Ekki veit ég svo sem hvað við lognróðrarmenn eigum að vera að tjá okkur þegar vindur blæs og öldur brotna.
En það get ég staðfest að aldan inn Flóann í gær var engin lognalda.
Það sem ég bý í um 100 metra h.y.s. og með gott útsýni yfir ströndina frá Kjalanestöngum og vestur til Garðskaga - þá var brimið kröftugt - einkum við Hvassahraun vestan Straumsvíkur.
Þegar stórar ölduhlussur skullu á berginu varð sjórinn sem goshver - 15-20 metra sæstrókar þeyttust í loft upp.
Mikið sjónspil .
Þess vegna skil ég vel frásögnina á sæstrókunum hjá þeim félögum - þegar öldurnar skullu á austurrif Lundeyjar.
Rifið hefur verið tilkomumikið á fjörunni í þessu sjólagi....
Gaman að þessu-þar sem þið komust heilir í land og gátuð sagt söguna
En eru menn ekki togaðir og þreyttir í handleggjum og herðum eftir átökin ?