Félagsróður á Uppstigningardag, 14. maí.

15 maí 2015 11:49 - 15 maí 2015 11:51 #1 by Páll R
Það mættu 17 manns í róður þess kvöldstund. Þar af voru þrjár konur, sem að sögn fóru í sína fyrstu kayakferð á sjó. Vanir ræðarar voru þó í miklum meirihluta þannig að ekki þótti nein goðgá að halda af stað. Veður var gott, austan stinningsgola. Róið var að Gullinbrú og pása tekin í víkinni rétt utan við hana. Óðu menn fínt leirsetið þar upp fyrir ökkla. Sumir reyndu sig við útfallið undir brúnni á meðan. Þetta var annars rólegheitaróður og hin ágætasta skemmtun.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

13 maí 2015 12:32 #2 by Páll R
Þetta verður fyrsti félagsróður á sumartíma og mæting er þá kl.18:30 í Geldinganesið á fimmtudaginn.
Útlit er fyrir SA-átt, 4-6 m/s og hiti um 6-8 gráður, sem verður að teljast gott.
Endilega hafa kaffibrúsann með.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum