Jæja, nú eru norskar straumendur loksins að vakna til lífsins eftir heldur kalt og blautt vor hérna megin. Vonandi fer að hlýna svo maður geti farið að skella sér í flip flops og róa í stuttbuxunum.
Ég dreif mig á lappir eldsnemma síðasta sunnudag og tók stímið (á Skodanum reyndar) í áttina til Stavanger. Hafði mælt mér mót við nokkra aktíva gutta þar niður frá til að róa með. Planið var að reyna að nýta eitthvað af vatninu sem hafði fallið af himnum ofan dagana á undan og vonandi lyft dálítið vatnsmagninu í einhverri á sem ég hafði ekki róið áður.
Plön eiga það til að breytast og það var akkúrat það sem gerðist. Hitastigið var um 6 gráður og hellirigning þegar ég renndi í hlað á Esso í Vikeså og ég skynjaði fljótt að þetta yrði líklega ekki dagurinn til að setja nein met - nema kannski í kaffidrykkju
Úr varð að við skelltum okkur í Bjerkreim ánna. Hún er nokkurs konar Ytri-Rangá þeirra. Þar er alltaf hægt að róa og þangað fara þeir með byrjendur. Það sem þó er öðruvísi er að vatnsmagnið er breytilegt. Þennan dag lá það í kringum 90m3 en ég held að ársmeðaltalið sé um 40. Hæst hef ég róið hana í 120m3. Þá er fjör.
Læt fylgja með stutta klippu frá flúðinni þar sem við byrjuðum. Vanalega byrjum við ofar og tökum með það sem kallað er Monkeys playground en í þetta skiptið var byrjað við Gunnvararholu sem dregur nafnið af þá ungri kajakmey, sem festist í holunni sem ég fer hægra megin við eftir að ég hef fengið pusið í andlitið, og fékk hressilegt bað.
Sá sem er með mér þarna er írskur félagi minn á nýja Waka Tuna bátnum sínum.
vimeo.com/129195758