Flokkun báta í keppnum sumarsins

10 maí 2015 18:25 - 10 maí 2015 18:34 #16 by SAS
Kem enn og aftur að upphaflega erindi þessa þráð.
Ef reglurnar eru svona skýrar Óli, þá þarf ég hjálp til að lesa mér betur til. Fæ vonandi hjálp við það.

Hvar getum við hinu óupplýstu lesið okkur til um reglurnar sem gilda hjá okkur?

Eigið þið ekki til linka (URL) á þær reglur sem gilda t.d. í Noregi, Danmörku, og UK?

Það litla sem ég hef lesið um keppnir erlendis, þá hefur surfskíðum ekki verið blandað saman við hefðbunda sjóbáta í keppnum, en það kann vel að vera að þar hafi ég rangt fyrir mér.

kv

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

10 maí 2015 16:03 #17 by olafure
Ég veit ekki hvernig hægt er að gera reglurnar skýrari og ég undirstrika að það væri út í hött að byrja með fyrirkomulag sem þekkist hvergi. Eftirá að hugsa skil ég vel að menn eru ekki sáttir ef þeir vissu ekki í hvaða flokkum aðrir ræðarar kepptu en bara svo það sé skýrt þá stóð til hjá mér að keppa í keppnisflokki en á síðustu stundu valdi ég nýja flekann(no hard feelings Gunni). Til að forða svona uppákomum mætti hafa "race briefing" þar sem ræðarar eru kynntir og í hvaða flokkum þeir eru að keppa. Svona fundir eru haldnir erlendis og er mikið lagt upp úr öryggi á þeim. Ég lenti í smá sjóvillu í keppninni því ég ætlaði varla að geta sé baujuna við hólmann en ef fundur er fyrir keppni væri jafnvel hægt að fara yfir brautina með ræðurum. Þetta er alltaf jafn gaman og ég segi fyrir mig að minn helsti keppinautur er ég sjálfur og ég vildi óska þess að fleiri myndu stunda þessa íþrótt hér á landi. Vonandi verður þessi íþrótt einhverntíman á sama leveli hér og þekkist í nágrannalöndunum, RVK bikar með meira en 100 keppendum í hverjum flokk:)

ÓBE

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

10 maí 2015 12:16 #18 by Klara
Takk f góðan dag og skemmtilegar umræður. Margt i þessu, eins og til dæmis grundvallarspurningar um keppnishald. Hvað réru margir virkir félagar í gær? Hefðu fleiri mætt í félagsróður? Ætti vorhátíð að vera eitthvað sem höfðaði frekar til hins almenna félagsmanns? Sbr. til dæmis öryggisdagur þar sem um 40 manns mættu og tóku þátt?

Ein spurning til viðbótar, er Hallarbikarinn í lok maí? Hélt að hann væri í byrjun júní?

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

10 maí 2015 12:11 - 10 maí 2015 12:16 #19 by Gíslihf
Ég átta mig ekki aleg á hvort vinir mínir Sævar og ingi eru að atast í mér eða tala í alvöru.
Hvað sem því líður þarf ég e.t.v. að útskýra betur þetta með þyngd ræðarans. Þá er ég ekki að hugsa um þyndarflokka eins og þekkt er t.d. í hnefaleikum. Það er ekki venja að gera annan greinarmun í róðri svo ég viti, en milli aldursflokka, svo sem keppnisflokka fyrir börn, unglinga og fullorðna - eigum við að bæta við eldri borgurum :laugh:
Nér ég er að hugsa um áhrif þyngdar á eiginleika bátsins. Þversnið og langsnið báta er hvert með sínum hætti og aukir þú hleðslu tveggja báta t.d. frá 70 kg upp í 95 kg breytast L/B þeirra á ólíkan hátt.
Sævar skrifar: " - algjört grundvallarmál að allir keppnisbátarnir séu eins ? Og að allar árarnar séu eins ?"
Við þetta vildi ég bæta: Hleðsla bátanna sé sú sama. Það er gert með forhleðslu sem er meiri en mesta hugsanlega þyngd ræðara og svo er tekin úr lestunum jafnmikil þyngd og ræðarinn vegur.
Með þessu næst jafnræði ræðara. En sumir vilja það líklega ekki, þeir líta meira á sig eins og knapa og þá er um að gera að komast yfir besta gæðinginn.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

10 maí 2015 10:55 - 10 maí 2015 10:58 #20 by Sævar H.
Að keppa á kayak ? :(
Er þá ekki algjört grundvallarmál að allir keppnisbátarnir séu eins ?
Og að allar árarnar séu eins ?
Og að flokkun keppenda verði miðuð við þyngd ræðara ?
Menn og konur keppi semsagt í þyngdarflokki því það er það eina sem telst þá til frávika milli keppenda
Núverandi fyrirkomulag þar sem mismunur báta er mjög mikill og árarnar af öllum gerðum ásamt því að þyngd milli ræðara er veruleg gerir allar jafnræðismælingar út og suður-eiginlega tóma dellu. ;)

Þetta finnst áhugasömum áhorfanda og telur bara heilmikið vit í þessari greiningu á keppnisvanda kayakmanna og kvenna. :P

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

10 maí 2015 10:47 #21 by Ingi
Endurtökum þessa keppni. Ég legg til að BMI (bodymass index) verði líka reiknað með.
kv
Ingi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

10 maí 2015 10:25 - 10 maí 2015 10:32 #22 by Gíslihf
Ég ætla ekki að ræða beint um gerðir báta og kepnisreglur, en fannst einn áhugaverður vinkill koma fram hjá Eyma.
Vel útfærður framróður er aðeins einn af tugum, jafnvel hundruðum sérhæfðra færniþátta (technical templates) í róðri, sem þjálfa má líkamann fyrir og slípa tæknilega. Það er hins vegar íþróttamenningin sem ræður því að við keppum nær aðeins í hraða, líklega vegna þess að auðveldara er að mæla hann en flest annað, eða fjölda marka í knattspyrnu því allir kunna að telja.
Annar þáttur sem mér finnst áhugaverðari er útsjónarsemi, jafnvel klækir (tactics) í keppni. Í langhlaupi getur það t.d.. falist í því að tæla keppinautinn í sprett í miðju hlaupi, ef sá keppandi þolir illa spretti, og hægja svo á sér þegar farið er að draga af honum! Það að annar keppandinn viti ekki við hvern hann er að keppa, en hinn viti það er dæmi um taktískan aðstöðumun.
Það hvort einhver bátur/bíll er hraðari enn annar ætti ekki að vera grundvöllur sigra í íþróttakeppni, heldur keppni hönnuða og fræðinga. Að sjálfsögðu getur búnaður og færni sameiginlega stuðlað að sigri, en þegar upp er staðið er erfitt að meta hvort það var "báturinn eða ræðarinn" sem var bestur í það skiptið.
Hugmynd Eyma um meðalhraðann vekur upp vangaveltur um að gera straumfræðilegar rannsóknir á sjókeipum. Til þess þarf vatnsfarveg með stillanlegum hraða á rennsli vatnsins, bátarnir hanga þar í kraftmælum og þeir sýna þá kraftinn sem þarf að beita við róður viðkomandi báts og hraða.
Ein breytan sem ekki má gleyma er þyngd ræðarans, en með aukinni hleðslu sekkur báturinn dýpra og hlutfallið L/B breytist.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

10 maí 2015 09:12 - 10 maí 2015 09:14 #23 by eymi
Sæl öll og takk fyrir keppnina í gær... sterkari og fleiri ræðarar en oft áður fannst mér :)

Það kom mér algjörlega í opna skjöldu þegar ég kom í mark að ég hafi verið að keppa við Óla á surfbátnum, mér bara datt aldrei í hug að hann væri í ferðabátaflokki og gerði ekki minnstu tilraun til að reyna að ná honum. Var bara mjög sæll að hanga í þessum tveimur serfski-bátum.

Reglur eru reglur og stundum verða þær ósanngjarnar, og einhverra hluta vegna fannst mér svo í gær, en maður verður bara að bíta í það súra epli í þetta skiptið :)
Gott væri að halda tölu á pallinum áður en keppni hefst, útskýra reglur og telja upp keppendur í flokkum.

Hugmyndir um að allir sitji við sama borð:
Spurning um að reikna út frá stuðlum ( L/B ) báta meðalhraðann á klst og draga svo mínútur frá eftir því sem bátur er með hærri stuðul. Gefa sér að meðalhraði báts sé stuðullinn, eða finna útreikning þar um -> t.d. ef reiknaður meðalhraði báts með stuðulinn 11 er 11 km/klst en bátur með stuðulinn 13 er 13 km/klst þá eru menn jafnir rói 11 báturinn 10 km á 54,32 mín og 13 báturinn 10 km á 46:09 mínútum. (Svona eins og "Handycap" í golfinu) B)

kv,
Eymi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

09 maí 2015 23:55 #24 by SAS
Ég var ekki einn um að að þekkja ekki þá sem ég var að keppa við í dag, fyrr en í mark var komið og um það er megin gagnrýnin.

Hilmar, Óli!.
Það voru fleiri en ég sem þekktum ekki þessu skýru reglur Óli.
Þetta er þriggja ára gamall spjallþráður sem Hilmar vísar á, Reglurnar ættu hins vegar að vera skráðar í sér skjali eða vera aðgengilegar frá valmynd á vefnum okkar.

Þar sem keppt var í "ferðabátaflokki", þá get ég ekki fallist á að surfskíði falli þar undir, þarna erum við einfaldlega ósammála. Það hefði mátt nefna þennan flokk öðru nafni fyrst reglurnar voru þessar. til að forðast þennan misskilning.

Megin málið er að flokkunin sé skýr, þannig að við öll vitum fyrirfram,hvernig báta getum átt von á að mæta og í keppni, við hverja við erum að keppa hverju sinni.

kv

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

09 maí 2015 22:58 #25 by Hilmar E
Sæl öll

Takk fyrir skemmtilegan dag, alltaf gamann að sjá hvað margir eru til í að aðstoða og leggja sitt af mörkum til að halda utanum svona viðburð.

Varðandi keppnisreglur fékk þennan póst á facebook. og eftir samtal okkar í dag Sveinn varðandi leng og breidd hélt ég að þú hefðir lesið hann.

kayakklubburinn.is/index.php/component/k...harf-adh-breyta#7367

Bestu kveðjur
Hilmar

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

09 maí 2015 21:25 #26 by gunnarsvanberg
Vil vil byrja á því að þakka keppendum og sérstaklega keppnisnefnd...skemmtileg keppni og vel að henni staðið!

Sveinn Axel, ég held að þú sért að misskilja...aðeins ég og Óli vorum á Surf ski bátum. Minn bátur hefur alltaf verið skráður í keppnisflokk og þannig var það líka í dag. Enda er hann mjög ólíkur flekanum hans Óla (...sorry Óli ;=)

Hlakka til að sjá ykkur öll í Hallarbikarnum í lok mai.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

09 maí 2015 19:32 #27 by olafure
Sammála þér Ingi, ég sakna ræðara af landbyggðinni. Varðandi keppnisreglur, þá gætu þær ekki verið skýrari.Það er miðað við heildar lengd og breidd, það sem skiptir mestu máli er öryggið.
Takk fyrir daginn
Ólafur

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

09 maí 2015 19:25 #28 by olafure
Takk fyrir innleggið Sveinn og ég þakka keppnisnefnd fyrir góða keppni
Keppnisreglur eru skýrar og miðast þær við alþjóðlegar reglur og var lögð töluverð vinna í að finna til þessar ágætu reglur. Alþjóða kayaksambandið er með surfski sem sjókeppnisbáta og það sem skiptir engu máli hvort á þeim séu fleiri en eitt hólf bara að öryggi sé í lagi. Á sínum tíma úrskurðaði keppnisnefnd svona um fyrirspurn til hennar 2012: "
Spurt hefur verið um hvort gerður er greinarmunur á opnum og lokuðum bátum. Keppnisnefnd sér ekki ástæðu til þess að flokka opna báta á annað hátt en lokaða þegar stuðst er við L/W hlutfallið og öryggismál eru í lagi.".
Báturinn sem ég keppti á í dag er sá eini sem er með opið mannop sem keppti í ferðabátaflokki í dag. Ég stefni á nokkrar ferðir í sumar á þessum bát og tel hann vera með öryggari bátum. Ég hvet menn til að fara varlega í að setja fram hugmyndir um séríslenskar reglur sem hvergi eiga sér hliðstæðu í alþjóðlegum keppnum.
Takk fyrir frábæran dag,
Ólafur B. Einarsson

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

09 maí 2015 19:20 #29 by Ingi
Ég er nú sammála Sveini. Við þurfum að fá botn í þetta. En að öðru. Þetta var frábær stund með bestu ræðurum landsins, en við söknuðum vestfirðinganna, austfirðinganna og þeirra sem eru að stunda þetta sport úti á landsbyggðinni. Flestir náðu að bæta sinn tíma og ég náði því líka enda búinn að skipta um fley. Þakka keppnisnefndinni fyrir góða framkvæmd og svo Gæslunni (okkar) og líka þeim sem drógu í tombólunni.
bkv,
Ingi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

09 maí 2015 17:11 - 09 maí 2015 17:53 #30 by SAS
Vil byrja á að þakka fyrir skemmtilegan dag og keppni, en svo ætla ég aðeins að rausa yfir því hvernig bátum var raðað í flokka í dag í Reykjavíkurbikarnum. Flokkunin kom mér á óvart fyrir keppnina og aftur þegar í mark var komið.

Til þessa hafa verið tveir flokkar í keppnunum okkar, ferðabátar og svo keppnisbátar. Bátar sem tilheyrðu ferðabátum, hafa verið bátar sem er ferðast á, bátar sem geta geymt allan útilegubúnað og kost til nokkra daga ferða. Fyrir 3-4 árum síðan var bætt við þessum hlutfallsstuðli (l/b vatnslínu) sem ég taldi til að skilgreina betur ferðabátana og til að setja hömlur á lengd báta sem tilheyrðu ferðabátaflokki, aðrir bátar tilheyrðu keppnisflokki. Heiti ferðabátaflokksins var ekki breytt.
Í keppninni í dag, voru bátarnir hins vegar alfarið flokkaðir eftir hlutfallsstuðlinum, þ.a. 2 surfski voru skráð sem ferðabátar í dag. Amk annað skíðið hefur tilheyrt keppnisbátum í keppnum síðustu ára.

Kynning á þessari breytingu hefur alfarið fram hjá mér, og get ekki séð hvernig surfskíði geti flokkast sem ferðabátur.

Keppnisnefnd!
Kalla eftir því að þessi flokkun verði betur skilgreind, og verði aðgengileg t.d. á vefnum okkar.

Kv
Sveinn Axel

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum