Aldrei hef ég náð nokkrum tökum á nokkrum hlut viðkomandi kayak- með bókalestri og skýringamyndum.
Mér er minnisstætt upphafið á honum Halse .
Var að setja á flot inni í Geldinganesi í nokkuð góðu veðri og ætlaði í stuttan róður á Leiruvoginum - enda að kynnast kayakmennsku frá grunni- í sjósetningu nr 2.
Þá kemur annar kayakræðari í fjöru og spyr um samflot.
Jú ég var til í það.
Þá er spurt kanntu félagabjörgun ?
Jú ég hafði farið á 4 klst námskeið í Nauthólsvík og reynt m.a svoleiðis einu sinni.
Við leggjum upp og stefnan tekin á Þerney austanverða og tekið land á Hvítasandi.
Þá er spáð í framhaldið- aðeins var farið að kula af NV .
Lundey þótti spennandi - stefnt þangað í vaxandi öldu.
Og þegar Lundey var náð - hvað þá ?
Jú Viðey að vestan var freistandi . Stefnan var sett á vesturenda Viðeyjar.
Nú var heldur farið að versna í sjóinn - veruleg hliðaralda var kominn og kröpp.
Engin var reynslan eða kunnáttan til að nýta við þessar gjörbreyttu aðstæður frá logninu sem var að baki.
Þá kom þetta eðlislæga inn - hvað væri vitlegast að gera.
Við fundum það út að gott var að setja árablaðið ofan á aðvífandi öldu og hindra þannig að okkur hvolfdi-
Þetta gerðum við síðan við > hundrað öldur á leiðinni fyrir Viðey.
Þá tók annað sjólag við - það var bullandi lens .
Kaykakinn vildi snúast á hlið og velta var fyrisjánleg.
Þá kom þetta eðlislæga- setja árablaðið langt út og vinna þannig gegn snúningi kayaksins . Þetta lukkaðist mjög vel og svona var haldið áfram þar til sjó fór að kyrra innundir Þórsnesi.
Þar var stefnan sett á Fjósakletta og í mjög misvísandi sjólagi. Nú var komin reynsla að fást við svoleiðis .
Og við lentum síðan heilu og höldnu í fjörunni á eiðinu í Geldinganesi eftir hreina ævintýra för í mjög breytilegu sjólagi- reynslu og kunnáttulausir í upphafi ferðar- en orðnir reyndir sjóhundar í lokin....
Að þessari ferð hef ég búið alla mína kayak tíð.
Bara svona innlegg í umræðuna