GPS ferlar og geymsla á þeim

03 okt 2015 18:35 #1 by Gunni
Á síðunni okkar er komin geymslustaður fyrir GPS slóðir.
Sjá : Frjóðleikur->GPS Slóðir.
Allir sem geta skráð sig inn geta sett inn slóðir. Annaðhvort með því hreinlega að teikna þá (ég ef ekki prófað það) eða hlaða upp GPX skrá sem t.d. kemur frá Garmin Basecamp forritinu.

Ég var að setja inn sameiginlega slóð næturróðursins og félagsróðursins.

Nú væri gaman að sjá ykkur setja inn ferla sem þið viljið deila með öðrum.
Mig langar að sjá einhverskonar samansafn af t.d. tjaldstæðum eða lendingarstöðum sem hafa merkingu fyrir kayakmenn.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

15 ágú 2015 10:52 #2 by Ingi
Replied by Ingi on topic GPS ferlar og geymsla á þeim
Ég fagna þessari hugmynd. Það eru til varasamir staðir sem þarf að forðast við ákveðnar aðstæður. Svona aðgengilegt ferlasafn gæti verið til hagræðis og öryggis fyrir ræðara sem ætla að fara ákveðna leið en gera sér kannski ekki grein fyrir bestu leilð við hinar ýmsu aðstæður. Flott framtak..
kv
Ingi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

14 ágú 2015 22:49 #3 by Sævar H.
Hér áður fyrr þegar tölvukort með hnitum voru ekki til og GPS tæki ekki með kortagrunnum þá var verðmætt að safna púnktum og leiðum tengdum þeim. Þannig var það þegar ég var að byrja að róa um eyjarnar í mynni Hvammsfjarðar undan Fellströndinni uppúr 2001 og þá einn á ferð og nokkrum árum áður en Kayakklúbburinn fór að fara þarna um- þá voru svona GPS púnktar mikilvægir.
Maður fann þá fyrirfram, út ,á gömlu pappírskortumum með reikningi eftir áttavita og kortahnitunum og færði inna GPS tækið - marga púnkta. Síðan á staðnum - þá var safnað inn á tækið púnktum hér og þar eftir því sem þótti verðmætt til seinni tíma eða dreifa til annara. Nú er þessi GPS og kortaheimur gjörbreyttur. Kortin tölvuvædd og kortagrunnur kominn i GPS tækin. Nú er á svipstundu hægt að marka inn leiðir með ótal púnktum í tölvunni heima- spila það inn á GPS tækið og allt klárt fyrir ferðina.
En það er alltaf gott að setja áætlaða ferðaleið inn á kort og á netið til að upplýsa alla um planið - það var alltaf gert svo hér fyrrum.
Geymsla leiða er best gerð með geymslu á svona kortum ýmist áætlaðri eða raun leið - tilsíðari tíma fyrir aðra. Kortin geyma mikilvæg örnefni sem hafa mikið leiðsögu og upplýsingagildi .

Bara mitt innlegg í svona mál ;)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

14 ágú 2015 08:34 - 14 ágú 2015 09:06 #4 by Gunni
Ég er að skoða hvernig þetta gæti komið út.

Dæmi:
wikiloc Kayakklúbburinn
Google MyMap - Kayakklúbburinn

Wikiloc er meira fókusað á ferla sem slíka, inntaka frá GPS tækjum og úttaka fyrir aðra að nota. MyMap er meira sýnileikinn á korti.

Hitt er svo annað mál, hversvegna ættum við að vera að þessu. Er æskilegt að opinbera þessar upplýsingar ? Eru eigendur staða sem við tjöldum á sáttir við að það sé bent á þetta ?

Hvaða skoðun hafið þið á þessu ?

Skjámynd af wikiloc :

Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

18 mar 2015 13:03 - 18 mar 2015 15:52 #5 by Gunni
Eitthvað hljótum við að eiga af GPS leiðum sem við höfum farið. Eruð þið að geyma þá þar sem aðrir geta séð og sótt ?
t.d. Wikiloc
eða Open street map
eða map.is

(Auðvita er ég að tala um GPS en ekki gsm)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum