Félagsróður 07.03.2015

07 mar 2015 22:20 #1 by Jói Kojak
Svona var félagsróðurinn hjá mér í dag. Ætluðum í Arnaelva en hún var dálítið mikið bólgin svo við ákváðum að skella okkur í Efri-Bjørndalselva. Stuttur og mjög hressandi kafli. Venjulega tökum við nokkrar ferðir en í dag varð hún bara ein þar sem einn úr hópnum synti og við þurftum að elta bát og ár dálítinn spotta. Ræðarinn var eitthvað örlítið lemstraður og kaldur eftir sundið og var hent beint inn í heitan bíl. Þar að auki var frekar kalt, rok og rigning og ég orðinn kaffiþyrstari en lög gera ráð fyrir B)

vimeo.com/121558596

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

07 mar 2015 18:18 - 07 mar 2015 18:30 #2 by Guðni Páll

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

07 mar 2015 17:22 - 07 mar 2015 17:25 #3 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Félagsróður 07.03.2015
Björgunaræfing - já en nokkuð sérstök :(
Réttara væri að kalla þetta umferðarslys þar sem ég varð fyrir bát á surf-hraðbraut. Eftir það synti ég í 'hraðbautinni' nokkra stund og fylgdist kvíðinn með því þegar velviljaðir félagar risu upp á næstu öldu skammt frá og þeyttust af stað til okkar Örlygs, sem var að reyna að tæma bát minn en hann fylltist jafnharðan á ný. Þegar illa horfði lyfti ég báðum fótum upp úr í sjálfsvarnarstöðu :silly:

Fljótlega eftir þetta fannst róðrarstjóra rétt að kanna hvort ég væri heill heilsu með því að fela mér togverkefni. Guðni Páll sem er að koma gætilega inn eftir veikindahlé komst við og tók mig og togþola báða í tog :)
PS Í alvöru, við báðum um tog út úr 'súpunni' og Sveinn Axel brást fljótt við og þá var auðvelt að klára málið - eins og okkur er kennt og það klikkar ekki.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

07 mar 2015 17:13 #4 by Þorbergur

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

07 mar 2015 16:41 #5 by Gunni
Replied by Gunni on topic Félagsróður 07.03.2015
Mjög góð mæting, sérstaklega með tillliti til árstíma og veðurspár, 17 bátar. Mest harðkjarna lið en nokkrir sem sjást meira á sumri en vetri. Veðrið var betra en spáin sagði og vindátt til að byrja með úr NA en ekki S. Undirhádegi gekk spáin eftir S 10.
Við fórum suður fyrir Viðey og hringuðum hana. Gömul undiralda skapaði freistandi aðstæður við Fjósakletta og Útflesjar (ef ég les rétt í örnefnakortið hans Sævars). Á báðum þessum stöðum hefðu menn geta verið að leik í allan dag. Ein björgunaræfing þurfti að taka með elsta unglingnum og dráttaræfingu með þeim yngsta.
Aldan við N-enda Viðeyjar var krefjandi en þessi hópur er öllu vanur og vann vel saman í því að koma öllum í gegn.
Góður dagur á sjó. Takk fyrir mig.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

05 mar 2015 20:41 #6 by Gunni
Minn dagur.
Klassíst, róðrarleið ákveðinn á palli eftir stemmingu. Líklegt samt að puðað verið á móti fyrst og rennsli með vind í bakið til baka.

Háflóð kl 07:20, fjara kl 13:35
Veður spá fyrir hádegi laugardags: SV 10m/s, skýjað Hiti við frostmark

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum