Þorraróður 7. febrúar

08 feb 2015 14:55 #1 by Andri
Replied by Andri on topic Þorraróður 7. febrúar
Þetta var frábær róður, sjaldgæft að fá svona skemmtilega öldu og logn á sama tima. Flottar myndir og video, sé að það hefur einhver brjálæðingur á rauðum kayak troðið sér á flestar myndirnar :)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

08 feb 2015 13:04 - 08 feb 2015 13:05 #2 by Össur I
Replied by Össur I on topic Þorraróður 7. febrúar
Flottur róður og frábært að fá svona veitingar í lok róðurs, þetta gæti hæglega komist í vana.
Smá video frá róðri, svona einskonar selfie
HÉR

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

07 feb 2015 15:51 #3 by Jónas G.
Replied by Jónas G. on topic Þorraróður 7. febrúar
Hæ, hérna eru nokkrar myndir úr róðrinum áðan.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

07 feb 2015 15:34 #4 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Þorraróður 7. febrúar
Þarf bara að segja að þetta var fínn róður, fimmti róður minn frá því á laugardaginn var og sá skemmtilegasti.
Reyndar var ég mest í áhorfendastæði í dag og ekki að sækja í línudansinn, en verð þó að játa að það að vera rifinn upp úr áhorfendastæði af öldubroti og velt skammt frá fjöru var jafnvel enn betra krydd í tilveruna en hákarlsbitinn í kaffigámnum á eftir.

Einhvern veginn fannst mér ég vera með grunnskólabekk í labbitúr að vori, sumir strákarnir þurfa endilega að klfra upp í næsta ljósastaur og aðrir að fara upp á bílskúrsþak og hoppa niður.
Þessi tilfinning fygir líklega aldrinum!

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

07 feb 2015 14:40 #5 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Þorraróður 7. febrúar
Það er kannski ekki á bætandi við það sem þegar er komið inn- en samt þetta:

Þetta varð hinn skemmtilegasti Þorraróður í dag.
Veður og sjóspáin frá því í gær gekk eftir - þó var heldur minna brim frá undiröldunni en spáð var og aldan á Þerneyjarsundi -lítil. Sennilega slegið á sjóinn á Faxaflóa í sunnan strengnum í nótt.
Við mættum 14 kayakræðrarar og öll af hinni reyndari gerðinni.
Ákveðið var að róa um Geldinganesið úr Eiðsvíkinni.
Nægjanlegt brim var frá Helguhólnum og fyrir Réttarnesið við Veltuvík- fyrir hina áhættuglöðu.
Sveinn hefur sett inn myndir af því ævintýri- flott hjá þeim.
Við hin ráðsettari rérum utan ölduróts - sem var bara fínt.
Og síðan beið okkar flott þorrahlaðborð upp sett af Sveini- glæsilegt
Þetta varð hinn skemmtilegasti róður og veisla----Takk.
Sú grænlenska og hin yngri sem var með mér í för - stóð sig með miklum ágætum.
Mynd: Frá Þorrablótinu. Veislustjórinn,Sveinn, fremst

Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

07 feb 2015 14:05 - 07 feb 2015 14:09 #6 by Orsi
Replied by Orsi on topic Þorraróður 7. febrúar
Bæti 8 stk við

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

07 feb 2015 13:16 - 07 feb 2015 13:16 #7 by SAS

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

07 feb 2015 12:57 - 07 feb 2015 13:29 #8 by Klara
Replied by Klara on topic Þorraróður 7. febrúar
Þorraróðurinn í ár heppnaðist vel, 14 ræðarar lögðu upp frá Geldinganesi í veðurblíðu kl. 10 og allir komu þeir aftur heim. Farinn var Geldinganeshringur og voru aðstæður skemmtilegar, bæði við endan á nesinu svo og við hina svokölluðu "öxl" þar sem nokkrir fengu ískalt þorrabað. Við heimkomu var boðið upp á Þorrasnarl sem Svenni sá um og bragðast það vel eftir róðurinn.

Takk fyrir mjög skemmtilega morgnstund.

Þessir réru í morgun, Svenni, Palli R, Gummi Breiðdal, Sævar, Jónas, Sigurjón S, Gísli, Andri, Örlygur, Egill, Lárus, Hörður, Össur og Klara.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

06 feb 2015 18:18 #9 by Klara
Replied by Klara on topic Þorraróður 7. febrúar
Að sjálfsögðu, vertu velkomin.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

06 feb 2015 14:35 #10 by Guðni Páll
Er leyfilegt að mæta bara og fá sér bita:)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

05 feb 2015 08:48 #11 by Andri
Replied by Andri on topic Þorraróður 7. febrúar
Ég mæti

Kv,
Andri

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

04 feb 2015 21:18 #12 by Larus
Replied by Larus on topic Þorraróður 7. febrúar
Pungbita fyrir mig takk

lg

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

04 feb 2015 20:21 #13 by Össur I
Replied by Össur I on topic Þorraróður 7. febrúar
Frábært
Mæti

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

04 feb 2015 19:45 #14 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Þorraróður 7. febrúar
Þetta er aldeilis spennandi.
Og veðurspáin er alveg klassa fín.
Það má verða eitthvað mikið að ef ég mæti ekki til róðurs.
Og fá svo eins og hálfan hrútspúng á eftir :-)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

04 feb 2015 18:43 - 04 feb 2015 18:44 #15 by Klara
Næstkomandi laugardag er róðurinn sem enginn vill missa af, þorraróðurinn sívinsæli. Við byrjum á góðum félagsróðri en leið miðast við veður og aðstæður. Það verður ekki kaffi en mögulega verður tekið stutt stopp þar sem kattliðugur félagsmaður sér um hléæfingar. Um leið og við komum í land verður boðið upp á þorraveislu og þá er gott að vera svangur.

Sjáumst á sjó og það væri gaman að þeir sem hafa lítið komið undanfarið fari nú að láta sjá sig. Veðurspáin er bara nokkuð góð.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum