Hinn innri ræðari

12 mar 2015 14:41 - 12 mar 2015 14:51 #1 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Hinn innri ræðari
Aldrei hef ég náð nokkrum tökum á nokkrum hlut viðkomandi kayak- með bókalestri og skýringamyndum.
Mér er minnisstætt upphafið á honum Halse .
Var að setja á flot inni í Geldinganesi í nokkuð góðu veðri og ætlaði í stuttan róður á Leiruvoginum - enda að kynnast kayakmennsku frá grunni- í sjósetningu nr 2.
Þá kemur annar kayakræðari í fjöru og spyr um samflot.
Jú ég var til í það.
Þá er spurt kanntu félagabjörgun ?
Jú ég hafði farið á 4 klst námskeið í Nauthólsvík og reynt m.a svoleiðis einu sinni.
Við leggjum upp og stefnan tekin á Þerney austanverða og tekið land á Hvítasandi.
Þá er spáð í framhaldið- aðeins var farið að kula af NV .
Lundey þótti spennandi - stefnt þangað í vaxandi öldu.
Og þegar Lundey var náð - hvað þá ?
Jú Viðey að vestan var freistandi . Stefnan var sett á vesturenda Viðeyjar.
Nú var heldur farið að versna í sjóinn - veruleg hliðaralda var kominn og kröpp.
Engin var reynslan eða kunnáttan til að nýta við þessar gjörbreyttu aðstæður frá logninu sem var að baki.
Þá kom þetta eðlislæga inn - hvað væri vitlegast að gera.
Við fundum það út að gott var að setja árablaðið ofan á aðvífandi öldu og hindra þannig að okkur hvolfdi-
Þetta gerðum við síðan við > hundrað öldur á leiðinni fyrir Viðey.
Þá tók annað sjólag við - það var bullandi lens .
Kaykakinn vildi snúast á hlið og velta var fyrisjánleg.
Þá kom þetta eðlislæga- setja árablaðið langt út og vinna þannig gegn snúningi kayaksins . Þetta lukkaðist mjög vel og svona var haldið áfram þar til sjó fór að kyrra innundir Þórsnesi.
Þar var stefnan sett á Fjósakletta og í mjög misvísandi sjólagi. Nú var komin reynsla að fást við svoleiðis .
Og við lentum síðan heilu og höldnu í fjörunni á eiðinu í Geldinganesi eftir hreina ævintýra för í mjög breytilegu sjólagi- reynslu og kunnáttulausir í upphafi ferðar- en orðnir reyndir sjóhundar í lokin....
Að þessari ferð hef ég búið alla mína kayak tíð. ;)

Bara svona innlegg í umræðuna :P

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

12 mar 2015 12:37 #2 by Ingi
Replied by Ingi on topic Hinn innri ræðari
Merkilegt!

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

09 mar 2015 16:35 - 09 mar 2015 17:06 #3 by Gíslihf
Hinn innri ræðari was created by Gíslihf
Þegar ég reyndi að læra veltuna var ég búinn að lesa bók um hana með mörgum teikningum og skýringamyndum. Þegar ég var svo kominn á hvolf í sundlauginni reyndi ég að rifja einhverjar teikningar upp, en það vafðist fyrir mér að snúa myndum á hvolf í huganum í kafi og upp kom ég syndandi rauður í framan - en þó ekki blár :cheer:
Tim Gallwey er höfundur ritraðar um þjálfun og hétu þær "The inner Game of ... " fyrir ýmsar íþróttagreinar. Hann sér tvö sjálf í þeim sem eru að þjálfa sig og læra nýja færni:
Sjálf-1 er ég-miðaða hliðin sem samkjaftar, pælir og gagnrýnir. Það er hins vegar Sjálf-2, líkaminn og eðlislægt rennsli í hreyfingu og færnilausnum, sem þarf að fá að vinna í friði ótruflað af pælingum, ótta og efasemdum Sjálfs-2 um getu þína! Það er jafnvel mælt með því að syngja til að þagga niður í Sjálfi-1.
PS Þetta kom í hugann eftir síðasta félagsróður.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum