Ég hef verið að fara yfir BCU skjöl með námsefni og prófkröfum fyrir færnistigið 3 stjörnur og fyrir leiðsögustigin 4 og 5 stjörnur á sjó. Til þess að fá betri yfirsýn hef ég sett upp töflu til að bera saman kröfur um sömu eða líka færni og aðra þætti. Tugumálið er ísl. og enska í hrærigraut, en það ætti að vera í lagi á þessu stigi.
Þeir sem vilja skoða þetta skjal (Excel) ættu að geta nálgast það á Dropboxi mínu hér:
www.dropbox.com/s/qsxne334hkc0jse/Samabu...r-Syllabus.xlsx?dl=0
Ef einhverjir eru að skoða þessi mál, ætla í stjörnu þjálfun eða próf, þá væri ég til í að eyða góðu kvöldi í spjall og pælingar, annað hvort heima í stofu eða jafnvel sem fundarefni með klúbbfélögum.
Kv. Gísli H. F.