Upphitun og teygjur

20 apr 2015 19:27 #1 by bjarni1804
Replied by bjarni1804 on topic Upphitun og teygjur
Heil og sæl öll
Fyrir margt löngu las ég um rannsókn sem gerð var hjá Ástralska hernum um gagnsemi teyginga og kom mér þá á óvart, því það var í öndvert við það, sem manni hafði verið kennt í sportinu í den.
Niðurstaðan var sú, að það væri gagnslítið að teygja fyrir átök, en mjög gagnlegt eftir þau.
En svo eru teygjur nú oftast einhver hluti af upphituninni og hver hefur þar sinn hátt á.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

19 apr 2015 18:26 #2 by Guðni Páll
Replied by Guðni Páll on topic Upphitun og teygjur
Þetta er hárrétt hjá þér Gísli auðvitað eigum að hugsa þetta eins og íþróttarfólk hita aðeins upp og teyja á vöðvum eftir átök.
Það er hægt að finna allskonar uppl um upphitun og teygjur fyrir kayak ræðara á hinum ýmsu heimasíðum.

paddling.about.com/od/techniquemaneuvers...ips-For-Kayakers.htm

Kv Guðni Páll

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

19 apr 2015 13:58 - 19 apr 2015 14:52 #3 by Gíslihf
Upphitun og teygjur was created by Gíslihf
Það hefur hver sinn háttinn á fyrir róður til að búa líkamann undir átök. Ef ég væri að þjálfa aðra mundi ég hafa það þannig:
Upphitun fyrir róður:
1. Hreyfing til að auka tíðni hjartsláttar
2. Varfærnar æfingar um allt hreyfingasvið helstu liðamóta
Kæling eftir róður:
3. Rólegar, létar hreyfingar í lok róðurs eða á landi eftir róður
4. Teygjur á meðan skrokkurinn er enn heitur

Um nr. 1: Að vera sveittur eftir að koma sér í gallann kemur ekki í staðinn fyrir upphitun. Aukinn hjartsláttur kemur blóðinu á hreyfingu um allan skrokkinn, t.d. upp í axlir og aðra liði sem eru e.t.v. ekki alltaf vel nærðir eða "smurðir". Síðan hefst róður jafnvel móti vindi með átökum til að reka ekki aftur upp í fjöruna og við misbjóðum öxlum.
Um nr. 2: Harkalegar teygjur í byrjun geta valdið meiðslum og tjóni á óhituðum líkama.
Um nr. 3: Stundum endum við með kappróðri alveg upp í fjöru, það er ekki heppilegt.
Um nr. 4: Um þessar teygjur gilda almennar reglur eins og að vera innan sársaukamarka, halda í t.d. 30 s og vinna með þau svæði sem nýtast best í viðkomandi sporti.
PS: Ég er enginn sérfræðingur í þessu efni, en held að þetta sé almennt viðurkennd þekking um líkama og þjálfun. Ef einhver vill leiðrétta eða leggja orð í belg er það fínt.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum