Ég reri umhverfis Geldinganes í morgun sem ekki er í frásögur færandi. Nú er blíðan komin, einum degi of seint fyrir vorferðina um Kjalarnes, sól, logn og sléttur sjór og fjörurnar fullar af fuglalífi.
Þrennt vakti athygli mína:
- Sjór var (þunnum) ísi lagður út að gömlu bryggjustaurunum
- Allmiki rusl var á víð og dreif í fjöru og brekku austan í Geldinganesi
- Á sömu slóðum sá ég nokkur gæsapör af tegund sem ég hef ekki séð áður. Stærð á við heiðagæs, svartar á baki og bringu, vottar fyrir hvítum kraga á hálsi, kviður hvítur aftur á stél.