Þá er þessu námskeiði, sem ég hef leyft ykkur að fylgjast með, lokið, það er eins konar prófverkefni sem ég á að skila skýrslu um til Canoe-Wales/ BCU áður en ég má fara í verklega prófið í haust úti. Maggi var með okkur í dag, sem álitsgjafi (Mentor) og mér til aðstoðar við björgunaræfingar og fleira. Hann má síðan koma með athugasemdir og á að svara spurningum um kennsluhætt mína á BCU-eyðublaði
Ég fékk frábæran hóp nemenda (Siggi og Ingibjörg, Halli og Mjöll), tvenn hjón, sem eru í ágætu formi, en voru byrjendur í róðri - en hafa nú lært mikið. Það var mikið hlegið, stundum skrækt, ástundun 100%, allir þreyttir og þá er rétt að geta þess að það er ekki auðvelt að lenda á námskeiði hjá mér
Því til sanninda get ég sagt að dagurinn i dag var fullur 8 stunda vinnudagur. Mæting 9:30 og farið heim um 16:30 auk undirbúnings og frágangs heima. Um hádegið þurftu flestir að fara í önnur undirföt eftir mikið sull og svo var farið í róður vestur fyrir Geldinganes og út í Þerney. Ég lét mig svo velta óvænt á heimleið og sú sem var yfirlýst veikasti hlekkurinn brá snarlega við og bjargaði mér!