Vorróður með Gálgahrauni

10 apr 2015 19:00 - 10 apr 2015 20:20 #1 by Sævar H.
Við þessir óæðri kayakræðarar stjörnulausir og án BCU tökum stöku sinnum spretti.
Ég fór í einn svoleiðis í dag og lagði upp frá bryggjuhverfinu í Arnarnesvogi og lagði leið um Hraunsvík ,með Gálgahrauni allt suður fyrir Hrauntanga og þveraði síðan Lambhúsatjörn á bakaleiðinni.
Mikið var af margæs þarna en hún kemur frá Írlandi í byrjun april og dvelur hér til 10 maí við fitusöfnun.
Síðan leggur hún upp í 3000 km langt flug til NA Kanada þar sem hún verpir.
Hæst flýgur hún í 2400 metra hæð.
Hún er 3 sólahringa að fljúga þetta.
Merkilegur fugl margæsin.
Veðrið hjá mér var fremur þungbúið og 0 °C hiti vindur 6-10 m/sek - hvassast í lokin.
Þetta varð um 8.6 km róður og tók mig um 1:50 klst.

Og til fróðleks og skemmtunnar þa´er hér myndir
Róðrarleiðin

Gálgaklettur

Á meðan dauðarefsingar giltu á Íslandi þá voru sakamenn hengdir þarna í Gálgakletti
Attachments:
The following user(s) said Thank You: Ingi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum