Flokkun báta í keppnum sumarsins

11 maí 2015 20:26 #1 by olafure
Þú ert að vísa í gömlu reglurnar Gunni, hér eru 2012 reglurnar sem eiga að vera hér einhversstaðar á síðunni:
Keppnisreglur 2012
Palli Gests
Klúbburinn
apríl 04 2012
Skoðað: 704

Keppnisnefnd hefur fjallað um keppnisreglur og ákveðið að gera sem minnstar breytingar á þeim, þó var ákveðið að bæta skilgreiningu á flokkun báta.

Í fyrra var keppt í tveimur flokkum sjókayaka:
• Flokkur-1. Keppnisbátar og brimskíði (þ.m.t. Rapier, Ocean X, Nelo og brimskíði)
• Flokkur-2. Ferðabátar (þ.m.t. Kirton Inuk).
Það getur verið umdeilt hvenær bátur fer yfir mörk þess að vera hraðskreiður ferðabátur eða keppnisbátur. Til að skerpa á flokkuninni var ákveðið að tengja hana við hlutfall lengdar sjólínu (L) á móti breidd sjólínu (W).

Flokkunarkerfi Tom Cartmill byggir á þessu hlutfalli og lýsingu á því má finna á eftirfarandi netsíðum

soundrowers.org/DeterminingKayakClassifications.aspx
www.soundrowers.org/BoatClasses.aspx
www.blackburnchallenge.com/kayak_class.html

Í Tom Cartmill kerfinu eru þrír flokkar:
(a) Sjókayakar, með L/W < 9,25
(b) Hraðskreiðir sjókayakar, með 9,25 ≤ L/W < 11
(c) „High performance“ sjóför, með L/W ≥ 11

Með samanburði á okkar flokkum við kerfi Tom Cartmill má færa rök fyrir því að Flokkur-1 hjá okkur samsvari (c) og Flokkur-2 samsvari (a)+(b).
Keppnisnefnd hefur ákveðið að hafa hliðsjón af hlutfalli L/W við flokkun og miða við að bátar í Flokki-2 hafi hlutfall L/W < 11. Bátar með L/W ≥ 11 eru í Flokki-1.

Þessi skilgreining leiðir til sambærilegrar flokkunar og áður. Nokkur umræða hefur verið um Kirton-Inuk, samkvæmt þessari reglu mun hann enn falla undir Flokk-2 því hann hefur L/W=10,6. Vallay-Rapier 20 hefur L/W= 13,8 og verður því í Flokki-1 eins og áður.

Spurt hefur verið um hvort gerður er greinarmunur á opnum og lokuðum bátum. Keppnisnefnd sér ekki ástæðu til þess að flokka opna báta á annað hátt en lokaða þegar stuðst er við L/W hlutfallið og öryggismál eru í lagi.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

11 maí 2015 14:26 - 11 maí 2015 15:47 #2 by Gunni
Ekki langar mig neitt til að taka þátt í þessari umræðu (en geri samt ;) ) þetta tal fælir frá frekar en hitt.
En á síðunni er þessi grein :http://www.kayakklubburinn.is/index.php/keppnir2/39-keppnisreglur/56-landsmeistari-sjak

Ýta á Keppnir og þá er þar flokkur sem heitir keppnisreglur.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

11 maí 2015 13:14 #3 by olafure
Nýja ferðasurfskiið er mjög ólíkur bátnum þeirra Riians, sá bátur er ekkert spes í öldu en Wave er skemmtilegur í öldu. Held að við ættum að hugsa um tvo þætti, öryggi og hvernig hægt er að fá fleiri í keppnir. Möo að fá fleiri til að stunda þessa íþrótt, yfir 30 klúbbar í kaupmannahöfn einni en í skandinaviu löndunum utan Færeyja er þetta með öflugri íþróttagreinum. Kannski vantar kayaksamband til að halda utan um, kynna og efla starfsemi t.d. á landsbyggðinni.
ÓIafur

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

11 maí 2015 13:02 #4 by Klara
Brælukeppni hljómar skemmtilega. Ég mæti.
Síðan heyrði ég líka þá hugmynd að allir keppendur yrðu á Valley Club bátum með klúbbárar.
Það væri athyglisvert....

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

11 maí 2015 12:52 #5 by Ingi
Mér sýnist að það vanti brælukeppni. Surfski eru hagstæð í sléttum sjó og logni. Vetraæfingar flestra okkar fara fram í misjöfnu sjólagi og krefst annarrar tækni en að róa beint áfram í sömu stellingu. Hvað segið þið um það?
kv
Ingi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

11 maí 2015 11:41 #6 by Sævar H.
Er þetta svipaður bátur og þeir Riaan og co voru á utan þess að þeirra tveggja manna ? Það var öflugur ferðabátur þó róðuirnn hjá þeim umhverfis Ísland hafi verið götóttur í meira lagi.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

11 maí 2015 09:55 #7 by olafure
Takk fyrir góðar umræður öll
Bara svo allt sé á hreinu með þátttöku mína í ferðabátaflokk að í einfeldni minni hélt ég að allir vissu hvað mál voru á Wave 5.5 bátnum. Hann er semsagt 555 cm á lengt og 55 cm breiður sem þýðir hlutfallið 10,09 og því alls ekki hraðasti ferðabáturinn. Það var ekki ásetningur hjá mér að mæta á huldubát í ferðabátaflokk en ég ætti að sjálfsögðu að hafa kynnt bátinn betur til sögunnar en mér hefur bara fundist lítill áhugi fyrir opnu bátunum þannig að ég mætti bara með nýjan bát án kynningar eins og venjulega. Mér líst vel á mismunandi lit á vestum og sjónarmið Friðriks.
Ólafur

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

11 maí 2015 09:39 - 11 maí 2015 09:43 #8 by Gíslihf
Inga og Agli getur ekki verið alvara að blanda BMI inn í þessa umræðu, því að hún er fundin með þyngd í kg deilt með hæð í metrum í öðru veldi. Það er svo áhugavert að vita hvernig eiginhraði báts er mældur, en sjálfsagt hefur það verið rætt í þaula hér fyrir mörgum árum. Það er þó öruggt að hleðsla báts hefur áhrif á eiginhraða og þá öldu sem báturinn byggir upp sjálfur.

Ég fæ smá óbragð þegar minnst er á Riaan Manser, því að hann svindlaði í sinni hringferð með því að sleppa Langanesinu, sem er erfitt svæði. Hann er mikill kappi, á því leikur ekki vafi en sá sem hefur rangt við í íþróttum á hvorki virðingu né viðurkenningu mína, heldur vekur gagnstæðar tilfinningar sem óþarfi er að setja orð á.

Það er þessi aðgreining milli reglna, sem sumir kunna að vera ósáttir við - og reglna sem eru brotnar með þvi að hafa rangt við sem gerir umræðuna bæði áhugaverða og viðkvæma. Sumt mætti fella undir "löglegt en siðlaust" umræðuna og það minnir á það sem Sr. Friðrik, stofnandi KFUM og reyndar einnig Vals, kallaði drengilega keppni. Við eigum eina slíka reglu, en það er að þarfnist keppandi félagabjörgunar eða svipaðrar aðstoðar, ber samkeppanda að aðstoða hann. Með því hefur björgunarmaður fyrirgert öllum möguleika á sigri, en fengið nafnbót sem er sigri meiri, það er að vera "drengur góður" eða bara "góður félagi".

Kveðja, GHF

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

10 maí 2015 23:30 - 10 maí 2015 23:45 #9 by SAS
Þá er upphaflega erindinu mínu svarað eftir skemmtilegar umræður. Lýst vel á að hafa mismunandi lit á vestum eftir því hver keppnisflokkurinn er. En endilega setjið þessar reglur undir valmyndahnappinn Keppnir, þetta á ekki að vera falið.

Hvort þetta samkrull á svo eftir að auka fjölda þátttakenda í róðrarkeppnum á eftir að koma í ljós,

Hefur keppnisnefnd íhugar eitthvað eða ákveðið með aðrar keppnir eins og tæknikeppni og veltukeppnir?

kv

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

10 maí 2015 23:23 #10 by Hilmar E
Sæll
Egill

Ég var svo lengi að skrifa að þú komst inn á undan.

Þetta er flott svar og ætti að eyða óvissunni

Bestu kveðjur
Hilmar

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

10 maí 2015 23:19 #11 by Hilmar E
Jæja

Er eki kominn tími á að koma þessu máli í réttan farveg sem er hjá keppnisnefnd. Hún gefur út reglur og heldur utanum þær keppnir sem kayakklubburinn heldur. Þessi umræða er þörf og á að vera upplýst en hún er farinn að harðna og engum til framdráttar.

Í mínum huga ættum við frekar að hugsa um framtíðina og hvernig við bætum upplýsingagjöf bæði á netinu og í keppnum.
Er ekki fínt að eiga tvo liti af vestum einn fyrir ferðabáta og annan fyrir keppnis þannig geta menn séð skráninguna og keppt við þá sem þeir vilja. Við breytum ekki því sem orðið er.

Varðandi flokkun þá verðum við að klára sumarið svona (nenni helst ekki að róa þessa keppni aftur)

Surfski eru ágætis ferðabátar og réru t.d tveir kappar hringinn í kringum ísland á svona græju án svuntu, og hlýtur það að teljast ferðalag. Tímarnir eru að breytast og það eru alltaf fleiri og fleiri að fara í opna báta þar sem auðveldara er að komast um borð aftur þegar þú fellur útbyrðis.

Varðandi hraðamælingar á bátum er það býsna flókið. Sumir bátar eru svakalega hraðir á lensi og stinga báta af sem annars fara mun hraðar á sléttu. á sínum tíma setti ég svuntu á Neloinn 2 skilrúm,lúgur,öryggislínur til að mega keppa á honum(báturinn er reyndar til sem Razor og þá með þessum græjum) þá tók mig hellings tíma að geta róið bátnum því hann er mjög óstöðugur,og um leið og það var lens eða einhverjar öldur tóku stöðugri bátar framúr mér.

Ég held að það breyti engu hvort óli setji svuntu og hendi svefnpoka í bátinn hjá sér hann fer ekkert hægar, hinsvegar er þetta spurning um að það sjáist í hvaða flokki við keppum.

Kalla hér með eftir áliti keppnisnefndar varðandi þessi mál og hvað lá að baki reglunum þannig að við getum rætt þetta í rólegheitunum og haldið áfram að byggja upp þessa skemmtilegu íþróttagrein.

Bestu kveðjur
Hilmar

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

10 maí 2015 23:04 #12 by Egill Þ
Eins og fram hefur komið þurfum við greinilega að bæta upplýsingagjöf áður en það er ræst. Það er óviðunandi að keppendur viti ekki um aðra keppendur í sama flokki eða um keppnisleiðina. Þá er sjálfsagt að hafa opinberan keppnisstjóra sem er ekki að keppa, fámennið hefur þó valdið því að keppnisnefnd hefur gjarnan verið að taka þátt til að halda uppi þátttökufjölda.

Það er vandi að útbúa flokkunarkerfi sem nær yfir allar gerðir kayaka á einfaldan og sanngjarnan hátt. Æskilegast er að hafa aðskildar keppnir fyrir vel skilgreinda bátaflokka en til þess þarf meiri fjölda en stundar keppnir nú.
Fyrsta aðgreining sem var gerð í keppnum hér á landi fólst í að flokka í trefjabáta og plastbáta. Síðar var flokkun breytt í ferðabáta og keppnisbáta. Árið 2012 var flokkuninni breytt þannig að hlutfallið á milli lengdar sjólínu (L) á móti breidd sjólínu (W) var látið ráða og miðað við L/W=11. Þá var jafnframt fallið frá því að aðgreina hvort bátur væri opinn eða lokaður. Reglurnar frá 2012 má finna á slóðinni „http://kayakklubburinn.is/index.php/component/kunena/2-korkurinn/7309-keppnisreglum-tharf-adh-breyta#7367“ og einnig er sagt frá þeim í ársskýrslunni 2012. Þegar við uppfærðum reglurnar 2012 var fjallað um flokk-1 og flokk-2. Það kann að valda misskilningi að í daglegu tali höfum við haldið áfram að tala um flokk keppnisbáta og ferðabáta.

Ástæða þess að reglum var breytt 2012 var að keppnisnefnd taldi margt óljóst varðandi flokkun og umdeilt hvenær bátur fer yfir mörk þess að vera hraðskreiður ferðabátur eða keppnisbátur. Nefna má eftirfarandi dæmi:
- Rapier er lokaður bátur sem hægt er að nota til ferðalaga. Af hverju er hann keppnisbátur ?
- Var báturinn sem Riann Manser og Dan Skinstad reru á ekki ferðabátur sökum þess að hann var opinn ?
- Á að flokka SOT báta sem keppnisbáta af því að þeir eru opnir og lítt hæfir sem ferðabátar ?

Mikilvægt er að gera greinarmun á því að hlutfallið L/W er mælt sem lengd sjólínu á móti breidd sjólínu en ekki sem lengd báts á móti breidd báts. Þar getur munað nokkru og þungi ræðara og farangur skiptir máli (BMI stuðulinum hans Inga er í notkun). Upplýsingar um „Waterline length” og „Waterline beam“ fyrir mismunandi báta mátti finna í SeaKayaker Magazine fyrir ræðara og búnað sem viktuðu 150, 200, 250 og 300 lbs.

Það eru ýmsar stærðir sem hafa áhrif á hraða kayaks og aðstæður skipta einnig máli. Hlutfallið L/W er einföld nálgun sem gefur þokkalega gott mat. Ef unnt er að finna einfalt og nákvæmara mat á hraða báta er sjálfsagt að íhuga endurskoðun á flokkuninni.

Kv. Egill

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

10 maí 2015 21:20 #13 by SAS
Eyddu óvissunni hjá mér Óli og hentu inn link á þessar reglur ég finn þær ekki. ´Öll umfjöllun um keppnirnar er lysing á hverri keppni og síðan úrslit síðustu ár.

Þessi linkur sem þú settir inn: www.canoeicf.com/icf/Aboutoursport/Ocean-Racing.html fjallar um að skíðin sjálf, sögu þeirra, notkun og að þau séu samþykkt hjá ICF sem fleyti til að róa á sjó. Um það er ekki deilt hér.

Vitum við um hvernig flokkun í keppnir er öðrum löndum, eins og NO, DK og UK? Er einhversstaðar verið að blanda saman surfski og hefðbundnum sjóbátum í keppnum?

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

10 maí 2015 19:49 - 10 maí 2015 20:26 #14 by Gummi
Ég ætla ekki að blanda mér í reglufræðina um sjóbáta, en öll þau ár sem ég keppti í siglingum á segbátum og kænum var nær undantekningarlaust haldin skipstjórafundur með keppendum fyrir keppni þar sem farið var yfir brautarfyrirkomulag. Hvernig brautin væri sett upp, hvar hún væri, hvar væri start og klukkan hvað væri startað, hvar væri endað osfv. Þetta hefur alveg vantað hjá kayakræðurum. Einu undantekningarnar voru svokallaðar fimmtudagskeppnir sem voru æfingarkeppnir haldnar öll fimmtudagskvöld, þar voru keppnisfyrirmæli gefin út við startlínuna og alltaf startað klukkan 19:00. Að sjálfsögðu var líka ströglað smá um hvort menn væru á réttri forgjöf, en það fylgir því alltaf þegar ekki er keppt í "one design" flokkum.

Sem sagt muna að hafa opinberan keppnisstjóra sem er ekki að keppa sjálf/ur, halda skipstjórafund, fara og keppa og hafa gaman af.

Bestu kveðjur
Gummi J.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

10 maí 2015 19:31 #15 by olafure
Reglur hér á Íslandi eru skýrar en þær voru settar saman af ágætu fólki kayakklúbbsins og þær sundurliðaðar undir keppnisdálkinum á síðunni hér. Ég skil ekki hvað er óskýrt í þessum reglum Sveinn og þú ert greinilega ósáttur við það að nú er komið surfski í ferðabátaflokk. Ég hef séð margar gerðir af surfski bátum, keppnis, veiði og ferðabáta en ég trúi því ekki að þú ætlir að halda til streytu þessari umræðu um að bátur eigi ekki að geta talist ferðabátur ef þú ert ekki lokaður inní honum með svuntu. Ég hef sagt það áður og ég stend við það að einu rökin fyrir lokuðum bát er róður yfir há vetur í kulda til að fá skjól. Ég hef kynnt mér reglur í keppnum á norðurlöndum í þýskalandi, Frakklandi, Portugal, Spáni og Bandaríkjunum. Í þessum keppnum í umræddum löndum þar sem keppt er á sjó hef ég ekki séð að skipt sé í flokka eftir því hvort bátar eru lokaðir eða opnir. Í Bandaríkjunum er miðað við lengd og breidd vatnslínu með sömu tölum og í reglum hér á landi sem þýðir að t.d. Inuk keppir með surfski elite keppnisbátum. Alþjóða kayaksambandið viðurkennir surfski sem sjókeppnisbáta sjá:http://www.canoeicf.com/icf/Aboutoursport/Ocean-Racing.html
Þróunin hefur verið sú bæði í evrópu og Bandaríkjunum að menn hafa verið að keppa á lokuðum keppnisbátum eins og Rapier en eru nú að færa sig yfir í surfski. Það sem er að gerast hér á landi er því það sama og hefur verið að gerast víðsvegar um heiminn og það þarf því ekki að koma á óvart að kominn sé opinn bátur í ferðabátaflokk.
ÓBE

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum