Félagsróður 21.02.'15

21 feb 2015 16:29 #1 by Larus
Replied by Larus on topic Félagsróður 21.02.'15
Já það er spurning hver var róðrarstjóri, menn og konur áttu að huga að hópnum og hafa augun út um allt sem gekk ágætlega enda saman slípaður hópur og góðar aðstæður.
Það var andsk..... kalt frost og smá vindur að austan, okkar ástkæri formaður var a leið á SÍL þing i dag, takk fyrir það Klara......og var því sammælst um stuttan róður og ekkert kaffistopp.

Hringur um Geldinganes var fastsettur, fórum út austanmegin og rérum á móti smá sjó og runnum svo undan með nesinu, einhverjir voru að þræða fjöruna, aðrir heldu sig aðeins utar en hópurin var ágætlega þéttur og hver gat róið eftir sinu höfði a milli þéttinga.Nokkrar veltuæfingar voru teknar og ein björgun eins og fram hefur komið. Ræðarar voru Erna, Eymi, Össur,Gísli Hf. Gunnar Ingi, Sveinn M sem var í sinum öðrum eða þriðja félagsróðri og stóð sig vel.

lg

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

21 feb 2015 14:07 - 21 feb 2015 14:09 #2 by Gíslihf
Ég læt róðrarstjóra um að segja frá róðri og ræðurum.
Ég sjálfur lenti á sundir eftir misheppnaða veltu. Ef ég sagði nýlega að "veltandi ræðari væri hamingjusamur ræðari" þá segir sig sjálft að syndandi ræðari á hvolfi er ekki jafn hress :silly:
Þá liggur næst fyrir það sem ávallt skal gera eftir kennslu eða ferðir sem læra má af, það er að meta og fara yfir (evaluate - review) og greina hvað fór úrskeiðis ef það á við:
Mín niðurstaða er
  • gallinn var fullur af lofti, m.a. vegna þykkrar lopapeysu og ruglaði venjulega hreyfingu á miðri leið
  • hendur voru í áralúffum og stýring árar klaufaleg, áttað mig fyrst á því þegar ég ætlaði að taka í spottann að hendur voru fastar í lúffunum
Auk þessa er veltan nokkuð sem stöðugt þarf að æfa, ekki síst þegar ár stirðleikans færast yfir :) Ekki þarf að taka fram að félagabjörgun fór vel úr hendi Lárusar og sundmaður var snöggur upp í bátinn á ný.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum