Þegar veður spáin lá fyrir í gærkvöldi plönuðum við Hörður Kristinson og ég kayakróður í vorblíðunni sem spáin gekk útá.
Við' lögðum upp frá eiðinu um hádegisbil og rérum SV út Eiðsvíkina um Fjósakletta og í Viðey.
Tókum land í Virkisfjöru og höfðum pásu. Síðan var farin sama leið til baka- alls um 8.6 km róður.
9 °C hiti var í lofti, 4-9 m/sek SSA andblær -sjólaust utan smábárur sem vorþeyrinn kom af stað.
Hvað mig snertir er þetta besta veður sem gert hefur til svona brúks frá í október á sl. ári- hvorki meira né minna.
Það er sem sagt óhætt að fara að renna á flot