem og svo mörgu öðru. Varasamt getur verið líta framhjá þeirri staðreynd, að ekki er nein trygging fyrir því að sá, eða sú sem hafa róið mest eða lengst, sé sá aðili sem best er til þess fallinn að ráða för.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

23 jan 2015 12:16 - 23 jan 2015 12:37 #3 by Klara
Replied by Klara on topic Þankastrik um atferli
Það verður nú að vera hægt að segja "þar af" var ein kona sem skrifaði um málið á korkinum...

Mjög áhugaverðar pælingar um tæknileg- og félagsleg atriði og vel tímasett. Framundan er aðalfundur og þetta eru mál sem væri vel þess virði að ræða frekar.

Af nógu að taka í þessari umræðu um öryggismál og öryggisstefnu. Er ástæða til þess að hafa fremsta og aftasta mann þegar 6 vanir ræðarar eru á sjó? Það sem hefur sést undanfarið og valdið róðrarstjórum vandræðum er að hópurinn hefur tvístrast þar sem til dæmis einhverjir hafa farið eigin leiðir og samskipti eru erfið. Það sem skiptir máli er að við tökum öll ábyrgð (ekki bara þeir sem hafa formlegt hlutverk), bæði á sjálfum okkur og hópnum, reynum eftir fremsta megni að gera það sem við getum til að gera hópinn sterkari.

Hvernig væri svo að mæta á sjó á morgun? Félagi Össur lofar skemmtilegum félagsróðri og þar getum við haldið umræðunni áfram (þ. ef við höldum hópinn...)
.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

23 jan 2015 11:51 #4 by jsa
Replied by jsa on topic Þankastrik um atferli
Smá pæling með það hvers vegna það séu bara gamlir kallar sem skrifa á korkinn, ekkert illa meint :)

Það gæti verið tæknileg ástæða. Kayakklúbburinn er ekki mjög virkur á samfélagsmiðlum þar sem að ungt fólk er. Facebook síða klúbbsins er ekki mikið notuð fyrir spjall, ég veit ekki til þess að klúbburinn sé með Instagram eða twitter. Það að heimsækja heimasíðu og þurfa að skrá sig inn passar frekar illa við netvenjur þeirra sem nota iTæki. Það er spurning hvort að það þurfi að skoða þetta eitthvað.

Önnur ástæða gæti verið félagsleg. Þau okkar sem hafa prufað að kenna þekkjum það að besta leiðin til að fá þögn í bekkinn er oft að spurja bekkinn spurningar og bíða eftir svari. Það að nemendur rétti upp hönd og spyrji að fyrra bragði er nánast óþekkt. Það getur verið að þetta sjáist aðeins í netsamskiptum þar sem að fólk er feimið við að spurja "asnalegrar" spurningar eða skrifa inn skoðanir sínar undir nafni án fúkkyrða :)

Pæling

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

23 jan 2015 08:43 #5 by jsa
Replied by jsa on topic Þankastrik um atferli
Það er mjög erfitt að halda hópinn ef einn vill rjúka í land og annar er búinn með kraftinn og dregst aftur úr :)

Í straumróðri notum við stundum buddy system, þ.e. ræðarar eru paraðir saman og passa upp á félaga sinn. Þá er gott að para saman reyndan og óreyndan. Þetta virkar mjög vel þegar komið er að flúðum sem eru í það erfiðasta fyrir suma en ekki aðra. Þetta virkar líka mjög vel með hóp af reynsluboltum. Þá er líka oft valinn öruggur staður neðar í ánni þar sem allir eiga að hittast.

Ég reikna með að það sé til útfærsla fyrir þetta í sjónum.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

22 jan 2015 22:39 - 22 jan 2015 22:43 #6 by Andri
Replied by Andri on topic Þankastrik um atferli
Flettingarnar eru komnar í 118!
Greinilegt að það eru fleiri sem lesa en skrifa og líklega margir að sækja í fróðleikinn frá öldungaráði klúbbsins :)
Ég er hálf feiminn við að hafa skoðun á þessu, enda hvorki leiðsögumaður né róðrarstjóri og varla kominn með aldur til að pósta á þennan þráð :)
Það sem að ég held að við hefðum mátt gera betur í róðrinum sem Gísli vísar í (atriði 3) er að halda okkur við kerfið að skipa fremsta og aftasta ræðara. Það gleymist stundum þegar hópurinn er samansetttur af eintómum "reynsluboltum" en er mjög góð aðferð til að stýra því hversu dreifður hópurinn er. Þarna hefðum við t.d átt að halda þéttari hóp.

Kv,
Andri

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

22 jan 2015 18:55 - 22 jan 2015 21:29 #7 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Þankastrik um atferli
100 flettingar á þessum umræðuþræði á 2 dögum er mjög mikil virkni og margir að skoða.
En það er rétt - fram að þessu hefur bara einn tjáð sig- svona undanvillingur í sportinu. :(

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

22 jan 2015 17:47 - 22 jan 2015 17:48 #8 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Þankastrik um atferli
Það virðist vea tilgangslaust að skrifa á þessa vefsíðu - líklega engir sem lesa hana nema við eldri ræðarar. Ég mun nú þegja í viku a.m.k. og dvelja í orlofshúsi án netsambands.
Svarið við þessum vanda róðrastjóra sem ég var að ræða er sennilega einfalt og má leiða af almennri skynsemi:
Meta skal getu hópsins og aðstæður og snúa við eða haga róðrinum þannig að enginn lendi í vandræðum sem ekki eru auðleyst. Slíkt mat krefst þó reynslu og hygginda.

PS Ég ætla að róa mikið í feb. og mars og læt vita þegar það er utan fastra róðratíma.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

21 jan 2015 18:11 - 21 jan 2015 19:15 #9 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Þankastrik um atferli
Þessu er beint til róðrarstjóra og leiðsögumanna . Ég fell ágætlega inni í það sem róðrarstjóri og leiðsögumaður hjá sjálfum mér í á annan ára tug.

Ástæðan fyrir að menn taka sprettinn svona einir og sér (þó í stórum hóp eru ) er bara ein , menn eru að bjarga eigin skinni
Að hvolfa ekki og halda sjó . Það er fremur í kyrru og sjó litlu sem menn gefa sér stund til að huga að samferðafólki.
I Hvalfjarðarferðinni góðu , forðum , var þetta áberandi. Það kom skyndilegt hvassviðri og hver var sjálfum sér næstur og þegar þeir voru hólpnir þá var farið að huga að hinum- sem voru í vandræðum- og þeir sóttir.
Þetta er ein af helstu ástæðum þess að ég forðast hópa þegar veður og sjór verða krítísk.
Þá vil ég vera einn og bjarga mér :-)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

21 jan 2015 11:25 - 21 jan 2015 12:08 #10 by Gíslihf
Oft rekum við okkur á það að erfitt er að halda hóp ræðara saman þegar vindur og alda gera róðurinn erfiðan. Það kann að koma á óvart en ég tel að ein og sama ástæðan valdi því að sumir dragast aftur úr en aðrir fara á undan eða að sumir leita upp í vindinn meðan aðrir hrekjast undan. Ég sé þetta þegar ég hugsa um reynslu af þrem ferðum
  1. í Breiðafjarðarferð þegar byrjandi stakk okkur af í þverun með hvössum hliðarvindi
  2. við Farne-eyjar í UK þegar ég átti að leiða hóp frá eyju til lands um 2-3 km í fallastraumi móti 10 m/s og einn stór og sterkur ræðari, en hugsanlega smeykur við 3-4 m ölduhæð tók sig út úr hópnum
  3. í róðri um daginn þegar ég fór á undan upp í vind en aðrir hægðu á sér vegna aftasta ræðara
Ástæðan er skortur á getu eða erfiðleikar að takast á við aðstæður. Sá sem dregst aftur úr kann að vera þreyttur eða telur aðstæður ofar reynslu og þjálfun, búnaður veldur erfiðleikum, bátur lætur illa að stjórn eða annað í þeim dúr. Sá sem fór á undan í dæmunum sem ég nefni gerði það sennilega einnig af því honum leist ekki of vel á blikuna og hefur hugsað:
  1. best að róa hratt og halda taktinum til að ég velti ekki í þessari vindöldu á hlið!
  2. ég horfi á kastalann og tek sprettinn yfir, ég er ekki til í neinar æfingar hér !
  3. ég ræð illa við missa ekki stefnið undan vindi á öldutopppunum í þessum báti, best að stefna meira upp í vind og gæta þess að missa ekki ferð, hin hljóta að skila sér og við mætumst þar sem rifið gengur norður úr Vesturey-Viðeyjar
Hvað geta róðrarstjórar eða leiðsögumenn lært af þessu?
Orðið er laust!

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum