Það var fjölmenni hjá kayakfólkinu í Skerjafirði nú í morgun- það var keppni .
Veður var gott í skjóli en nokkuð hvasst á Skerjafirðinum NV innlögn en sól - nokkuð kröpp alda víða á keppnisleiðinni .
Ræst var kl. 10:00 . Sumir voru rásfastir en aðrir hröktust undan vindi og áttu erfitt með stjórnun bátanna.
En Ólafur Einarsson kom fyrstur í mark eftir 31.3 mín róður .
Þegar allir voru komnir á land var efnt til pulsuveislu og að henni lokinni var verðlaunaafhending - en það var fjölmenni sem fékk verðlaun og allir fengu eitthvað, því það var haldið úrdráttarhappadrætti meðal keppenda og veglegir vinningar sem nýtast vel í sportinu - verðmætasti vinningurinn var forláta Canon sjóheld myndavél sem tekur myndir allt niður á 25 m dýpi
Þetta varð hin besta skemmtun.
Sjálfur var ég í fjörunni og var svona aðstoðar tímavörður- en samt aðalega í að filma liðið
Og nokkrar myndir eru hér á þessum þræði:
plus.google.com/photos/11326675796839424.../6157281693480029809
Róðrarhópurinn fyrir keppni