Að róa hringinn um Ísland tekur á sig ýmsar myndir

01 mar 2015 13:37 - 01 mar 2015 20:55 #1 by Sævar H.
Eins og fram hefur komið hér á kayakvefnum okkar þá er ég fyrst og fremst í því að undirbúa mig og Hasle fyrir vorkomuna - sem vonandi fer að smá birtast okkur.
En þá er gott að eiga fleiri útivistaráhugamál.
Eitt af því hjá mér er gönguskíðamennska.
Það er svo magnað með gönguskíðun , að það álag er mjög góð æfing fyrir kayakróður.
Í blíðviðrinu í gær brá ég mér upp í Heiðmörk með gönguskíðin og þegar ég fer út úr bílnum þar sem heitir Borgarstjóraplan og liggur við fjölda gönguleiða um skóginn- þá hitti ég þar fólk í sömu erindagjörðum og ég- semsagt að ganga á gönguskíðum. Þetta voru eldri hjón með 11 ára barnabarn sitt með í för.
Við tókum tal saman og þar sem ég er að kveikja á GPS tækinu mínu verða þau forvitinn um mann með svona tæki.
Ég upplýsti að án þess færi ég hvorki í göngu né á sjó.- Á sjó spurðu þau ? Já kaykamennska væri mér eiginlega í blóð borin.
Þá fóru nú samræður að taka við sér - þau spurðu um mína kayakmennsku -sem ég tíundaði -um árin.
Þá sögðurst þau stunda mjög kayakferðir tvö saman og væru komin vel á veg með að róa hringinn .
Eins og staðan væri núna þá er Héraðsflóinn að baki á suðurleið. Og á sumri komanda væri meiningin að fara allt til Hornafjarðar.
Það barst í tal að ég hefði rétt báðum okkar hringróðrarmönnum hendi - úr fjarlægð.
Sögðust þau þá hafa hitt Guðna Pál á Langanesi á hans hringróðri.
Þetta voru þau Árni B.Stefánsson og Gunnhildur kona hans- afburða kayakræðarar ,ferðafólk og hellaskoðarar - en Árni B hafði sem ungur maður sigið í Þríknúkagíg - einn síns liðs -110 metra niður í gímaldið.
Við gengum síðan saman 5 km skíðagönguhring við alveg stórskemmtilegt spjall um okkar stórbrotna land til lands og sjávar.
Og ýmsar reynslusögur frá kayakferðum okkar fylgdu- m.a sagði Árni B. mér frá feikilegum vindstrók sem þau lentu í þá er þau réru frá Aðalvík í Fljótavík-fyrir Straumnes .
Ég upplýsti hann þá um reynslu Gísla H.F af svona fyrirbærum - einkum á Vestfjörðunum

Svona getur maður lent í ýmsum ævintýrum hér og þar á gönguskíðum..

Þetta er svona saga á tíðindalausum dögum vetrar- meðan beðið er að ýta úr vör út í vorið. :P

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum