Þriðjudagur 3. Feb.2015

04 feb 2015 12:18 #1 by Andri
Replied by Andri on topic Þriðjudagur 3. Feb.2015
Þetta hefur verið gaman!

Sé fyrir mér eitt móment í ferðinni
"Sæll, ert þetta þú Eymi? Ég hélt að þetta væri búrhvalur"
:laugh: :laugh:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

04 feb 2015 11:33 - 04 feb 2015 11:35 #2 by Ingi
Við Eymi og Gísli mættum í sultuslakan eftirmiðdagsróður.
Hæg gola eða andvari af austri tilað byrja með en það átti eftir að breytast á miðri leið að Lundey. Skv. veðurathugun á Geldinganesi spændist vindur uppí 16msek um leið og vindáttin fer úr NA í ANA.
Sem sagt á móti með tilheyrandi pusi allaleið að Þerney. Mér sýndist búrhvalur koma uppúr kafinu þarna í hálfrökkrinu þegar öldugangurinn var sem mestur en sá fljótlega í gegnum saltstorkinn brúnaljósin að þar var enginn annar en Eymi að taka rokveltu þarna rétt við nefið á mér. Við köstuðum við mæðinni í nokkrar mínútur í skjólinu vestur af Þerney um leið og birtan hvarf endanlega, breytist þetta í næturróður. Leiðin lá síðan meðfram Þerney og yfir sundið alveg að (Gunnunesi?) meginlandinu og þaðan haldið í suður. Sjaldan hef ég séð aðra eins vindbáru af austri á þessum legg að austurenda Geldinganessins.
Þegar að landi var komið breyttist róðurinn í sleðaferð.

Það sannaðist í þessari ferð að góðir róðrarfélgagar eru gullsígildi.
kv

ngi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum