GHF - SAS - Andri og Páll R réru.
Gerðar voru ýmsar áratækniæfingar að eigin vali, róið afturábak þrönga leið milli skerja, róið á aðra hlið umhverfis stærsta Fjósaklettinn og síðan yfir að Pólverjabryggju án skeggs með um 8 m/s hliðarvind.
Félagabjarganir voru á dagskrá. Ég var látinn vera fórnarlamb eða "syndandi ræðari" enda í þykkir þæfðri lopapeysu. Gerðar voru eftirfarandi afbrigði:
- T-björgun þannig að sundmaður fór yfir bát björgunarmanns
- T-björgun með lykkju (sling) sem þreyttur sundmaður steig í
- Björgun án tæmingar þar sem þreyttum ræðara er velt upp með a.m.k. eina löpp inni og liggjandi á maganum á afturdekki og heldur sér í dekklínur (Scoop Rescue)
- Önnur útfærsla af 'Scoop Rescue' þar sem 'meðvitundarlausum' ræðara er troðið í sætið og bátnum velt upp með því að ýta niður hliðinni sem er nær og toga hina upp.
Næst eða seinna mætti æfa notkun toglín/kastlínu og er það nokkuð stórt og fjölþætt verkefni.
Eftir það er eðlilegt að tengja saman félagabjörun og notkun toglínu, sem er vinsæl þraut í "incident management" námskeiðum.