Æfingar í æfingaróðri 24.2.

25 feb 2015 12:41 - 25 feb 2015 12:41 #1 by Andri
Mjög skemmtileg æfing.
Það var kuldalegt að horfa uppá Gísla í ísköldum sjónum sem fórnarlambið í fjórðu björgunaræfingunni í röð. Hörðustu selir hefðu roðnað við að fylgjast með þessu.

Kv,
Andri

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

25 feb 2015 12:28 - 25 feb 2015 12:29 #2 by Gíslihf
Ég er til í það enda er þetta bæði góð skemmtun og þjálfun.
Tveir vinna venjulega saman, en þrír í hóp hefur þann kost að auðvelt er að skipta á hlutverkum og prófa breytilegar útfærslur án þess að þreyta einhvern um of. Þriðji maðurinn á síðan að vera athugull áhorfandi til þess að meta handverkið og gefa álit.

Enda þótt tilteknar æfingar séu á dagskrá þá skarast þær alltaf við aðra færni. Ég get nefnt sem dæmi að þegar Páll R átti að tæma bát minn í annað sinn í röð í vindi sem truflaði bauðst ég til að róa í land með fullan bát :S
Það er góð æfing í jafnvægi og áratækni.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

25 feb 2015 10:28 #3 by Klara
Gísli, værir þú til í að endurtaka þetta æfingaprógramm við fyrsta tækifæri? Hefði mikinn áhuga á að fara í þessar æfingar en á alltaf í vandræðum með seinni parts róðra á virkum dögum.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

25 feb 2015 08:51 - 25 feb 2015 08:53 #4 by Gíslihf
GHF - SAS - Andri og Páll R réru.
Gerðar voru ýmsar áratækniæfingar að eigin vali, róið afturábak þrönga leið milli skerja, róið á aðra hlið umhverfis stærsta Fjósaklettinn og síðan yfir að Pólverjabryggju án skeggs með um 8 m/s hliðarvind.
Félagabjarganir voru á dagskrá. Ég var látinn vera fórnarlamb eða "syndandi ræðari" enda í þykkir þæfðri lopapeysu. Gerðar voru eftirfarandi afbrigði:
  1. T-björgun þannig að sundmaður fór yfir bát björgunarmanns
  2. T-björgun með lykkju (sling) sem þreyttur sundmaður steig í
  3. Björgun án tæmingar þar sem þreyttum ræðara er velt upp með a.m.k. eina löpp inni og liggjandi á maganum á afturdekki og heldur sér í dekklínur (Scoop Rescue)
  4. Önnur útfærsla af 'Scoop Rescue' þar sem 'meðvitundarlausum' ræðara er troðið í sætið og bátnum velt upp með því að ýta niður hliðinni sem er nær og toga hina upp.
Næst eða seinna mætti æfa notkun toglín/kastlínu og er það nokkuð stórt og fjölþætt verkefni.
Eftir það er eðlilegt að tengja saman félagabjörun og notkun toglínu, sem er vinsæl þraut í "incident management" námskeiðum.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum