Félagsróður 28.05.2015

29 maí 2015 10:21 #1 by Gunni
Replied by Gunni on topic Félagsróður 28.05.2015
Þið eruð öflugir SoT-arara. Við ótemjurnar fórum að Þerney og langleiðina að Lundey. Tókum lens reið til baka. Svo anskoki gaman að tókum ekkert eftir ykkur í Þerney og áttum von á ykkur annarsstaðar.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

28 maí 2015 23:40 #2 by SAS

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

28 maí 2015 23:18 - 28 maí 2015 23:20 #3 by Össur I
Replied by Össur I on topic Félagsróður 28.05.2015
Átta ræðarar mættu í höfuðstöðvarnar í kvöld. Þar af var einn SOT ræðari til í hvað sem er. Þeir sem mættu voru, Guðni Páll, Gunnar Ingi, Örsi, Tobbi, Gísli Karls, Sveinn Axel, Herra Sigurður SOT ræðari og undirritaður. Þar sem maður er nú farinn að kannast við sína menn lagði róðrarstjóri strax línurnar í landi áður en haldið var til sjós. Valdi mér einn aðstoðarmann (Gísla Karls) til að róa með SOT bátnum og á þeim hraða sem honum hentaði. Hinum sem eftir voru gaf ég svo lausan tauminn enda fyrirfram vitað að erfitt yrði að hemja ótemjurnar með sjólagið eins og það var. VIð rérum saman sem hópur út að austan og út fyrir Veltuvík. Þá lengdist í hópnum og við urðum fjórir eftir, ég, Herra Siggi, Gísli og Svenni. VIð rérum frá Veltuvík og að bryggjunni í Þerneyjarsundi. Þó nokkur alda var á leiðinni og verð ég að segja að SOT ræðarinn kom mér verulega á óvart hvað hann hafði bara fullt erindi með okkur og ekkert hægt að kvarta yfir að hann væri að hægja ferð okkar meira en gengur og gerist í félagsrórðum sem þessum, en eins og allir vita þá eru þeir miðaðir að þessu.
“Ekki halda að félagsróðrarnir séu lokaðir fyrir útvalinn hóp þrautþjálfaðra ræðara. Þvert á móti eru þetta róðrar sem eru sérstaklega fyrir nýja sem reyndari klúbbfélaga. Svo lengi sem þú hefur aðgang að bát og búnaði en vantar róðrarreynslu og félagsskap - þá er þetta hárrétti vettvangurinn.”
Þetta gekk svo vel að frá Þerneyjarsundi var ákveðið taka slaufuna vestur fyrir Geldingarnesið og taka svoldið á öldunum þar sem var bara gaman og SOT báturinn stóð sig með eindæmum vel. Frábær róður sem sannaði að það er ekkert mál fyrir SOT báta að koma með okkur í félagsróðrana hafi þeir áhuga á því.
Takk fyrir róðurinn
Össi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

26 maí 2015 22:16 - 26 maí 2015 22:27 #4 by Össur I
Undirritaður er skipaður róðrarstjóri á fimmtudaginn. Mæting 18:30 og lagt af stað 19:00
Útlit er fyrir að veður verði að detta niður um það leyti sem við hefjum róður, en smá blæstri (10-12 m/s) er spáð þegar þetta er ritað. Sjávarstaða 28.05.2015 HW 15:10 (3,0m) og LW 21:24 (1,3m), það verður því að falla frá mestallan róðurinn.
Róðrarleið verður ákveðin á pallinum í samræmi við hóp og aðstæður. Líklegt er þó að eitthvað að meðfylgjandi leiðum verði valin og þeir sem eru með kompása í sínum fórum gefst hér með trúlega tækifæri til að brúka þá í róðrinum og gefa róðrastjóra annað veifið upp stefnur. Fínt að prenta út meðfylgjandi kort og hafa meðfæris á dekki.
KORT
PS. allir velkomnir eins og ávalt og sérstaklega væri gaman að fá félaga okkar á SOT bátum.
Ef einhverjir eru alveg nýjir er fínt að lesa þetta HÉR
Sjáumst á fimmtudagskvöld

Kv Össi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum