Klippti saman smá myndband yfir sunnudagskaffinu.
Þetta er í Raundalen í Voss - það sem kallað er skytebanen eða skotvöllurinn. Tekið fyrir rúmum mánuði síðan þegar áin var ca.13 m3 og ennþá hellings snjór þarna innfrá. Stæðin sem við notumst vanalega við voru öll upptekin af skíðafólki sem var að topptúrast.
Við fjölskyldan flytjum til Voss núna í sumar. Hefur lengi verið draumurinn og nú ætlum við að láta slag standa. Ekki slæmt að hafa þessa sprænu (og reyndar fleiri góðar) í 10 mínútna fjarlægð frá útidyrahurðinni.
vimeo.com/130133789