Leiðsöguleg ferð í Djúpinu

16 jún 2015 12:20 - 16 jún 2015 13:50 #1 by Gíslihf
Hér er mynd af þessari spelkuðu toppsúlu í "indjánatjaldinu" með minni gömlu, góðu ár. Mig minnir að ferðatjald klúbbsins sé svipað.
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

14 jún 2015 00:13 - 14 jún 2015 11:29 #2 by Ingi
Svona auglýsa skotarnir tveggja vikna ferð um suður Grænland.

kv
Ingi

www.glenmorelodge.org.uk/cat-7-sea-kayak...kayaking-expedition/

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

13 jún 2015 22:54 #3 by Gíslihf
Ég held að 10 manns sé of mikið fyrir einn gæd, 4-6 gæti verið í lagi, en ef hópurinn sér um matinn sjálfur og annar vanur ræðari er til aðstoðar væru 8-10 í lagi.
Þrír byrjendur í íslensku roki er þó meira en nóg ef eitthvað fer úrskeiðis jafnvel þótt vel sé haldið í taumana.
Grænland er spennandi og ég er ekki hræddur um kulda fyrir okkur sem erum vön vetrarróðrum, en mér er illa við að vera í nánd við ísbirni eða mýbit Suður Grænlands.
Hins vegar var Garðar, gamall straumræðari sem sumir þekkja vafalaust, þarna með þjálfun fyrir nýja gæda. Hann vinnur mikið í Grænlandi á sumrin við að leiða hópa kajakræðara.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

13 jún 2015 20:14 - 14 jún 2015 00:10 #4 by Ingi
Skemmtileg frásögn hjá þér Gísli. Hún minnir mig á atvik í Nanortalik á suður Grænlandi. Ég var á hótelinu í Nanortalik og þurfti að overnatta þar eins og þeir kölluðu það danirnir. Þetta var þegar að ólympíuleikarnir voru á Grikklandi 2008.
Um kvöldið í matsal hótelsins hitti ég skoskan leiðsögumann sem hafði verið að gæda hóp á kayak í tvær vikur. Lýsingin á hópnum þínum Gísli er næstum sú sama og hóp skotans nema að hann var með 10 manns. Ég reyndi að ná einhverju sambandi við hann til að toga uppúr honum hvernig þetta hefði verið en hann var gjörsamlega búinn á því og vild sem minnst um þessa ferð tala. Hann var frá :http://www.glenmorelodge.org.uk/kayaking-canoeing-courses/cat-7-sea-kayaking/skills/ og hafði allar gráður sem nauðsynlegar eru til leiðsagnar á sjókayak.
En sá var þreyttur.
ps
Hvernig væri að fara eina ferð á þessar slóðir ?: nanortaliktourism.dk/groenland-turistinfo
kv
Ingi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

13 jún 2015 16:50 #5 by Sævar H.
Takk fyrir söguna Gísli.H.F . Þetta hefur verið margföld þolraun fyrir þig.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

13 jún 2015 15:33 #6 by Grímur
„Fám mönnum er Kári líkur" en enginn er líkur Gísla

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

13 jún 2015 12:37 - 13 jún 2015 14:03 #7 by Gíslihf
Ég tók að mér leiðsögu í fimm daga róðri fyrir Skútusiglingar á Ísafirði með stuttum fyrirvara. Ferðalangar voru tveir Þjóðverjar, lítill og stór og kanadísk (ævintýra)kona. Leiðin lá inn Djúpið með viðkomu í Vigur, Æðey, Skjaldfannardal, Borgarey og Reykjanesi.
Nokkur atriði komu mér á óvart:
  • mikilvægur hluti starfsins eru matarinnkaup og eldamennska
  • hlutverk mitt var einnig að velja búnað á fólkið og fyrir ferðina
  • fyrsta verkefnið á sjó var kennslustund, ferðalangarnir voru byrjendur, einn hafði aldrei sest í kajak
  • ábyrgðin í hlutverkaleik í klúbbferðum er barnaleikur miðað við hvað lagðist yfir mig þegar ég lagði af stað út í 10 m/s vindöldu yfir Seyðisfjörð og til Vigrar með þennan hóp
  • fyrsta lending með byrjendur var brimlending í Vigur
  • fyrsta nótt mín var í blautum svefnpoka, án dýnu, í indjánatjaldi án botns.
  • næsta nótt var stormvakt, labbitúrar með stóra steina í fanginu, styrking á miðsúlu með ár og teipi, viðgerðir á slitnum tjaldstögum
  • dagróður varð næturróður vegna veðurs, en nóttin iðaði af selum og hvölum
  • ég kveikti aldrei á nýja GPS tækinu, leit aldrei á gamla áttavitann og kveikti á gemsa nokkrar mínútur í fáein skipti, lítið kort og gott skyggni dugði vel
Eitt enn, það er mikið líkamlegt erfiði við lendingar og sjósetningar með svo óvanan hóp. Þau setjast í sætið á þurru, fá aðstoð við að festa svuntuna og svo ýti ég þeim á flot, líka manni sem er meira en höfði hærri en ég og vel þungur, veð svo lengra út og sný bátnum upp í vindinn til þess að fá þau ekki aftur upp í fjöru áður en ég kemst á flot. Eigi að síður var þetta dásamleg ferð fyrir mig með hæfilegum áskorunum og baráttu og mér heyrðist það sama gilda um þessa indælu skjólstæðinga mína, skapgott fólk með ágætt skopskyn. Fyrsta kvöldið, eftir vosbúð og baráttu, einni GoPro vél færra eftir fjandsamlega öldu yfir dekk þess stóra, sátum við öll í stóra tjaldinu og snæddum forvitnilegan og góðan mat skömmu fyrir miðnætti. Þá sagði ég við þau: "You have done well today, you are my heroes."
The following user(s) said Thank You: Klara

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum