Sæl verið þið
Húsnæðisnefnd stefnir á vinnudag laugardaginn 25. apríl næstkomandi.
Takið daginn frá, en þetta verður með svipuðu sniði og í fyrra.
Byrjum kl 10 og geri ráð fyrir að Ingi grilli kótelettur í lokin
kv nefndin
Flott væri ef menn melduðu sig hér, þannig að við sjáum hvað á að kaupa mikið af kótelettum
VERKEFNALISTINN ER CA. svona
Endilega koma með hugmyndir um það sem mætti græja eða hreinlega taka það að sér.
1) Mála gámana, veggjakrotið, ryðbletti og þök. (leggja áherslu á þetta)
Fara á alla gáma með sporjárn og slípa, rispa burtu allt ryð eins og unnt er. Grunna með fljótþornandi ætigrunni og lakka yfir með gráa litum okkar.
2) Taka til í klúbbbátagámum og græja rekka undir dót.
Fara í gegnum dótið, reyna að græja varnalega, raða og koma þessu snyrtilega fyrir
3) Fara yfir opnun allra gáma:
Sumir mjög stífir, sérstaklega þegar frost er. Smyrja lamir á öllum gámunum og skoða hvort þarf ekki að taka þéttingar við gólf. Sumir gámarnir eru mjög stífir vegna þess að þeir sitja á þessum þéttingum, spurning um að slípa af gúmmiþéttingum með slípiskífu í slípirokk ??
4) Bátageymslugámar.
Taka alla báta út og þrífa sópa vel út úr öllum gámum.
5) Slípa innan úr mannopum á klúbbbátunum.
Þetta var gert við tvo báta í fyrra, gera við fleiri báta.
6) Moka sandinn frá pallinum og slétta með hrífum framan við gáma. (gera snyrtilegt)
7) Bera fúavörn í pallinn, rekkverkið og bekkinn. (svona bara til að láta þetta líta vel út)
8) Taka til á nærsvæði við aðstöðuna,
tína rusl og hreinsa til, taka saman þangið sem er á víð og dreif um allt og safna sama í haug (fáum svo hverfastöðina til að taka þettað fyrir okkur)
9) Þrífa aðstöðugámana, opna og spúla vel út úr öllum gámum.
10) Fara í gegnum búnað klúbbsins, galla, báta og annað og tryggja að græjurnar séu í góðu ástandi
11) Kaupa salernispappír, kaffipúða, kex ofl.
???