Næturróðrar 2015

03 okt 2015 16:51 #1 by Gunni
Replied by Gunni on topic Næturróðrar 2015
Myndir hér .

Þetta var fín ferð út fyrir þægindarammann :) Dimma, vindur, él, rigning, tjalda, kalt, köngulóg, drulla. Róður, tjald, svefnpoki, prímus, kakó, morgunroðin, ofl. ofl.
Mæli með þessu.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

03 okt 2015 13:59 - 03 okt 2015 14:21 #2 by Orsi
Replied by Orsi on topic Næturróðrar 2015
Næturróður II tókst með ágætum og voru þátttakendur tveir, Gunnar Ingi ok ek. Við rörum í Akurey í tungsljósi undir stjörnubjörtum himni - en svo tóku hellidemdur og haglél völdin.. En við vorum þurrir og þrælsáttir í tjöldunum og leið svo af nóttin með hrotum og hrolli inn á milli eins og gengur. Sjósettum síðan kl. 09:20 og sameinuðumst félagsróðri á Viðeyjarsundi. Frábært mál alveg.
Þriðji og síðasti næturróðurinn verður 9. okt og sjáumst hress. :laugh:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

02 okt 2015 17:16 #3 by Orsi
Replied by Orsi on topic Næturróðrar 2015
Mæting 20.30. Jájá, kakó, andrésblöð og tjald og dýna sem þornar á no time.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

02 okt 2015 12:25 #4 by SPerla
Replied by SPerla on topic Næturróðrar 2015
Ég verð því miður fjarri góðu gamni í kvöld......og á morgun :(

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

02 okt 2015 10:35 #5 by Gunni
Replied by Gunni on topic Næturróðrar 2015
Tjald í kvöld og góður svefnpoki? Kakó af prímusnum? Og svo í félagsróður á morgun ?
???????

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

30 sep 2015 23:23 #6 by Orsi
Replied by Orsi on topic Næturróðrar 2015
Jæja vel gekk þetta fyrir sig, þrír bátar á sjó, auk undirr. mættu Andri og Perla.
Næturróður II er á föstudag kl. 20.30. Frábær spá í kortunum.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

29 sep 2015 20:42 - 30 sep 2015 09:19 #7 by Gunni
Replied by Gunni on topic Næturróðrar 2015
Spennandi. kemst ekki á morgun (miðv.dag) en geri allt til að komast á föstudag.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

28 sep 2015 23:04 - 28 sep 2015 23:20 #8 by Orsi
Replied by Orsi on topic Næturróðrar 2015
Jæja, þá er ný Næturróðrarsería klúbbsins að skella á. Fyrsti róðurinn er núna á miðvdag, notaleg spá framundan og verður þetta svona:

Næturróður I, 30.sept: Þerney. Mæting kl. 20.30, róið útí myrkrið og vonandi ratað til baka....annars endurgreitt.
Komið í land kl. 22.30.
Ath:
Það er farið á félagsróðrarhraða, þannig að þetta hentar öllum. Sjáumst hress.

Virðingafyllst,
Ferðanefnd.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

04 apr 2015 13:00 #9 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Næturróðrar 2015
Til lukku.
Þetta er hreint afbragð.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

04 apr 2015 11:38 - 04 apr 2015 11:50 #10 by SPerla
Replied by SPerla on topic Næturróðrar 2015
Þetta var algjör snilld, takk fyrir mig.
Tók örfáar myndir

plus.google.com/photos/11132400817944178.../6133843544535983505

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

04 apr 2015 10:58 #11 by Orsi
Replied by Orsi on topic Næturróðrar 2015
Frábær túr að baki. Ræðarar voru Orsi og Perla. Það voru tveir veðurgluggar sem gerðu ferðina mögulega og voru þeir vel nýttir, bæði fyrir útróðurinn í gærkvöldi og heim að morgni - eftir þjóðlega slagveðursnótt í Engey. En tjaldbúðirnar stóðust þetta með prýði og var þetta bara bráðskemmtilegt. Þar með lýkur næturróðrarseríu 2015 og þakka ég þeim sem tóku þátt.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

03 apr 2015 11:02 - 03 apr 2015 11:02 #12 by Páll R
Replied by Páll R on topic Næturróðrar 2015
Ekki kemst ég í næturróður og í hina rómuðu gistiaðstöðu í Engey. Stefni hins vegar að mætingu í félagsróður 4.apríl.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

31 mar 2015 21:52 - 31 mar 2015 22:14 #13 by Orsi
Replied by Orsi on topic Næturróður í kvöld.
Það er rífandi gangur í dagskrá Ferðanefndar og næsti viðburður þar á bæ er næturróður II og er þetta lokaróðurinn í þessari seríu. Veðurspáin er hagfelld og mér sýnist aukinheldur sem það sé líflegasti markaður fyrir báta og tjöld, um þessar mundir, þannig að ekki vantar græjur í boði fyrir þá sem vanhagar um slíkt.. B)

Og hér er lýsing á ferðinni:
3. apríl: föstudagur:
Tjaldferð í Engey og gist þar. Að morgni verður róið að norðurenda Viðeyjar og sameinast félagsróðri ef aðstæður leyfa. Mæting er í Geldinganesi fyrir tjaldferðina, kl. 20, nk. föstudagskvöld. Nauðsynlegur viðlegubúnaður; tjald, svefnpoki, dýna, prímus og hlý föt.


Þessi ferð verður nefnd Sævarinn til heiðurs Sævari sem tjaldaði uppá ísköldu hálendinu án svefnpoka hér um árið. Og notaði blautt björgunarvest fyrir teppi til að ylja sér langa nótt, fjarri mannabyggðum. Ég gleymi aldrei andliti hraustmennisins þegar hann sté út að morgni; það var í finnsku fánalitunum.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

17 mar 2015 00:00 #14 by Orsi
Replied by Orsi on topic Næturróður í kvöld.
Jæja, þetta var löng fæðing en það hafðist loks - eftir frestun tvívegis. Frábært veður og tjarndauður sjór í kvöld. Ræðarar voru Palli R, SAS og Orsi. Náðum okkur í 10 km sem bókfærðust í heftið.
Næsti næturróður á vegum Ferðanefndar er svo 3. apríl.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

16 mar 2015 15:15 #15 by Orsi
Replied by Orsi on topic Næturróður í kvöld.
Jöss sir. Mánud.kvöld.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum