Ekki vaknaði maður í morgunsárið til að taka þátt í Félagsróðri. En samt var ég kominn um kl 14 út í Geldinganes til að róa smá hring. Veður var flott -heiðskír himinn og sól hátt á lofti. Nokkrar gráður í hita. Vindstrengur var allskonar - á öllum áttum- og alltaf á móti. Róið var frá eiðinu inn í Gorvík og þaðan að Leirvogshölma þar sem hundruð sendlinga og hópur margæsa tók á móti komumanni. Margæsin er orðin spikfeit og að verða klár í sitt 3000 km flug héðan til NA Kanada í einum áfanga. Brottfarardagur er 10 maí . Síðan var haldið inn í Blikastaðakró og að ós Korpu. Þá var stefna sett á nokkuð sömu leið til baka. Þegar í land var komið hitti ég Smára sem var að reyna nýja kayakinn og renndi sér um Geldinganes og Þerney og til baka. Rennireið hjá Smára á glæsibátnum: Þetta varð tæplega 7 km róður hjá mér . Hálf er hún máttlítil sú grænlenska náði 5.5 km/klst mest.
Það voru semsagt 2 einmanna kayakræðarar á ferð eftir hádegi.
Fáeinar myndir frá glæsileikanum
plus.google.com/photos/11326675796839424.../6144728121954166881