Stefnumörkun Þingvallarþjóðgarðs

09 apr 2015 11:06 #1 by SPerla
Hvað varðar aðstöðuna okkar, þá er ég MJÖG hlynnt þvi að hún verði með öllu reyklaus!

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

09 apr 2015 10:10 - 09 apr 2015 10:33 #2 by Sævar H.
Við höfum ekki mikinn styrkleika varðandi kayakróðra fyrir landi Þjóðgarðsins. -Kannski 2-3 ferðir alls einkum eftir sumarlok.
Flestir kayakróðrar á Þingvallavatni hafa farið fram frá Hestvík og útí Sandey og í Mjóanes eða Hagavík. Bæði hefur Kayakklúbburinn staðið fyrir svoleiðis og síðan í öðrum hópum.
Semsagt okkur skortir hefð fyrir róðrum í Þjóðgarðinum
Sjálfum finnst mér að Þjóðgarðssvæðið eigi að fá frið fyrir bátaumferð- hún spillir og ekki til ánægju fólks við ströndina í Þjóðgarðinum
Frá sumarróðri á Þingvallavatni á leið frá Hestvík í Sandey
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

09 apr 2015 09:05 #3 by SAS
Róðrarbannið er tilkomið vegna mjög hæpinna ástæðna, eins og sjónmengunar á vatninu vegna litasamsetningar kayakana, auðvelda veiðieftirlit, öryggismál og tryggingarmál höfðu einhver áhrif. Þetta róðrarbann hefur í för með sér mismunun milli mismunandi útivistar, sem ég er mjög vongóður um að verði aflétt og fólki verði heimilt að róa fyrir landi þjóðgarðsins.

kv

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

09 apr 2015 08:12 #4 by Jói Kojak
Bara svona fyrir forvitnis sakir; Af hverju er ródrarbann í landi thjódgardsins? Er thad vegna lífríkisins eda til ad koma í veg fyrir "átrodning"?

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

08 apr 2015 11:43 - 08 apr 2015 12:03 #5 by SAS
Sæll Gísli

Ætli sé ekki best að vísa í fundargerð síðasta aðalfundar

Það er enn til umræðu að koma fyrir geymslugámi(um) fyrir á svæðinu sem Brokey hefur til umráða á Gufunesinu. Enn er eftir að ræða um hvernig okkar aðgengi yrði að svæðinu ofl.

Þetta er eingöngu hugsað fyrir kayaka félagsmanna sem eru lítið sem aldrei notaðir, en eru með geymslupláss í Geldinganesinu og Nautholsvíkinni. Geymsluplássið er takmarkað og við getum ekki bætt mikið meira við það, nema fara annað. Þetta er enn hins vegar enn á byrjunarstigi, ekkert hefur verið ákveðið.

En hvernig lýst ykkur á að aðstaðan okkar í Geldinganesinu verði reyklaus með öllu?

kv

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

08 apr 2015 10:45 - 08 apr 2015 10:45 #6 by Gíslihf
Þetta er gott bréf um róður og aðgengi að Þngvallavattni - takk fyrir það.

Einn liður í fundargerðinni þarfnast skýringa eða fréttar um hvað er að gerast:
Skoða þarf að kaupa gám eða gáma og koma fyrir Gufunesinu. Áður þarf að ganga frá aðgengi að slíkum gámum.

Kv. GHF.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

07 apr 2015 22:33 - 08 apr 2015 08:42 #7 by SAS
Undirritaður sat fund um endurskoðun stefnumörkunar Þingvallarþjóðgarðs á dögunum. Á þessum fundi voru hagsmunaaðilar margra félagasamtaka. Hvað varðar hagsmuni kayakræðara, þá er í dag í gildi róðrarbann á Þingvallarvatni fyrir landi þjóðgarðsins, sem við viljum fá breytt. Í kjölfar fundarins var unnin eftirfarandi tillaga af stjórn og send í nafni Kayakklúbbsins, sjá nánar í skjalasafninu okkar .

í skjalasafninu er einnig að finna fundargerðir stjórnar, nýjasta fundargerðin er siðan 26. mars. Til að sjá fundargerðirnar, þá þarf að logga sig inn á vefinn.
kayakklubburinn.is/index.php/klrinn-main...gory/3-fundargerdhir

kveðja
Sveinn Axel

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum