Hrafnslaupur aftur í Geldinganesinu

28 maí 2015 23:45 #1 by bjarni1804
Já, Gummi minn, birnir liggja í bæli og refir greni.
Annars er bæli ansi almennt orð, sbr. mörg Grettisbælin, drykkjubælin, Arnarbælin og svo sofum við í bælinu okkar.
Nema að:

Kúra kayakræðarar
í Kokatat um nætur
við grænlenskar heimasætur

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

28 maí 2015 22:28 #2 by Gummi
Bjarni, hverjir gera sér bæli og greni?
Mér fanst það vanta í þessa fínu upptalningu þína :whistle:

Kveðja Gummi J.
B)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

28 maí 2015 14:10 #3 by Andri
Einu sinni var ég ungur og vitlaus en eftir rúma viku verð ég 33 ára.
Þakka Bjarna fyrir fróðleiksmolann, hann er búinn að bjarga mér frá því að vera bara vitlaus :lol: :lol:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

27 maí 2015 17:24 #4 by bjarni1804
Til Andra
Laup gera hrafnar
Dyngju gera álftir
Skraphreiður gera t.d. kríur
Holu gera lundar
Bolla gera margir spörfuglar
Hjónarúm er hreiður okkar kayakræðara
. . . . ooooo þetta unga fólk

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

26 maí 2015 21:33 #5 by SAS
Nei Ingi, þessi er nýr. Laupurinn sem við sáum um daginn er með nýbúa, líklega fýl, fór ekki að honum í dag

kv

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

26 maí 2015 21:10 #6 by Andri
,,Hrafnslaupur"....
Ég þurfti að gúgla þetta orð :)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

26 maí 2015 20:54 #7 by Ingi
Er þetta sá sami og við sáum norðanmegin efst á hamrinum fyrir ca mánuði?

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

26 maí 2015 20:47 #8 by SAS
Fyrir áhugasama, þá er Hrafnslaupur norðan megin í Geldinganesinu, með amk tveimur ungum. Laupurinn er rétt austan við Helguhól.

kv

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum