Það hefur hver sinn háttinn á fyrir róður til að búa líkamann undir átök. Ef ég væri að þjálfa aðra mundi ég hafa það þannig:
Upphitun fyrir róður:
1. Hreyfing til að auka tíðni hjartsláttar
2. Varfærnar æfingar um allt hreyfingasvið helstu liðamóta
Kæling eftir róður:
3. Rólegar, létar hreyfingar í lok róðurs eða á landi eftir róður
4. Teygjur á meðan skrokkurinn er enn heitur
Um nr. 1: Að vera sveittur eftir að koma sér í gallann kemur ekki í staðinn fyrir upphitun. Aukinn hjartsláttur kemur blóðinu á hreyfingu um allan skrokkinn, t.d. upp í axlir og aðra liði sem eru e.t.v. ekki alltaf vel nærðir eða "smurðir". Síðan hefst róður jafnvel móti vindi með átökum til að reka ekki aftur upp í fjöruna og við misbjóðum öxlum.
Um nr. 2: Harkalegar teygjur í byrjun geta valdið meiðslum og tjóni á óhituðum líkama.
Um nr. 3: Stundum endum við með kappróðri alveg upp í fjöru, það er ekki heppilegt.
Um nr. 4: Um þessar teygjur gilda almennar reglur eins og að vera innan sársaukamarka, halda í t.d. 30 s og vinna með þau svæði sem nýtast best í viðkomandi sporti.
PS: Ég er enginn sérfræðingur í þessu efni, en held að þetta sé almennt viðurkennd þekking um líkama og þjálfun. Ef einhver vill leiðrétta eða leggja orð í belg er það fínt.