Ég get lítið fullyrt um það hvort einhvað af slökkviliðs, sjúkraflutninga eða lögreglumenn hafi einhvað sótt ww rescue námskeið. En ég veit að það er tölverður fjöldi og sífelt stækkandi hópur björgunarsveitamanna og kvenna sem hafa farið á námskeið hjá Jóni Heiðari og Dóra. En margir þeirra eru líka starfandi í fyrrgreindu hópunum.
Bara í dag þá sá ég frétt á netinu af kayakmanni sem verið er að leita af við svona drápsstíflu í USA. Þar lentu björgunaramenn í ruglinu og hvolfdu tveim björgunarbátum og einhver af þeim var nærri drukknaður.
Hér er fréttin og myndskeið
Þarna er einmitt svona "lowhead dam" með gríðarlega kröftugu bakstreymi, og á einni myndini má sjá kayakin sem gæin hafði verið á og hann er bara að damla þarna mörgum klukkustundum eftir að maðurinn lenti í ógeðinu.
Einn af þeim sem fóru til að leita af manninum lést þegar bátunum sem björgunarmennirnir voru á hvolfdi. Af myndum lítur þetta voða sakleysislega út en vatsflaumurinn er tölvert mikill þarna og bakstreymið alveg gríðarlega öflugt.
Kv. Gummi J.