Aukaróður

12 feb 2015 13:15 - 12 feb 2015 13:15 #1 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Aukaróður
EFTIR RÓÐURINN:
Autt var að vestan en samfelldur ísfláki langt út að austan.
Frost 7 stig.og skeggvírinn var frosinn allan tímann en það sakar ekki mikið í vindi um og undiir 7 m/s. Reri á móts við Viðeyjarstofu að norðan.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

11 feb 2015 19:53 #2 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Aukaróður
Ég fer í næsta aukaróður í fyrramálið
fid. 12. feb. kl. 11 á sjó.
Það verður flóð kl. 11:47 og hæg en vaxandii austanátt.
Stefni á um klst. róður nálægt Geldinganesi.
Kv. GHF

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

09 feb 2015 11:07 - 09 feb 2015 11:09 #3 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Aukaróður
Skrapp umhverfis Fjósakletta áðan, vindur 10 m/s SV, sjólag gott, nema sæta þurfti lagi til að komast milli kletts og lands vegna löðurs þegar fyllti á milli.
Tók veltur í lokin en hef annars hlíft mér við því í kuldanum undanfarið. Rifjaðist þá upp þegar ég var að róa við norðureyju Möltu um árið. Ég var í bát með stýri og gengu fótstigin fram þegar ég spyrrnti í þannig að fyrsta veltan tókst ekki fyrr en í þriðju tilraun. Þá var gædinn komin með talsverðan kvíðasvip. Ég gerði síðan aðra veltu þegar ég var búinn að átta mig á fótstigunum og þá gekk það vel. "Are you now happy?" spurði þá gædinn með glotti.

Staðreyndin er líklega sú að
veltandi ræðari er hamingjusamur ræðari.
The following user(s) said Thank You: Gunni

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

04 feb 2015 19:40 #4 by Gíslihf
Aukaróður was created by Gíslihf
Ég stefni á róður síðdegis á morgun, fimmtudag, eitthvað ekki of langt.
Ef einhver vill vera samferða er tími minn sveigjanlegur, annars fer ég bara "einhvern tíma".
Vindur verður talsverður af suðri - sem er í góðu lagi!
Láta vita hér, í meili eða síma.
GHF

PS mæti örugglega líka í Þorraróðurinn.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum