Ég skrapp Geldinganeshring fyrir hádegi, í góðu veðri, enda er ég búinn að fá nóg af illviðraróðrum undanfarið. Þegar ég fór heim var enn tæp klst til fjöru og þó var að verða fullgrunnt út að pramma til að komast þangað á markeip.
Þá tók ég einnig eftir stórum steini hálfa leið áleiðis að bátsflaki, steini eða skeri sem ég vissi ekki af.
Hefur einhver rekist á þennan stein?
Í fyrramálið á flóðhæð að verða 4,6 m og mun væntanlega flæða yfir Eiði og verða harður straumur undir Guliinbrrú, einkum síðdegis í dag og á morgun..