Skemmtilegur félagsróður í dag þótt að bæði ég og kayakinn minn séum laskaðir eftir morguninn. Ég, Siggi, Gummi Breiðdal, Þorbergur og Páll Reynis rérum réttsælis Geldinganeshring en það stefndi í þægilegan róður í smá vind og undiröldu. Í skorunni nyrst ákvað ég að leika mér í öldurótinu en fljótlega kom ein stærri alda sem skolaði mér innst í skoruna þar sem ég sat svo fastur uppi á klöpp. Það virtist engin nógu stór alda ætla að koma til að losa mig þannig að ég ákvað að fara úr bátnum til að færa kayakinn af grjótinu. Það reyndist slæm ákvörðun enda kom sett af stórum öldum áður en ég náði að koma mér fyrir í bátnum. Á endanum náði ég að klöngrast uppí klettana með brotin bát og fékk þar aðstoð frá Sigga og Gumma, en þeir tóku land austanmegin við skoruna til að hjálpa mér. Ég skarst á fingri og Siggi gerði að sárunum meðan hinir gerðu kayakinn minn sjófæran með því að blása upp áraflot inni í afturlestina. Á heimleiðinni fylltist afturlestin af sjó og Þorbergur og Gummi höfðu mig í spotta til að aðstoða við stefnuna. Kayakinn minn sökk að aftan og stafnið stóð nokkuð hátt uppùr, ég gat því haft það makindalegt á heimleiðinni í togi og svolítið búið að halla aftur sætinu
Þegar ég þakkaði félögunum frækilega björgun svöruðu þeir glottandi ,,takk sömuleiðis"
Þetta var mikið ævintýri og fór betur en áhofðist. Næstu dagar fara í gelcoat viðgerðir og sárin gróa.