Að róa fyrir Helguhólinn á Geldinganesinu

27 jan 2015 18:06 - 27 jan 2015 19:46 #1 by Sævar H.
Takk fyrir þetta Össur

Þetta er sett inn svona til að útvíkka almennt þær upplýsingar sem að gagni mega koma við róðra .
Nú ástæðan fyrir þessari kunnáttu minni er að sl. 11 árin hef ég verið fiskimaður hér á grunnslóðinni fra Vatnsleysuvík og að Kjalarnesi. Frá því um miðjan janúar og fram að jólaföstu ár hvert- svona þegar veður og sjóguðirnir leyfa sjósókn.

Svoleiðis menn sem fiskimenn þurfa að sjálfsögðu að huga að yfirborði sjávar- en lang mikilvægast er samt að huga vel að dýpi,botni gerð botns ,brekkuskil á botni og bratta brekku á næstu botn hæð o.s,frv . Á nútíma eru góð tæki fáanleg svo sem sjókort á GPS og dýptarmælir sem vinnur líka sem fisksjá.
Og á löngum tíma byggist upp þekking á þessu öllusaman og allskonar sjólagi sem tengist beint við hvert yfirborð botnsins er og beytt sjólag þegar farið er yfir brattar brekkur með öldufasanum.
En nú er ég hættur svona fiskistússi og báturinn horfinn- en kayakinn er aftur að koma sterkur inn með betri búnaði (ný grænlensk og fl. ) og kannski verður aftur tekið til við smá fiskirí á kayaknum-reynsla þar er fyrir hendi. ;)

Bara gaman að þessu öllu saman og enn er maður lifandi hress og kátur eftir allt sjóvolkið í sumarblíðu sem frosthörkum á þorra. :P
Fiskimannsins dagsafli
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

27 jan 2015 16:29 #2 by Össur I
Takk fyrir þessar upplýsingar Sævar.
Leitt að svona fróðir reynsluboltar eins og þú rærð ekki oftar með okkur.
Ég gæti trúað miðað við kortið að við höfum verið að ca. 15m dýpi :)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

25 jan 2015 16:52 - 25 jan 2015 19:43 #3 by Sævar H.
Vestur hluti Geldingarness er varasamur sjófarendum um að fara í vestan haföldu ,nálægt landinu (klettunum)
Þarna kemur hafaldan (djúp undiralda ) af hafi inn Faxaflóann. Allt að um 150 metra frá land er hafdýpi um 20 m. en grynnkar fremur bratt á því bili upp í kletta við Helguhólinn og með klettabeltinu hvoru meginn inn með Geldinganesinu. Það myndast því mikið öldufrákast þarna með miklu öldustefnufráviki - það verður " suðupottur"
Til viðbótar versnar öldurótið ef útfall er á móti haföldunni.
Þessu fengu sjómenn og konur að kynnast vel í Félagsróðrinum í gær- einkum var Tóti hamingjusamur þegar ég hitti hann á pallinum í gær að afloknum hressandi róðri með öllu ;)
Svona til kynningar fyrir kayakliðið læt ég fylgja með sjókort af vestari enda Geldinganess með dýptartölum .
Sjálfur er ég svo passasamur þarna að ég hætti mér aldrei nær landi en utan við 10 m dýpi :(

Góða skemmtun :P
Sjókort af vestasta hluta Geldingarnes

Sjókortið Online
plus.google.com/photos/11326675796839424.../6108318568295694081
Attachments:
The following user(s) said Thank You: torfih, Össur I

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum