Ég mun á næstunni bæta inn í stjórnkerfi heimasíðunar nokkrum viðbótum. Núna þessa daga er ég að setja inn viðbót sem tengir síðuna og samfélagsmiðla (facebook, google). Sú viðbót snýst um þrennt:
1) Innskráning samkvæmt samf.miðli.
a) Nýskráning með upplýsingum frá facebook eða Google.
b) Innskráning með facebook eða google reikningi.
Þá lítur þetta svolítið út eins og ekki sé verið að skrá sig en samt, innskráning á samfélagsmiðlana er notuð.
2) Greinar á heimasíðu fá möguleika að þið Líkið, deilið eð G1 þær. Það breiðir út orðið. Það sem skrifað er á heimsíðuna fer í ferðalag um samf. miðlana fyrir ykkar tilverknað.
3) Efni heimasíðunar komið sjálfvirkt inn á facebook síðu klúbbsins.
Það eru fleiri möguleikar í viðbótinni sem ekki eiga við hjá okkur, þó mætti nefna að hægt er að setja upp "commenta" kerfi en það myndi skarast við Korkinn okkar.
Eitthvað verð ég í fíniseringar vinnu vegna þessa á næstu dögum og þið megið gjarna koma með ábengingar eða spurningar hér.