Félagsróður 18. apríl

18 apr 2015 18:19 - 18 apr 2015 19:08 #1 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Félagsróður 18. apríl
Já, nöfnin á þessum Kollafjarðaeyjum .
Talið er að Engey dragi nafn sitt af góðu engjalandi sem þar var og vel nýtt.
Akurey er skýrandi fyrir akuryrkju sem þar var stunduð fyrrum
Lundey er að sama skapi skýrandi fyrir nytjafuglinn góða lundann sem þarna hefur átt heimkynni í áraþúsundir
Þerney dregur klárlega nafn sitt af kríunni sem er af flokki þerna
Geldinganes er komið til af geymslu geldneyta sem þar voru höfð einkum frá Viðeyarbændum - en konungsfálkar sem aldir voru í Viðey höfðu fóður sitt af nautakjöti- konungleg fæða .
Þá er það Viðey um það nafn hef ég ekki rekist á sennilega skýringu . Þórsnesið er klárlega frá heiðni og bendir til mikilvægis heiðni í Viðey frá upphafi. Hvort orðið Viður sem annað heiti á Þór og Viðey dragi þaðan nafn sitt ?? Gæti vel verið. Síðan er það spurning hvort Viðey hafi í landnámi verið mjög viði vaxin og dregið nafn af því - svona eins og hinar eyjarnar af náttúru sérkennum þeirra. Ólíklegt er að rekaviður hafi verið þarna - umtalsvert - en gæti verið og nafnið þannig til komið....?
En eftir stendur að Akurey,Lundey, Þerney.Geldinganes draga nöfn af náttúru eða nytjum.

Gaman að þessu

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

18 apr 2015 17:14 #2 by Orsi
Replied by Orsi on topic Félagsróður 18. apríl
Gaman að þessu Sævar. Það voru ágæt skipti - úr því sem komið var - að taka féló í stað Borgarfjarðar. En þú nefnir Þórsnes og Kvennagönguhóla, og þá má skjóta að útskýringum á þessum örnefnum; Á Þórsnesi er talið að hafi verið blótstaður Þórsdýrkenda í heiðni, en Viður er annað Þórsheiti og þar með komin sennileg útskýring á sjálfu Viðeyjarnafninu. Kvennagönguhólar er síðan yngra örnefni, og vísar til verkaskiptingar kvenna og karla við eggjatöku með því að karlar sigu í björg en konur gengu í hóla og tíndu egg úr holum. Síðan er það Viðeyjarsundið sem nú er aðeins um 800 metra breitt, en var 1,6 km á breidd áður en landfyllingar hófust, þannig að þið fermingardrengir hafið fengið að reyna róður þegar þetta var álitlegri vegalengd.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

18 apr 2015 16:13 - 18 apr 2015 16:19 #3 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Félagsróður 18. apríl
Góðar myndir hjá þér , Örlygur – ágætlega skýrar og bjartar þó þungbúið hafi verið í lofti-takk fyrir það
Þegar ég horfi á myndir þá skoða ég fyrst hvort ég sé sjálfur á mynd- svo er ekki þarna því ég mætti ekki í róður.
En þá er það margt annað sem auga á festir.
Hjá mér er það æfingastaðurinn ykkar þarna vestan við Þórnesið.
Þeim stað kynntist ég fyrst strákur um fermingu. Þá um hvítasunnu fengum við fjórir jafnaldrar lánaðan árabát til útilegu um hátíðina í Viðey.
Lagt var upp frá Vatnagörðum –þar sem nú er athafnasvæði Eimskip í Sundahöfn.
Og við rérum þvert yfir Viðeyjarsund sem þá var miklu breiðara en nú er , og lentum í fjörunni góðu á Hrafnasandi- og settum bátinn upp fyrir flóðalínu.
Síðan var allur viðlegubúnaður borinn upp að austurhlíð Kvennagönguhóla og tjaldað þar.
Krían var nýlokin við fyrsta varp svo að þá hófst eggjatínsla sem hluti af mat okkar.
Okkur hafði borist til eyrna að kríuegg væru einkar góð fyrir púnginn á fermingardrengjum- okkur þótti það heilræði. Við átum mikið af kríueggjum.
Og tíminn var notaður í að kanna gamla þorpið sem var við Sundabakka -t.d var Skólahúsið alveg heilt og með öllu – grindurnar á veggjunum í leikfimisalnum voru flottar til æfinga .
Síðan var farið út á Þórsnes með sundfötin – klifrað út á klettinn og stungið sér til sunds og synt þarna um – þar sem þið voruð að kayakast áðan.
Flottur sundstaður- ber eða á skýlunni.
Og síðan var þvælst víða um Viðey. Þá var búskapur í eynni – beljur,hestar og nokkrar kindur.
Við þekktum ábúanda vel það sem hann lenti alltaf í Vatnagörðum með afurðir eða fór með neysluvörur heim í eyna.
Þetta voru semsagt dýrðar dagar okkar strákanna alla Hvíasunnuna í Viðey.
Árið var 1952, eftir krist.
Og síðan var róið í land eftir hádegi á annan í hvítasunnu.
Engin björgunarvesti voru þá til-nema í stórum farþegaskipum-engin blys-engar talstöðvar og enginn sími –nema hjá ábúandanum í Viðey.
Sennilega væru foreldrar –í dag- settir í tugthús fyrir að leyfa börnum að fara í svona ævintýraútilegu.
En þá þótti þetta merki um verðandi manndómsmenn- sem við vorum :P

Biðst velvirðingar á þessum kjaftavaðli ;)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

18 apr 2015 15:54 - 18 apr 2015 15:59 #4 by Ingi
Replied by Ingi on topic Félagsróður 18. apríl
vedur.mogt.is/harbor/?action=Charts&stationid=1004
hár loftþrýstingur og stórstreymt valda óvenjumikilli fjöru í dag..

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

18 apr 2015 14:45 #5 by Andri
Replied by Andri on topic Félagsróður 18. apríl
Skemmtilegur róður,
Bestu þakkir til félaganna fyrir að taka þátt í "prógraminu"

Við komum í land á háfjöru og utarlega var fjöruborðið fullt af kræklingi.
Ég týndi í poka og borðaði magafylli af kræklingi í hádegismat. Frábær matur og alveg laus við sand, þetta geri ég aftur.
Held að reglan sé að borða ekki krækling í mánuðum sem innihalda bókstafinn "r" vegna þörungamengunar. Ef það er rétt þá fer hver að verða síðastur að tína fyrir sumarið.

Kv,
Andri

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

18 apr 2015 14:00 #6 by Orsi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

18 apr 2015 13:59 - 18 apr 2015 14:03 #7 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Félagsróður 18. apríl
Um 12 bátar á sjó og leiðin lá um Fjósakletta suður fyrir Viðey að ferjubryggjunni og til baka.
Tveir, sem stefna á 4ra störnu sjógæd, Andri og Highwell?, eru í þjálfun hjá Magga og þeir skiptust á að leiða hópinn.

Við áttum að hegða okkur eins og 3ja stjörnu ræðarar, en Andri segist aldrei hafa kynnst jafn slökum hópi þriggja stjörnu ræðara. Það liðu varla 5 mínútur milli þess að eitthvað vandamál kom upp það síðasta var að Örlygur missti stjórn á tilfinningum sínum, henti árinni frá sér, fórnaði höndum og valt með tilþrifum, sparkaði frá sér bátnum og horfði á eftir honum renna frá sér í austan 10 - 12 m/s.
Andri kallaði þá nokkra af þessum slöku 3ja stjörnu ræðurum til björgunarstarfa og munu þeir hafa leyst þau vel af hendi þótt ótrúlegt kunni að virðast.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

18 apr 2015 08:41 #8 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Félagsróður 18. apríl
Það er bjart og vorlegt í lofti - en nokkuð vindfar á skýjum.
Mælirinn í Geldinganesi er óvirkur sem oftar.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

17 apr 2015 20:41 - 18 apr 2015 08:40 #9 by Gíslihf
Það verður fjara kl. 1205 og spáð er um 10 m/s SA skýjað en að mestu þurrt og hlýtt.
Þetta er ágætt til æfinga en þó heldur mikill vindur fyrir byrjendur.

Maggi verður með nemendur í æfingum fyrir leiðsögn (4* gæd) og vill þá væntanlega fá okkur til að leika hópinn sem verið er að fara með.

Við komum okkur saman um þetta á pallinum.
Mæting kl. 9:30 við Geldiinganes.

Kv. Gísli H F.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum