Morgunblíða

29 apr 2015 14:05 - 29 apr 2015 14:05 #1 by Guðni Páll
Replied by Guðni Páll on topic Morgunblíða
Þetta hlítur þá að vera Helsingji. Sá þennan hóp í gær og hann er alltof stór fyrir hóp af Kandagæsum. Ef þetta er sami hópur.

kv Gp

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

29 apr 2015 13:03 #2 by SAS
Replied by SAS on topic Morgunblíða
Margæsin er með hvítan lit á hálsi og það hafa verið nokkur pör af Margæs við Geldinganesið síðustu tvær vikur Þessi lýsing hans Gísla á mögulega við flækinga eins og Helsingja eða Kandagæs

kv

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

29 apr 2015 11:54 #3 by Guðni Páll
Replied by Guðni Páll on topic Morgunblíða
Ég ætla einmitt að skella mér í síðdegisróður á eftir.
En þetta er Margæs sem er flækingur. Hún fer væntanlega til Grænlands fljótlega.

kv Gp

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

29 apr 2015 11:40 - 29 apr 2015 11:44 #4 by Gíslihf
Morgunblíða was created by Gíslihf
Ég reri umhverfis Geldinganes í morgun sem ekki er í frásögur færandi. Nú er blíðan komin, einum degi of seint fyrir vorferðina um Kjalarnes, sól, logn og sléttur sjór og fjörurnar fullar af fuglalífi.
Þrennt vakti athygli mína:
  • Sjór var (þunnum) ísi lagður út að gömlu bryggjustaurunum
  • Allmiki rusl var á víð og dreif í fjöru og brekku austan í Geldinganesi
  • Á sömu slóðum sá ég nokkur gæsapör af tegund sem ég hef ekki séð áður. Stærð á við heiðagæs, svartar á baki og bringu, vottar fyrir hvítum kraga á hálsi, kviður hvítur aftur á stél.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum