Félagsróðarar " gamlingja"

24 jan 2015 18:10 #1 by Ingi
Replied by Ingi on topic Félagsróðarar " gamlingja"
komst ekki í dag vegna anna. kem næst með þér Sævar.
kv
Ingi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

24 jan 2015 15:49 - 28 jan 2015 00:05 #2 by Sævar H.
Við " kayak gamlingjarnir " mættum um kl 12 til róðurs inni í Geldinganesi.
Við hittum þá Félagsróðrarmenn sem voru í frágangi eftir sögugóðan róður.
Veður var gengið niður - í samræmi við spána í gærkvöldi og mikill sjór braut á Kambinum í Viðey og leiddi inn Sundin enda voru 9 metra ölduhæð við Garðskaga seint í gærkvöldi.
Við ákváðum að fara á Leiruvoginn og róa þar.
Ég var með þá grænlensku með mér og var að máta hana við mig í fyrsta skipti.
Hún var strax notaleg og vildi hafa góðar bolheyfingar um bakið. Það féll mér vel - en það er hin klassiska aðferð. Sem sagt ég og sú grænlenska áttum vel saman þó frekari aðlögun verði á næstu róðrum.
Talsvert var um landsel og kom einn fagnandi á móti okkur og fylgdi okkur lengi vel í mikilli nálægð.
Ég held að hann hafi þekkt Hörð -en Hörður er kayakleiðsögumaður þarna sumarlangt - og ekki óeðlilegt að selurinn hafi traust til hans.
En landselurinn er að standa í barneignum um þetta leyti og sennilega sömu fjölskyldur þarna árum saman
Þetta varð um 5 km róður í góðu veðri og sléttum sjó ,utan við Korpu var nokkur brimalda sem gæta þurfti vara við.
Hiti var um frostmark.
Á Leiruvogi. Hörður kayakræðari og landselur heilsar kayakmönnum
:)
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

23 jan 2015 12:52 - 23 jan 2015 18:25 #3 by Sævar H.
Nú viðrar ágætlega til róðurs frá Geldinganesinu á morgun - einkum um kl 12 og fram eftir degi. Þá hefur hvassviðri lægt en samt verður talsverð ölduhæð við Vesturey Viðeyjar og leiðir inn að Geldinganesi Stllt verður á Leiruvogi og Elliðaárvogi: Heiðskírt verður en smá frost -1-3 °C . Þegar þetta allt liggur fyrir þá höfum við Hörður K ákveðið að efna til róðurs- fyrir okkur . Við munum leggja upp frá Geldinganesinu kl um 12:00 og taka einhvern góða hring á þessum veðurforsendum til lofts og lagar.
Sjái hinir spræku Félagsróðrar menn og konur, til tveggja kappa um þetta leyti - þá er það við Hörður á ferð :P

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum