Auglýsing þín eftir straumbát sýnir að þú er kominn í sólina hér heima

Ánægjulegt að sjá gamlan formann aftur.
Ef þú verður ekki kominn á nýjan straumbát fljótlega þá vantar mig annan ræðara í kanó til að fara í Hvítárferðina laugard. 23 maí n.k. Ég mundi biðja þig að vera fremri ræðara og velja leiðina frá Veiðistað niður í Brúarhlöð, en vera sjálfur aftari ræðari til að halda stefnunni í jafnvægi. Takist okkur að halda stefninu niður straum ætti hann að þola öldurnar í Veiðistað, en missi maður hann þversum þá er veltan vís!
Við Brúarhlöð mætti skipta um áhöfn ef fleiri vilja reyna sig.
PS: Ég þori ekki sóló a.m.k. ekki ennþá.