Það gefur illa á sjó um helgina vegna vindsperrings hér og þar á róðrarsvæðum. Aflýst í Borgarfjörð
Á morgun verður SA hvasst 12-18 m/sek og enn hvassara á sunnudag SA 14-20 m/sek
Það verður að grípa tækifærin þegar þau gefast.
Fór í um 7 km hringsól í dag við Geldinganes í S 8-12 m/sek, en annars gott veður.
Ætlaði Geldinganeshring en sneri frá við Norðurnesið- treysti ekki á þá grænlensku í öldufarið þar . Hún er fremur viðnámslítil svona 80 m.m breitt blað og áratök því nokkuð máttlaus . Þarf að vera með Werner árina í öldu.
Kannski að breikka blaðið á þeirri grænlensku í > 90 m.m .
Síðan var bara hringsólað inni á Leiruvogi í vaxandi öldu þar. Þó Veður .is segði sunnan - þá breytir landslagið vindi í fleiri átta stefnu
Myndir hafi einhver áhuga fyrir svoleiðis