Félagsróður sunnudaginn 15 mars

15 mar 2015 20:07 - 15 mar 2015 20:10 #1 by Gíslihf
Þessi kaffistopp voru föst venja þegar ég kom í félagsróðra fyrir um 10 árum. Reyndar var mörgum kalt á botninum þegar setið var á ísilögðum steinum eða hrímuðu grasi við fjöruborðið og "sögurnar" mun styttri en um sumartímann. Kaffistoppum tók að fækka eftir að æfingaróðrarnir hófust árið 2009, en þeir voru eins konar þrekæfingar með fullum afköstum í 1-2 klst. vatnsflöskuna við hendina og svo kaffisopa á eftir ef tími var til. Verið getur að sumir séu aðeins klæddir fyrir full afköst, svipað og í hlaupum og þá slær að þeim kulda um leið og stoppað er.
Ég er að lesa "þjálfunarfræðin" fyrir róður og þar er næring fyrir og eftir æfingar mikilvægur þáttur. Meðan á æfingu stendur er það fyrst og fremst vatn og hugsanlega orkubiti. Eftir erfiðar æfingar er mikilvægt að borða kolvetna- og próteinfæðu sem allra fyrst, sé maður að byggja upp þrek og næra vöðvana. Það er ekki nóg að fara í kaffikönnuna :ohmy:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

15 mar 2015 17:27 #2 by Andri
,,Hluti hópsins stoppaði í stutta stund í Viðey til hvíldar og til að lagfæra búnað"
Eigum við ekki bara að kalla þetta réttu nafni? Þetta var ekkert annað en kaffistopp, hélt að það væri harðbannað á þessum árstíma. :lol:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

15 mar 2015 16:19 #3 by Egill Þ
Það var góð mæting í félagsróðri á sunnudegi, fimmtán bátar voru á sjó. Veðrið var í samræmi við veðurspá og vindhraði á bilinu 4-8 m/s ANA. Róðið var rangsælis umhverfis Viðey, Við enda Viðeyjar var nokkur undiralda og einn ræðari fékk vott af sjóveiki. Hluti hópsins stoppaði í stutta stund í Viðey til hvíldar og til að lagfæra búnað.

Ræðarar voru: Andri. Örlygur, Össi, Þóra, Klara, Sveinn Axel, Gunnar Ingi, Guðni Páll, Egill, Þorbergur, Jónas, Vigfús, Hroki, Fannar og .....(vantar eitt nafn).

kv. Egill

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

13 mar 2015 20:30 #4 by Egill Þ
Vegna fjölda áskorana er ákveðið að hafa félagsróður sunnudaginn 15 mars.
Veðurspá spáir mildu veðri, meðalvindhraði um 2-4 m/s og lofthiti 3-4°C. Róðararleið ákveðin á staðnum.

Mæting er kl. 10 og sjósett kl. 10:30.

Rétt er að minna á að félagsmenn geta náð "hat-trick" á sunnudaginn með því að mæta fyrst í félagsróður, síðan er sundlaugaræfing (eftir að fá staðfestingu frá sundlaugarnefnd) og ljúka deginum með næturróðri með Örlygi.

kv. Egill

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum