Flestir hafa nú fylgst með fréttum um gönguskíðakonuna, sem fannst í morgun í einum skálanna í Hvanngili. Hún taldi sig hafa sent merki handvirkt en það barst ekki. Þetta er gallinn við einhliða skilaboð, þú veist ekki hvort þau hafa komist til skila.
SPOT-tið hjá okkur Guðna Páli var stillt á sjálfvirk boð allan daginn en svo var einnig hægt að senda svokallað OK-merki handvirkt, t.d. að kvöldi í náttstað áður en slökkti er á tækinu. Fyrir kom að ég gleymdi þessu og þá sat eftir síðasta merkið sem var úti í sjó langt fyrir utan eins og ég hefði ekki treyst mér til að lenda. Þá var víðast símasamband, en það er líklega ekki á Fjallabaksleið syðri.
Svo var það dagurinn eftirminnilegi þegar Guðni Páll lenti í brotöldunni. Þá blekkti SPOTið mig, en það var af því að það tók út af dekkinu og fór eigin leið að Skarðsfjöruvita og ég hafði samband við björgunaraðila.