Æfingaróðrar á þriðjudögum

04 jún 2015 10:21 #1 by SAS
Í nokkur ár, eða allt frá því að Gísli var að undirbúa hringróðurinn hefur skapast hefð fyrir að hittast á þriðjudögum og róa. Oftast hafa þetta verið róðrar í lengri kantinum, hraðari róðarar en félagsróðarar eða æfingar í öldu og vindi.

Æfingaróðrarinir eru komnir inn á dagskánna okkar, kl. 19:30 á þriðjudögum í sumar. Þetta er opið öllum ræðurum sem telja sig geta róið hraðar en í félagsróðrum, ca 10-15 km án þess að stoppa. Enginn sérstakur róðrarstjóri er í þessum róðrum, ræðarar þurfa að ráða við sjálfbjörgun, en næsti félagi er samt aldrei langt undan.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum