Frá Reykjavíkurhöfn

15 jún 2007 00:40 #1 by Ingi
Replied by Ingi on topic Re:Frá Reykjavíkurhöfn
Það er full ástæða til að vekja athygli á þessu Kalli því að þeir í sjóhernum Bandaríska geta verið mjög spenntir eftir árásina á USS Cole fyrir nokkrum árum. Við höfum verið að róa fyrir forvitnissakir alveg uppað ýmsum skemmtiferðaskipum og dást að stærð þeirra og flottheitum. Bandarísk herskip eru tilkomumikil sjón en fyrir alla muni komið ekki nálægt þeim. Maður veit aldrei hvernig þeir bregðast við.
Kveðja,
Ingi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

14 jún 2007 12:54 #2 by Kalli
Frá Reykjavíkurhöfn was created by Kalli
Þrjú herskip úr eftirlitsflota Atlantshafsbandalagsins verða í Reykjavíkurhöfn dagana 14. til 18. júní. Landhelgisgæslan í samráði við lögreglu og hafnaryfirvöld hefur ákveðið að hafa 25 metra öryggisvæði umhverfis skipin.

Skipum og bátum sem leið eiga um hafnarsvæðið er skylt að halda sig utan öryggissvæðanna. Hafnsögumenn Faxaflóahafna veita nánari upplýsingar á rás 12.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum