Nauthólsvík í fyrramálið

04 feb 2015 12:45 - 04 feb 2015 12:49 #1 by Gíslihf
Svona fyrirsagnir verða villandi eftir á.
Ég fór góða ferð með Palla í morgunsárið. Golan var köld og ísinn myndaði fljótt húð á bátnum sem lýsti af tunglskini. Palli var á heimavelli og það var gott því að skerin leyna á sé og þarna er land "lítið og lágt", enda þótt sumir búi þar sem lifa hátt. Það var notalegt þegar tók að krauma í expressókönnunni og sopinn var hressandi í fjörunni neðan við Bessastaðakirkju. Við sáum hvorki Dorrit né Sám en teljum okkur vita að hann sé enn með íslenskt ríkisfang. Væri ekki tilvalið að fá hann fyrir forseta þegar Ólafur hættir - svona Sámar eru þekktir fyrir að vera tryggðatröll.
Aðstaða klúbbsins í Nauthólsvík er mjög hlýleg og góð og veðurlag betra en inni á Sundum þó að róðrarleiðir séu ekki jafn fölbreyttar.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

01 feb 2015 20:53 #2 by palli
Replied by palli on topic Nauthólsvík í fyrramálið
Líst vel á það. Verð með espressokönnuna í lestinni og stefni á að smella á hana í fjörunni undir Bessastaðakirkju í morgunskímunni.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

01 feb 2015 19:18 - 01 feb 2015 19:19 #3 by Gíslihf
Ég ætla að mæta um kl. 6:45 - verð kominn í gallann.
Við erum með gesti til miðnættis, en ég vona ég sofi ekki of fast undir morgunn.
Þetta er næturróður að morgni!

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

01 feb 2015 15:17 #4 by palli
Róður fyrir vinnu í fyrramálið ef einhver hefur hug á.

Nauthólsvík - kominn á sjó kl 7. Kominn í land aftur ca 8:30.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum