Takk fyrir þetta Össur
Þetta er sett inn svona til að útvíkka almennt þær upplýsingar sem að gagni mega koma við róðra .
Nú ástæðan fyrir þessari kunnáttu minni er að sl. 11 árin hef ég verið fiskimaður hér á grunnslóðinni fra Vatnsleysuvík og að Kjalarnesi. Frá því um miðjan janúar og fram að jólaföstu ár hvert- svona þegar veður og sjóguðirnir leyfa sjósókn.
Svoleiðis menn sem fiskimenn þurfa að sjálfsögðu að huga að yfirborði sjávar- en lang mikilvægast er samt að huga vel að dýpi,botni gerð botns ,brekkuskil á botni og bratta brekku á næstu botn hæð o.s,frv . Á nútíma eru góð tæki fáanleg svo sem sjókort á GPS og dýptarmælir sem vinnur líka sem fisksjá.
Og á löngum tíma byggist upp þekking á þessu öllusaman og allskonar sjólagi sem tengist beint við hvert yfirborð botnsins er og beytt sjólag þegar farið er yfir brattar brekkur með öldufasanum.
En nú er ég hættur svona fiskistússi og báturinn horfinn- en kayakinn er aftur að koma sterkur inn með betri búnaði (ný grænlensk og fl. ) og kannski verður aftur tekið til við smá fiskirí á kayaknum-reynsla þar er fyrir hendi.
Bara gaman að þessu öllu saman og enn er maður lifandi hress og kátur eftir allt sjóvolkið í sumarblíðu sem frosthörkum á þorra.
Fiskimannsins dagsafli