Hin hliðin á SPOT-inu

23 feb 2015 12:55 - 23 feb 2015 13:09 #1 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Hin hliðin á SPOT-inu
Fyrir okkur sem fylgdust með þessum tveimur róðrum umhverfis Ísland - á öllum róðrartímum - þá var samt lokun sendinga vegna einhverrar fyrirstöðu milli sendis og gerfihnattar -erfiðar . Fyrst og fremst var þetta vegna fjalllendis - þ.e fjallið skyggði á. Oftast var ekki talin hætta á ferðum þó ekki bærist merki - jafnvel í > klst. En þegar verið var á hættslóðum var annað uppi á teningnum. Mér eru einkum tvisvar svona staða hjá Guðna Páli sem myndaði spennu- minnisstæðar. Það var róðurinn fyrir Látrabjarg og síðan fyrir Straumnes í Rekavík bak Látur. í bæði skiptin skyggðu há fjöll á. Ræðararnir sjálfir vissu ekki um þetta fyrr en löngu síðar. Og síðan eins og Gísli minnist á við Kúðafljótið hjá Guðna Páli. En sá staður var einnig mikið áhyggjuefni hjá okkur sem fylgdust með Gísla . Þar varð að beita líkindafræði í ljósi reynslunnar sem þegar var komin. En Spot tækið er afar gott ,en með þessum vankanti. Spurning er hvort sama ástæða hafi komið upp hjá þessari dugmiklu skíðakonu í mynni Hvanngils undir háum fjöllum-ekki ólíklegt og þá einnig tengt staðsetningu tækis að öðruleyti.... Ég er orðinn nokkuð sjóaður reynsluhundur gagnvart þessum Spot tækjum með aflestri merkja-en staddur langt frá staðsetningu og að meta hugsanlega stöðu og ástand... Bara innlegg í umræðuna

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

23 feb 2015 11:49 #2 by Gíslihf
Flestir hafa nú fylgst með fréttum um gönguskíðakonuna, sem fannst í morgun í einum skálanna í Hvanngili. Hún taldi sig hafa sent merki handvirkt en það barst ekki. Þetta er gallinn við einhliða skilaboð, þú veist ekki hvort þau hafa komist til skila.
SPOT-tið hjá okkur Guðna Páli var stillt á sjálfvirk boð allan daginn en svo var einnig hægt að senda svokallað OK-merki handvirkt, t.d. að kvöldi í náttstað áður en slökkti er á tækinu. Fyrir kom að ég gleymdi þessu og þá sat eftir síðasta merkið sem var úti í sjó langt fyrir utan eins og ég hefði ekki treyst mér til að lenda. Þá var víðast símasamband, en það er líklega ekki á Fjallabaksleið syðri.
Svo var það dagurinn eftirminnilegi þegar Guðni Páll lenti í brotöldunni. Þá blekkti SPOTið mig, en það var af því að það tók út af dekkinu og fór eigin leið að Skarðsfjöruvita og ég hafði samband við björgunaraðila.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum