félagsróður 4.apríl

05 apr 2015 14:52 #1 by Páll R
Replied by Páll R on topic félagsróður 4.apríl
Þetta myndskeið Þorbergs sýnir ágætlega hvernig málin gengu fyrir sig. Ég þorði hvergi nærri að koma, enda var ég á vel með förnum lánsbát til prufu, en gat þó aðstoðað Gumma upp í sinn bát eftir klettabröltið.
Andri á hins vegar fyrir höndum talsvert meira en gelcoat-viðgerðir, trefjabætur þarf ekki síður til. Það má reikna með því að þessi bátur hans hækki töluvert í verði eftir þá meðhöndlun, þá orðinn sérstyrktur og nýbónaður.
The following user(s) said Thank You: Andri

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

05 apr 2015 06:20 #2 by Þorbergur
Replied by Þorbergur on topic félagsróður 4.apríl


Hér er vidoeo frá róðrinum. Tónlistin er ítöllsk kvikmyndatónlist eftir Nino Roda úr kvikmynd eftir Federico Fellini. Það ætti að vera í betri gæðum ég bæti e.t.v. bráðlega úr því!
The following user(s) said Thank You: Andri

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

04 apr 2015 22:51 - 04 apr 2015 22:51 #3 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic félagsróður 4.apríl
Eru menn og konur ekki með almennilegar viðgerðargræjur og efni til að loka svona skipsbrotum - á staðnum ?
Svo ég vitni einu sinni í minn Hasle Explorer þá er hann sér styrktur fyrir svona - hann er með tvöfaldan byrðing.
Þessar örþunnu trefjaskeljar sýnast ekki í klettafjörur leggjandi - einkum í haföldufari.
En sannalega gott að ekki varð meira líkamlegt tjón í strandinu- til lukku með það ;)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

04 apr 2015 22:49 #4 by Andri
Replied by Andri on topic félagsróður 4.apríl
Þarna klikkaði ekkert í öryggisstefnunni, róðrarstjóri passaði uppá hópinn og var með allan þann búnað sem þurfti til taks og björgun tókst vel. Líklega myndi einhver kalla þetta glannaskap, en aðrir krefjandi æfingu. Ekki hefðbundið atvik í félagsróðri en týpísk uppákoma ef enginn nýliði mætir til að halda aftur af okkur :)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

04 apr 2015 22:30 #5 by Jói
Replied by Jói on topic félagsróður 4.apríl
Hvað eru menn bara með glannaskap í félagsróðrum! er þetta liður í öryggisstefnu klúbbsins??

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

04 apr 2015 18:50 - 04 apr 2015 18:51 #6 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic félagsróður 4.apríl
Við óskum Andra vini okkar og félaga skjóts bata. Líklega er ekki til ljóð um sjóferð sambærilegt við stíl og glettni Fjallgöngu eftir Tómas en vel má rifja upp eftirfarandi línur af þessu tilefni:
Finna sig öllu taki tapa:
Hrapa!
Velta eftir urð og grjóti
aftur á bak og niðrí móti.
Leggjast flatur.
Líta við.
Horfa beint í hyldýpið.
....
Koma heim og heita því
að leggja aldrei upp á ný.
The following user(s) said Thank You: Andri

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

04 apr 2015 15:14 - 04 apr 2015 15:14 #7 by Andri
Skemmtilegur félagsróður í dag þótt að bæði ég og kayakinn minn séum laskaðir eftir morguninn. Ég, Siggi, Gummi Breiðdal, Þorbergur og Páll Reynis rérum réttsælis Geldinganeshring en það stefndi í þægilegan róður í smá vind og undiröldu. Í skorunni nyrst ákvað ég að leika mér í öldurótinu en fljótlega kom ein stærri alda sem skolaði mér innst í skoruna þar sem ég sat svo fastur uppi á klöpp. Það virtist engin nógu stór alda ætla að koma til að losa mig þannig að ég ákvað að fara úr bátnum til að færa kayakinn af grjótinu. Það reyndist slæm ákvörðun enda kom sett af stórum öldum áður en ég náði að koma mér fyrir í bátnum. Á endanum náði ég að klöngrast uppí klettana með brotin bát og fékk þar aðstoð frá Sigga og Gumma, en þeir tóku land austanmegin við skoruna til að hjálpa mér. Ég skarst á fingri og Siggi gerði að sárunum meðan hinir gerðu kayakinn minn sjófæran með því að blása upp áraflot inni í afturlestina. Á heimleiðinni fylltist afturlestin af sjó og Þorbergur og Gummi höfðu mig í spotta til að aðstoða við stefnuna. Kayakinn minn sökk að aftan og stafnið stóð nokkuð hátt uppùr, ég gat því haft það makindalegt á heimleiðinni í togi og svolítið búið að halla aftur sætinu :) Þegar ég þakkaði félögunum frækilega björgun svöruðu þeir glottandi ,,takk sömuleiðis" :)

Þetta var mikið ævintýri og fór betur en áhofðist. Næstu dagar fara í gelcoat viðgerðir og sárin gróa.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum