Við " kayak gamlingjarnir " mættum um kl 12 til róðurs inni í Geldinganesi.
Við hittum þá Félagsróðrarmenn sem voru í frágangi eftir sögugóðan róður.
Veður var gengið niður - í samræmi við spána í gærkvöldi og mikill sjór braut á Kambinum í Viðey og leiddi inn Sundin enda voru 9 metra ölduhæð við Garðskaga seint í gærkvöldi.
Við ákváðum að fara á Leiruvoginn og róa þar.
Ég var með þá grænlensku með mér og var að máta hana við mig í fyrsta skipti.
Hún var strax notaleg og vildi hafa góðar bolheyfingar um bakið. Það féll mér vel - en það er hin klassiska aðferð. Sem sagt ég og sú grænlenska áttum vel saman þó frekari aðlögun verði á næstu róðrum.
Talsvert var um landsel og kom einn fagnandi á móti okkur og fylgdi okkur lengi vel í mikilli nálægð.
Ég held að hann hafi þekkt Hörð -en Hörður er kayakleiðsögumaður þarna sumarlangt - og ekki óeðlilegt að selurinn hafi traust til hans.
En landselurinn er að standa í barneignum um þetta leyti og sennilega sömu fjölskyldur þarna árum saman
Þetta varð um 5 km róður í góðu veðri og sléttum sjó ,utan við Korpu var nokkur brimalda sem gæta þurfti vara við.
Hiti var um frostmark.
Á Leiruvogi. Hörður kayakræðari og landselur heilsar kayakmönnum