Kanóæfingar næstu daga

01 maí 2015 19:00 - 01 maí 2015 19:01 #1 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Kanóæfingar næstu daga
Það er spáð sömu blíðunni á laugardag og sunnudag.

Ég er til í æfingar og kennslu á sjókajak eða kanó eins og í dag ef einhver vill nýta sér það frítt.
Með því held ég áfram að bæta línum í loggbókina til þess að komast í kennarapróf-2 vonandi í haust. Hjá Bretanum heitir það "Level 2 Certificate in Coaching Paddlesport" og á vonandi eftir a nýtast hér heima.

Gísli H F
822-0536
gislihf@simnet.is

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

01 maí 2015 15:30 #2 by Jónas G.
Replied by Jónas G. on topic Kanóæfingar næstu daga
Þetta var þessi fína æfing í morgun í blíðunni, gaman að prufa þetta, hérna eru nokkrar myndir ef einhver vill skoða.
Kv. Jónas

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

30 apr 2015 20:11 #3 by Jónas G.
Replied by Jónas G. on topic Kanóæfingar næstu daga
Mæti líka um 10 leitið, sjáumst þá.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

30 apr 2015 19:39 #4 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Kanóæfingar næstu daga
Ég er upptekinn síðdegis, þannig að það er betra fyrir mig að byrja ekki mjög seint.

Ég mæti með kanóinn kl. 10 og klár á sjó kl. 10:30 í fyrramálið.

Veður verður stillt sem er mikilvægt fyrir kanó - en kalt sem við erum vön og erum vel gölluð.
Við verðum bara þarna rétt í kringum Eiðið, þannig að ef þið komið aðeins seinna verður auðvelt að sjá hvar ég er.
Það er smá kúnst að róa kanó sóló þannig að hann fari beint áfram, við sjáum hvort ég get kennt ykkur það.

Sjáumst.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

30 apr 2015 19:14 #5 by SPerla
Replied by SPerla on topic Kanóæfingar næstu daga
er ekki bara fínt að mæta í G-nesið um 11 :)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

30 apr 2015 18:51 #6 by Jónas G.
Replied by Jónas G. on topic Kanóæfingar næstu daga
Ég er til í að koma og sulla aðeins með ykkur, best í fyrramálið ca.10-11 en skiptir samt ekki máli get farið hvenar sem er.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

30 apr 2015 10:43 #7 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Kanóæfingar næstu daga
Ágætt!

Hvaða tími dagsins hentar þér?

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

29 apr 2015 23:36 #8 by SPerla
Replied by SPerla on topic Kanóæfingar næstu daga
Ég var einmitt að hugsa um að fara á sjó á föstudaginn, þannig að ég er til.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

29 apr 2015 23:14 #9 by Gíslihf
Ég þarf að "hita upp" og fara yfir helstu áratökin á kanó í blíðunni við Geldinganes nú fyrir eða um helgina.

Sóló róður er góður og nauðsynleg færni - en sumt þarf að æfa með öðrum þar sem tveir sitja undir árum.
Mig vantar sem sagt félaga.
Þá er hægt að vera með kanóinn og einn kajak á sjó og taka kajakinn í tog þegar það passar, æfa félagabjörgun o.fl.
Hver og hver og vill! :)

Svara hér eða :
gsm 822-0536 gislihf@simnet.is

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum