Hérna er hráklipp úr ánni minni hér á Stord, Vatnaelva.
Síðan um miðjan janúar er ég sennilega búinn að fara 10-12 bunur í mismiklu vatni en þetta var það mesta sem ég hafði róið ánna í.
Pytturinn sem ég stoppaði fyrir ofan er örugglega í fínu lagi í svona vatni en ég var einn og ákvað að taka ekki áhættuna. Lengra niður frá liggja tré þvert yfir ánna. Í "venjulegu" vatni þarf ég að beygja mig undir þau en í svona miklu vatni er ekki víst að ég komist undir þau.
vimeo.com/121057743