Góð ferð á námskeið í Hexham

09 apr 2015 08:10 #1 by Jói Kojak
Vid erum tvær stjörnur á blárri festingu Gummi B)

Já - ég tharf ad taka refresh á Rescue 3 straumvatnsbjörgunina. Tók sídast 2011 og skírteinid gildir víst bara í thrjú ár.

Heyra svo í Simon Westgarth og reyna ad finna út hvar ég stend.


Gaman ad thessu. Nú er vertídin líka alveg ad rúlla af stad hérna í Noregi (sit reyndar í Stokkhólmi núna en thad er önnur saga).

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

08 apr 2015 23:00 #2 by Gummi
Ég er einn af þessum sem tóku 4* BCU í straumi og það var út á að ég hafði haustið áður lokið straumvatnsbjörgunarnámskeiðinu sem ég fór á með þér Jói, hjá sænska nýsjáleningnum B)
Þessi gaur kom til að prófa sjókayakkalla á vegum Ultima Thule og var okkur boðið að taka próf hjá honum. Þetta fór þannig fram að við vorum með honum í einn dag og við þurftum að kynna fyrir honum helstu hætturnar og fara síðan með hann í róður. Við völdum Tungufljótið og þurftum að leiðbeina honum niður ána og koma honum fram hjá verstu hættunum. Það var ekkert gefið að við næðum prófinu en við kláruðum það nú samt með glans allir held ég, ja í það minsta ég. En ég held að þetta sé allt breytt í dag. Ég fór ekkert breyttur í róður eftir þetta og hef enga þörf fyrir fleiri stjörnur í bili að ég held ;)
GHF er að gera góða hluti og það er gaman að fylgjast yfirvegaður með honum héðan af sófakantinum.

Kv. Gummi J.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

08 apr 2015 18:56 - 08 apr 2015 18:58 #3 by Gíslihf
Ef þú (Jói) ert að hugsa um BCU 4 stjörnu gæd í straumi uppfyllir þú trúlega allar forkröfur (prerequisites sbr. www.canoe-england.org.uk/media/pdf/BCU%2...i%20V3-1%20Mar14.pdf)
Það þarf að hafa verið aðstoðargæd í a.m.k. 12 ferðum í 2-3 gráðu straumi (t.d. Hvítá) og hafa tekið BCU White Water Safety and Rescue Training Course. Ég veit ekki hvort námskeiðið hans Jóns fyrir rafting gildir, en það er örugglega jafn gott. Síðan þarf að fara í 2ja daga þjálfun og eins dags próf.
Þá snýst málið ekki um persónulega færni, hún þarf að vera til staðar á 3* 'standard´ og þú ert með miklu meira en það. Máliið snýst um leiðsögn og að tryggja öryggi þeirra sem fara með manni.

Ef þú værir að hugsa um kennslu er það svo annar pakki.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

08 apr 2015 14:45 #4 by Jói Kojak
Já ég man eftir thví ad thad kom kennari fyrir nokkrum árum og tók einhverjar straumendur í próf. Eitthvad fáir af theim sem enn eru aktívir.

Mér hálf sortnar fyrir augum thegar ég byrja ad reyna ad lesa mig til um thetta. Líklega einfaldast ad taka "stödupróf" til ad finna út hvar ég stend. Hef engan áhuga á ad lenda á einhverju byrjendanámskeidi.

Thekki einn breta sem býr hér í Noregi sem er ad kenna. Kannski madur spjalli vid hann.

Lídur stundum eins og thad sitji lítill reglupési á annarri öxlinni sem segir mér ad thad sé nú gott ad hafa thetta - en á hinni situr lítill uppreisnarpési sem segir bara "fuck it - förum á kajak!"

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

08 apr 2015 12:19 #5 by SAS
BCU gráðurnar er skipt upp í surf, sjó, straum, canoe, ofl, sjá t.d. yfirlit yfir BCU 4* leader á síðunni
www.canoe-england.org.uk/tests-i-awards/...rt-four-star-leader/

Kayakklúbburinn hefur staðið fyrir og flutt inn kennara og "assessora", ásamt Magga Sigurjóns síðan 2007-2008, hefur verið nánast árlegt,

Í dag eru ca 20 manns sem hafa lokið BCU4* Leader í sjókayak, 1 lokið 5* Leader. Þá eru nokkrir sem hafa lokið þjálfun fyrir 5* Leader á Anglesey Symposium sem er haldin árlega. 9 félagsmenn munu taka þátt í Anglesey Symposium í ár, sem er fyrstu helgina í maí. Kostnaðurinn af þessu námskeiðsbrölti hefur verið þeirra sem hafa tekið þessi námskeið, þó svo að Kayakklúbburinn hafi staðið fyrir þessu. Þó hefur okkur tekist að kría út smá styrki frá opinberum aðilum í þessi verkefni, en það hefur hinsvegar verið smáræði.

kv

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

08 apr 2015 11:49 #6 by Jói Kojak
Flott hjá thér ad olnboga thig í gegnum thennan frumskóg sem BCU virdist vera.

Hef sjálfur verid ad velta fyrir mér ad taka stöduna á sjálfum mér í thessu kerfi og kannski reyna ad vinna mig eitthvad "upp" eda áfram.

Tekur svolítinn tíma og pening eins og thú væntanlega thekkir Gísli.

En vonandi thess virdi - thó ekki væri nema fyrir mann sjálfan. ;)


Hefur einhvern tíma verdi rætt ad menn rotti sig saman og annandhvort fari utan eda panti kennara til landsins?

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

07 apr 2015 22:06 - 07 apr 2015 22:18 #7 by Gíslihf
Ef GHF vissi sjálfur sín plön þætti honum það gott ! Ég hef gert þetta mér til ánægju en vonast til að það muni nýtast. Ég sagði í hópnum úti að ég mundi hafa ánægju af því að gera eitthvað fyrir börn, svo væri ég í klúbbi þar sem æskilegt væri að félgar væru sjálfbjarga ræðarar, það er nálægt BCU 3* og loks léki ég mér stundum að léttrugluðum hugmyndum, svo sem að þjálfa 5-10 manna hóp í eitt ár og þeir sem stæðu þá uppi réru síðan saman umhverfis landið.
Þessi BCU leið sem ég hef verið að fara er illfær vegna þess að hún er samsett úr mörgum litlum námskeiðum, sem erfitt er að sækja héðan. Röðin er þessi:
2* - FSRT björgun - (Canoe Wales aðild) - Coach 1 - 3* kanó - 3* kajak - Fyrsta hjálp - Coach 2 námskeið - kennsluæfingar - Vernd barna (+sakavottorð+ábyrgðartrygging) - Coach 2 próf - 4* (t.d. á sjó) - Kennsla við hæfilegt sjólag (Moderate water endorsement) og er þá ekki allt upp talið.
Það er undirstrikað sem ég er að vinna að nú.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

07 apr 2015 14:58 #8 by Sævar H.
Er stefnt á að gera barna og unglinganám á kayak og kanó að veruleika innan Kaykaklúbbsins. Mikið hefur þetta verið rætt svo lengi sem elstu kayakræðarar muna - en minna orðið úr verki. Ekkert.
Svæðið við Geldinganesið er alveg kjöraðstæður til að koma ungviðinu á flot og róa kayak eða kanó undir leiðsögn og eftirliti.
Er Gísli H. Friðgeirsson með þannig plön í huga ?

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

07 apr 2015 13:07 #9 by Ingi
Ég er tilbúinn að vera í nemendahlutverki ef þig vantar tilraunadýr. Annars er þetta frábært framtak hjá þér Gísli. Við þurfum einmitt þennan vinkil á sportið mundi ég halda.
kv
Ingi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

05 apr 2015 21:24 - 05 apr 2015 21:25 #10 by Gíslihf
Síðustu vikuna í mars var ég á kennaranámskeiði í Hexham í NA-Englandi. Leiðin lá til Glasgow, með 'Lundúna-lest´ til Carlisle, þaðan með ´Newcastle-lest´ til Hexham. Þar er klúbbhús við ábakka við lón, þar sem þetta námskeið var kennt, en það nefnist BCU UKCC Level 2 Coach og var þetta námskeið miðað við Kayak og Kanó.
Námskeiðið stóð í 4 heila daga frá kl. 9 - 17 og var farið tvisvar á dag í galla og bátana til að vinna kennsluæfingar eftir því sem verið var að fjalla um í kennslunni. Við vorum 7 nemendur og voru 5 þeirra í fullri vinnu við að kenna eða aðstoða krakka i mismunandi róðri. Þannig var ég viðvaningur og þau atvinnumenn, en í sumu hafði ég reynslu og getu sem þau þekku ekki og gátum við lært hvert af öðru marga hluti.
Aðalkennarinn býr í seitaþorpi (Bellingham) um 15 mín akstur þarna fyrir norðan og þar gisti ég í farfuglaheimil, sem er mest notað af útivistarfólki sem er að ganga ´the Pennine way´ eða skoða vernduð náttúrusvæði í grenndinni. Þar var gott næði og aðstaða til að lesa og hafa sína hentisemi við að malla og snæða.
Nú liggur fyrir að vinna kennsluæfingar næstu vikur og mánuði, bæði með öðrum og sem ég skipulegg sjálfur og skrái eftir kúnstarinnar reglum áður en eg má fara próf.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum