Hér áður fyrr þegar tölvukort með hnitum voru ekki til og GPS tæki ekki með kortagrunnum þá var verðmætt að safna púnktum og leiðum tengdum þeim. Þannig var það þegar ég var að byrja að róa um eyjarnar í mynni Hvammsfjarðar undan Fellströndinni uppúr 2001 og þá einn á ferð og nokkrum árum áður en Kayakklúbburinn fór að fara þarna um- þá voru svona GPS púnktar mikilvægir.
Maður fann þá fyrirfram, út ,á gömlu pappírskortumum með reikningi eftir áttavita og kortahnitunum og færði inna GPS tækið - marga púnkta. Síðan á staðnum - þá var safnað inn á tækið púnktum hér og þar eftir því sem þótti verðmætt til seinni tíma eða dreifa til annara. Nú er þessi GPS og kortaheimur gjörbreyttur. Kortin tölvuvædd og kortagrunnur kominn i GPS tækin. Nú er á svipstundu hægt að marka inn leiðir með ótal púnktum í tölvunni heima- spila það inn á GPS tækið og allt klárt fyrir ferðina.
En það er alltaf gott að setja áætlaða ferðaleið inn á kort og á netið til að upplýsa alla um planið - það var alltaf gert svo hér fyrrum.
Geymsla leiða er best gerð með geymslu á svona kortum ýmist áætlaðri eða raun leið - tilsíðari tíma fyrir aðra. Kortin geyma mikilvæg örnefni sem hafa mikið leiðsögu og upplýsingagildi .
Bara mitt innlegg í svona mál