Ég læt róðrarstjóra um að segja frá róðri og ræðurum.
Ég sjálfur lenti á sundir eftir misheppnaða veltu. Ef ég sagði nýlega að "veltandi ræðari væri hamingjusamur ræðari" þá segir sig sjálft að syndandi ræðari á hvolfi er ekki jafn hress
Þá liggur næst fyrir það sem ávallt skal gera eftir kennslu eða ferðir sem læra má af, það er að meta og fara yfir (evaluate - review) og greina hvað fór úrskeiðis ef það á við:
Mín niðurstaða er
- gallinn var fullur af lofti, m.a. vegna þykkrar lopapeysu og ruglaði venjulega hreyfingu á miðri leið
- hendur voru í áralúffum og stýring árar klaufaleg, áttað mig fyrst á því þegar ég ætlaði að taka í spottann að hendur voru fastar í lúffunum
Auk þessa er veltan nokkuð sem stöðugt þarf að æfa, ekki síst þegar ár stirðleikans færast yfir
Ekki þarf að taka fram að félagabjörgun fór vel úr hendi Lárusar og sundmaður var snöggur upp í bátinn á ný.