Undirritaður er róðarstóri á laugardaginn
Já ,því nú er líitið annað að gera að að hysja upp um sig brækurnar og henda á sig hjálmi.
Játa að ég hef ekki róið á seltu vatni síðan trúlega í nóvember í fyrra og úr því verður bætt nú, ekki seinna vænna.
Veðurspáin er þokkaleg, ef hún gengur eftir ætti veðrið að hafa gengið niður og við ættum að fá þokkalegt hlé á milli skota.
Í upphafi róðrar verður hann vestan en snýr sér svo í sunnan átt á leið sinni í austan átt sem hann ætti að hafa náð um ca. þrjú leitið, vindstyrkur ætti að jafnaði ekki að vera meiri en ca. 6-8m/s, semsagt lítur vel út.
Róðrarleiðin verður eins og svo oft áður ákeðin á pallinum, eftir aðstæðum, hópnum og ákafa róðrastjóra.
Staða sjávar er flóð 9:03, þannig að við það verður að fjara út meðan við róum okkur.
Trúlega ekkert kaffistopp, nema eindregin vilji róðrarmann sé svo.
Félagsróðrar eru fyrir alla þannig að ég lofa róðri við hæfi fyrir alla, ef allir mæta, annars ekki.
(veit ekki hvað veðurguðinn gerir, en hann hefur áhrif)
Sjáumst á laugardaginn