Æfingaróður þrd. 1002 - Bilaður

11 feb 2015 11:07 - 11 feb 2015 11:15 #1 by Sævar H.
Ekki veit ég svo sem hvað við lognróðrarmenn eigum að vera að tjá okkur þegar vindur blæs og öldur brotna.
En það get ég staðfest að aldan inn Flóann í gær var engin lognalda.
Það sem ég bý í um 100 metra h.y.s. og með gott útsýni yfir ströndina frá Kjalanestöngum og vestur til Garðskaga - þá var brimið kröftugt - einkum við Hvassahraun vestan Straumsvíkur.
Þegar stórar ölduhlussur skullu á berginu varð sjórinn sem goshver - 15-20 metra sæstrókar þeyttust í loft upp.
Mikið sjónspil .
Þess vegna skil ég vel frásögnina á sæstrókunum hjá þeim félögum - þegar öldurnar skullu á austurrif Lundeyjar.
Rifið hefur verið tilkomumikið á fjörunni í þessu sjólagi....
Gaman að þessu-þar sem þið komust heilir í land og gátuð sagt söguna ;)
En eru menn ekki togaðir og þreyttir í handleggjum og herðum eftir átökin ?

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

11 feb 2015 09:07 #2 by bjarni1804
Ef svona bilsemi hvetur mann ekki til að . . . . . til að . . . . fara að mæta . . . . a.m.k. í laugina, þá veit ég ekki hvað dugir. :)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

11 feb 2015 00:23 #3 by palli
Skemmtileg frásögn. Ykkur er ekki fisjað saman drengir.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

10 feb 2015 21:11 - 10 feb 2015 21:13 #4 by Gíslihf
Við Páll Reynison og Örlygur rerum í dag vestur Eiðsvík, réttsælis um Lundey og til baka austur fyrir Geldinganes.
Það var hvasst 10 m/s og sló upp í 20 m/s. Eðlilega var mikil hafalda frá vestri eftir stöðuga SV átt undanfarið og ofan á henni var vindalda augnabliksins og frákast eftir staðháttum. Við gættum þess að róa vel upp í vind fyrir vesturendana og hafa "vaðið fyrir neðan okkur."
Aðstæður við Lundey voru fremur hrikalegar. Auk brims við klettana náði brotlína langt út norðvestur af eynni enda var fjara og þegar við vorum komnir skjólmegin var brimgnýrinn mikill. Síðan tók við sjónarspil þar sem hafaldan brotnaði við rifið austan við Lundey og gaus sjór hér og þar 5-10 metra í loft upp langt austur fyrir, líklega sem nemur lengd eyjunnar.
Vindmælir á Geldinganesi virðist hafa verið bilaður en hann sýndi hviðu upp í 44 m/s kl 15 í dag.
Hafði ég samband við veðurfræðing, enda sýndu engir aðrir mælar á svæðinu neitt þessu líkt. Hann þakkaði ábendinguna og sagðist þekkja vandamál með suma mæla við sérstakar aðstæður. Við fengum a.m.k. engar ofursterkar vindhviður.
Eftirminnileg æfiing!

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum