Stíflur

28 apr 2015 17:55 #1 by Jói Kojak
Replied by Jói Kojak on topic Stíflur
Flott myndband Gummi.

Skýrir vel hvað um ræðir.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

28 apr 2015 09:33 - 28 apr 2015 09:35 #2 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Stíflur
Þetta er mikil pæliing og frábært að horfa á þessa fræðslumynd og slæmt að vita hve mikil vanþekking er á aðstæðum, eins og t.d. þegar bátur björguarmanna fer yfir boil-línuna neðan frá og sogast í iðuna.
Umfjöllunin virðist miðast mikið við hermilíikan sem er á rannsóknarstofu, þar sem rennsli, halla og stífluvegg er breytt til og frá. Það eru þó allt breytingar í lóðréttu sniði en engar í láréttu sniði. Ég er að hugsa um að stíiflan er alltaf bein og hornrétt á rennsli árinnar. Í náttúrunni er þetta alla vega, fossinn getur verið eins og skálína miðað við ána eða verið eins og V eða U upp eða niður strauminn og það hélt ég að værii besta leiðin til að breyta svona aðstæðum.
Auk þess er hægt að vinna með botninn, en það kann að bregðast vegna efnisflutninga á botni eins og myndin sýnir.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

27 apr 2015 21:43 #3 by Gummi
Replied by Gummi on topic Stíflur
Hér er gott skýringarmyndskeið sem sýnir hvernig þetta virkar frá A til Ö

Kv. Gummi J.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

27 apr 2015 19:49 - 27 apr 2015 19:56 #4 by Gummi
Replied by Gummi on topic Stíflur
Ég get lítið fullyrt um það hvort einhvað af slökkviliðs, sjúkraflutninga eða lögreglumenn hafi einhvað sótt ww rescue námskeið. En ég veit að það er tölverður fjöldi og sífelt stækkandi hópur björgunarsveitamanna og kvenna sem hafa farið á námskeið hjá Jóni Heiðari og Dóra. En margir þeirra eru líka starfandi í fyrrgreindu hópunum.

Bara í dag þá sá ég frétt á netinu af kayakmanni sem verið er að leita af við svona drápsstíflu í USA. Þar lentu björgunaramenn í ruglinu og hvolfdu tveim björgunarbátum og einhver af þeim var nærri drukknaður.
Hér er fréttin og myndskeið

Þarna er einmitt svona "lowhead dam" með gríðarlega kröftugu bakstreymi, og á einni myndini má sjá kayakin sem gæin hafði verið á og hann er bara að damla þarna mörgum klukkustundum eftir að maðurinn lenti í ógeðinu.
Einn af þeim sem fóru til að leita af manninum lést þegar bátunum sem björgunarmennirnir voru á hvolfdi. Af myndum lítur þetta voða sakleysislega út en vatsflaumurinn er tölvert mikill þarna og bakstreymið alveg gríðarlega öflugt.


Kv. Gummi J.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

27 apr 2015 18:49 #5 by Jói Kojak
Replied by Jói Kojak on topic Stíflur
Nú veit ég ekki hver hefur umsjón með svona stíflum. Eru það bæjarfélögin eða einhver annar?

Allavega held ég að það væri sniðugt að vekja athygli á hættunni sem leynist við svona staði.

Mig minnir endilega að það hafi verið farið í gegnum þetta bæði á rafting námskeiðinu á sínum og líka á straumvatnsbjörgunarnámskeiðinu.

Mér finnst stundum svolítið skrýtið að sjá myndir frá svona vettvangi í fjölmiðlum. Fæ svolítið á tilfinninguna að það vanti eitthvað uppá kunnáttuna við þessar aðstæður.

Veit þú eitthvað um hvort björgunarsveitir og/eða slökkvilið hafa farið í gegnum ww rescue Gummi?

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

26 apr 2015 14:44 #6 by Gummi
Replied by Gummi on topic Stíflur
Einmitt fyrsta myndin hjá Jóa er nákvæm eftirmynd af stífluni í Hafnarfirði. Það eina sem þyrfti að gera væri að fylla í laugina undir affallinu og búa til kröftugt rennsli yfir laugina og beint niður í farveginn, sleppa öllum svona laugum. En þarna í hfj er greinilega verið að safna vatni fyrir laxastigan við hliðana á affallinu. Ef þeir ætla að vera áfram með þessa stíflu þá þurfa þeir að endurhugsa hvernig vatnið hegðar sér við svona manngerðar stíflur. Það er bunki af mönnum búnir að mennta sig í fræðunum og ég held að þeir ættu að skipta liði og skoða aðstæður við svona stíflur og koma með álit um hvað betur mætti fara. Stíflan í Hafnarfirði er ekkert einsdæmi á landinu, svona afföll er að finna um allt land.

Kv. Gummi J.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

26 apr 2015 11:41 - 26 apr 2015 11:54 #7 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Stíflur
Takk fyrir þetta innlegg Jóhann.
Straumkayakfólk þekkir þessa hættu og læra að varast slíka staði. Þeir sem hafa unnið við flúðasiglingar og farið á öryggisnámskeið hafa væntanlega líka lært að greina hvaða yfirföll eru gildrur og hver skila bráðinni fljótt til hliðar eða áfram niður. Bretar kalla slíkar manngerðar stíflur "weir" og þeir sem fá tilsögn í straumróðri fá fræðslu til að varast þær. Það er sárt að þessi þekking margra hafi ekki skilað sér út fyrir hópinn - og viðkomandi yfirvöld gerðu sér enga grein fyrir hættunni.

Það ætti að vera ljóst hvaða breytingar þarf að gera á stíflunni við lækinn í Hafnarfirði til að yfirfallið myndi ekki gildru.
Getum við ekki boðið fram þekkingu okkar til að koma auga á slíkar hættur í tíma?
Þær kunna að leynast víðar og þá þarf að sjá fyrir sér aðstæður í leysingum þegar rennslið er mikið?

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

26 apr 2015 07:32 #8 by Jói Kojak
Stíflur was created by Jói Kojak
Ég fór aðeins að velta því fyrir mér í kjölfar slyssins í læknum í Hafnarfirði hvað maður hefur verið heppinn í gegnum tíðina. Þegar ég byrjaði fékk ég nokkur tips frá þeim eldri en í dag man ég bara tvö; Forðast manngerðar stíflur (low head dam) og alltaf róa hraðar en vatnið.
Síðan eru liðin mörg ár og ég get staðfest að það er einmitt ekki alltaf nauðsynlegt að róa hraðar en vatnið. Frekar að nýta sér það sem er að gerast í vatninu til að komast þangað sem maður vill fara.
En þetta með stíflurnar stendur enn. Það sem gerðist í Hafnarfirði virðist vera skólabókardæmi um það sem gerist þegar fólk lendir á sundi á svona stöðum. Og þeir leynast víðar en akkúrat við manngerðar stíflur. Gott dæmi um svona stað er t.d. vinstra droppið í Ytri-Rangá (minnir að það heiti Skógafoss eða e-ð álíka) þar sem menn og konur tuskuðust niður með mjög misjöfnum árangri hér áður fyrr, vitandi einmitt það að ef maður kæmi á hlið fram af kantinum þá þýddi það sund. Þvott og sund.

Læt fylgja með myndir sem ég fékk lánaðar af netinu sem útskýra betur hvernig svona virkar og minni á að þessir staðir láta ekki alltaf mikið yfir sér.
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum