Félagsróður 11.apríl

12 apr 2015 15:43 #1 by Klara
Replied by Klara on topic Félagsróður 11.apríl
Svo má velta fyrir sér, hefði Klöru gengið betur á öðrum báti? Romany er nú ekki spíttbátur. Hvað með árina? Var með grænlenska. Egill var með skóflu og hreinlega flaug áfram á móti vindinum (hann var líka á Romany)....

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

12 apr 2015 11:13 #2 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Félagsróður 11.apríl
Gaman að þessum vindsperringi.
Hér á árum áður þegar ég var að staðsetja mig í kayakróðri og kanna rækilega getu mína við róður í vindi og krappri öldu - þá var ég með vindmæli við þessar tilraunir og þekkingarnám.
Og tilraunasvæðið var Leiruvogurinn frá Geldinganeseiðinu og að Leirvogshólma . Alltaf var ég einn í þessu sem mér fannst mikill kostur við einbeitinguna að verkefninu.
Yfirleitt var um vindsveipi að ræða þ.e ekki jafnstöðu vind. Við 22-23 m/ sek var orðinn mjög lítil framdrift hjá okkur Hasle og mitt mat var að við 25 m/ sek væri ég stopp . Við þessar aðstæður var aldrei um neinn langtíma róður að ræða-stuttar tarnir.
Þetta kenndi mér hvar mín persónulega geta lá og hvað ég gæti lagt á mig í langan tíma við svona vind +krappa öldu aðstæður. Nú liggur getan hjá mér sennilega við 10-12 m/sek og þá í kannski klst. Bókalestur um svona hefur aldrei skilað neinu til mín- verð alltaf að fá raunsatt persónulegt eigið mat- með vindsperringi :P
En takk fyrir umræðuna-öll

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

12 apr 2015 09:54 - 12 apr 2015 10:04 #3 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Félagsróður 11.apríl
Ég held að Klara sé aðeins að grínast þarna með 30 m/s
G. Brown fer ekki hærra en í 20 m/s í töflu sinni um vind og úthald (bls. 91) en þá er öflugum ræðurum fært að róa svo sem 0,5 - 1 km á móti, þar fyrir ofan skrfar hann "SURVIVAL PADDLING seek shelter on land immediately". Við 25 m/s er yfirborðið hulið hvítum úða, sem þýttur eins og skafrenningur. Við 20 m/s geta hviður þó hæglega farið upp í 30 m/s og þá er best að snúa upp í og andæfa, jafnvel þótt eitthvað rek sé aftur á bak. Það væri mjög erfitt að snúa án þess að velta og sá sem sleppir bátnum mun sjá hann rúlla frá sér með særokinu.
Þegar GPS slóðin er skoðuð sést að þið voruð skammt undan horninu á Geldinganesi þar sem það nær lengst til norðurs og í "skjóli" af SV vindi sem var yfir nesinu kl 10, en það segir að þið hafið fengið afar harðar vindhviður inn á milli. Það var við þetta horn í SV hvassviðri sem Örlygur æpti á okkur Perlu í svarta myrkri: "Bakka!" en þá vorum við komin 1-2 bátslengdir út í vindinn með stefnuna á Þerney.
Að lokum vil ég hrósa ykkur fyrir að hafa haldið hópinn og róðrarstjóra (SAS) fyrir að hafa snúið við.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

11 apr 2015 16:12 #4 by Klara
Replied by Klara on topic Félagsróður 11.apríl
Þegar við snérum við þá var ég búin að puða á sama stað í ca. 10-15 mín. Hreyfðist ekkert úr stað og leið eins ég væri á esk hlaupa/róðrarbretti. Það hafa ábyggilega verið 30 m/s á þeim bletti sem ég var á :)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

11 apr 2015 15:49 #5 by SAS
Replied by SAS on topic Félagsróður 11.apríl
Þarf að fara taka vindmælinn með í róðra, Við fórum hægt yfir og vindurinn jókst eftiir sem við náðum vestar. Róðurinn endaði í 5 km og róðrarleiðin var eftirfarandi:

Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

11 apr 2015 15:18 #6 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Félagsróður 11.apríl
Ef horft er á samtímavindstefnu á svæðinu þá hefur landslagið afgerandi áhrif á stefnuna samkv. mælistöðvum T.d er vindstrengurinn vestanmegin við Úlfarsfellið því sem næst 90 ° á stefnu vinds á Geldinganesi og svipað við Skrauthóla undir hlíðum Esjunnar. Og þegar vindur fer yfir eyjarnar þá verður strengurinn alltaf meiri eftir að hafa farið yfir og þá í dálítilli fjarlægð. Ekkert af svona kemur fram á þessum grófu spákortum . Þetta þarf maður sjálfur að- spá í með tilliti til umhverfisins.... Af svoleiðis hef ég mjög langa reynslu- hér og þar. Hér í kringum Hafnarfjörð er frekar lítið um svona frávik nema þegar vindur fer yfir land og þá er ég að tala um fyrir sjófarendur. Áltanesið er öflugt með svona í norðanátt - SV megin o.s.frv. og í sunnan átt skammt utan strandar.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

11 apr 2015 14:55 #7 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Félagsróður 11.apríl
Tökum eftir að vindsefnan er úr SV þar kl. 10, það er mikið annað en NNV skv. spánni.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

11 apr 2015 14:42 - 11 apr 2015 22:13 #8 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Félagsróður 11.apríl
Það hefur verið strengur þarna við norðurströnd Geldinganessins þegar tekin er ákvörðum um að snúa við.
Í þessari vindátt NNV 16-20 m/sek samkv. mæli á hæstubungu og miðju Geldinganesi - þá hefur ábyggilega verið 20-25 m/sek hjá róðrarfólkinu þarna á Þerneyjarsundi. Mér finnst það mjög líklegt vegna þessa að vindstrengurinn herðir á sér í sundinu milli Þerneyjar og Geldinganessins . T. d voru 19 m/sek yst á Kollafirði þar sem svipað fyrirbrigði er mælt í svona hröðunarstreng.
Bara svona innlegg í veður og vind ;)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

11 apr 2015 13:45 - 11 apr 2015 14:55 #9 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Félagsróður 11.apríl
Spákortið sýndi NNV um 12 m/s fyrir hádegi en mælirinn á Geldinganesi er í enn meiri vestanátt
www.vedur.is/vedur/athuganir/kort/hofudb...vaedid/#station=1480
og svipuð hegðun kemur fram á mæli við Akrafjall.
www.vedur.is/vedur/athuganir/kort/faxafloi/#station=31572
Trúlega er þetta hegðun í vindi sem straumræðarar þekkja vel, iður eða 'eddy'.
Það er þá spurning hvers vegna veðurspáin getur ekki gert ráð fyrir slíku?

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

11 apr 2015 12:40 #10 by SAS
Replied by SAS on topic Félagsróður 11.apríl
Það voru 6 sem mættu í morgun. Lagt var út austan megin og stefnan sett á Geldinganeshring, planið var að byrja róðurinn á móti rokinu og enda svo í öldufimi við Fjósakletta. Reyndin varð önnur, snérum við þegar við vorum langt komin með norðurstöndina og lensuðum til baka. Vindur skv. Veðurstofunni var 16m/s og hviður 20 m/s. Þeir sem mættu í puðið voru SAS, Gunnar Ingi, Klara, Perla, Egill og Guðm. Breiðdal

kv
Sveinn Axel

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

10 apr 2015 10:33 #11 by SAS
Félagsróður 11.apríl was created by SAS
Undirritaður er róðrarstjóri á morgun. Það mun blása nokkuð á okkur, skv. veðurspám, sem segja N-NV, 12-18 m/s og hiti 1-2 gráður.
Ákveðum róðraleið á pallinum í fyrramálið, ef NV áttin verður ofan á, þá má örugglega leika sér eitthvað við Fjósakletta, Háflóð er rétt fyrir kl 11:00. Mæli með hjálmanotkun í svona aðstæðum.

kv

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum