Mjög þörf umræða og vandamálið vel þekkt, hópurinn sundrast og leitað er á eigin forsendum að hagstæðustu leiðinni út úr vandanum, sem oftast er breytt veður og sjólag. Þrátt fyrir að skýrt sé tekið fram, hvernig haga beri róðri er í órólegri sjó er komið. Þetta er eitt af því sem gerir róðrarstjórahlutverkið vandasamt, einföldun á aðstæðunum getur falist í því að gefa lausan taum, fram að ákveðnum stað þar sem svo hópurinn safnast saman að nýju. Þá er hægt að spyrða saman minni hópa, sem hugsanlega vilja róa hraðar - slíkt þarf ekki að koma niður á örygginu. En léttir mikið álagið á róðrarstjóra, þar sem allir eru í raun að halda áætlun (bara á misjöfnum hraða), sem róðrarstjóri held ég mig mest í kringum veikustu hlekkina, en það er gríðarlega stressandi að vita ekki á hvaða leið undanvillingarnir eru á.
Í Kolding er starfræktur kajakskóli (
www.trekantenskajakskole.dk) sem heldur úti töluverðri ferðadagskrá, um síðustu helgi voru þeir í ferð suður af Fjóni með 19 manna hóp. Forsprakki og eigandi skólans Bent Thomsen, með BCU 5 gráðu er ávallt með vana aðstoðarmenn í þeim ferðum sem boðið er uppá. Þar er ávallt fremsti og aftasti ræðari í samskiptum í gegnum talstöð ef teygist á hópnum, annars með því að líta um öxl eða við að halda ákveðnum hraða. Oftast er um dagsferðir að ræða, þetta fyrirkomulag hefur fram til þessa reynst skothellt. Á milli fyrsta og síðasta ræðara eru aðrir ræðarar paraðir saman tveir og tveir við hliðina á hvor öðrum, ENGINN má víkja að eigin frumkvæði útúr röðinni, allt slíkt er stoppað strax í fæðingu. Þetta er mikið fyrirmyndar fyrirkomulag og þeir sem ég þekki og hafa tekið þátt í þessum ferðum, dásama framkvæmdina og Bent hefur fengið mikið hrós fyrir góða stjórn og yfirsýn.
Það má svo geta þess að einfallt er að setja upp aðgöngu skilyrði að ferðunum, þar sem þess er krafist að þátttakendur hafi tekið EPP2 eða EPP3 gráður, eða annað tilsvarandi. Hópur þar sem allir eru með EPP3 gráðu er mun meðvitaðri um nauðsyn þess að farið sé að settum reglum.
Í raun held ég að mergurinn málsins sé fræðsla og þekking, sem skiptir höfuðmáli í þessu sem og svo mörgu öðru. Varasamt getur verið líta framhjá þeirri staðreynd, að ekki er nein trygging fyrir því að sá, eða sú sem hafa róið mest eða lengst, sé sá aðili sem best er til þess fallinn að ráða för.