Eftir að lenda í smávandræðum á sjó í morgun, sem eftir á reyndust aðeins vera góð æfing, kemur saga í hugann sem lesa má í BCU Canoe og Kayak handbókinni. Það er óþægilegt að lesa þetta, en í straumnum eru mun fleiri óþægilegar sögur:
Góður vinur minnn var í róðri í vinahópi. Það var hlýtt veður og hann hætti að róa til að fara úr þurrtoppnum. Þegar hann var búinn að draga bolinn upp fyrir höfuð og enn með hendur fastar í ermunum valt hann. Þetta var reyndur ræðari sem allir vissu að kom alltaf upp úr veltu í fyrstu tilraun, en nú dvaldi hann á hvolfi. Vinir hans áttuðu sig ekki á því að hann var fastur og ekki með ár í hendi. Að lokum varð einhver viss um að ekki væri allt með felldu og réri til hans til að skoða málið. Vesalings fórnarlambið hékk á hvolfi, reyrður eins og maður í spennitreyju.
Það tók hann langan tíma á eðlilegum andardrætti. Sá sem sneri honum upp sagði að hann hafi verið orðinn blár og hættur að reyna að bjarga sér.