Kennsluæfing - námskeið

11 júl 2015 23:10 - 11 júl 2015 23:21 #1 by Gíslihf
Þá er þessu námskeiði, sem ég hef leyft ykkur að fylgjast með, lokið, það er eins konar prófverkefni sem ég á að skila skýrslu um til Canoe-Wales/ BCU áður en ég má fara í verklega prófið í haust úti. Maggi var með okkur í dag, sem álitsgjafi (Mentor) og mér til aðstoðar við björgunaræfingar og fleira. Hann má síðan koma með athugasemdir og á að svara spurningum um kennsluhætt mína á BCU-eyðublaði :unsure:

Ég fékk frábæran hóp nemenda (Siggi og Ingibjörg, Halli og Mjöll), tvenn hjón, sem eru í ágætu formi, en voru byrjendur í róðri - en hafa nú lært mikið. Það var mikið hlegið, stundum skrækt, ástundun 100%, allir þreyttir og þá er rétt að geta þess að það er ekki auðvelt að lenda á námskeiði hjá mér B)
Því til sanninda get ég sagt að dagurinn i dag var fullur 8 stunda vinnudagur. Mæting 9:30 og farið heim um 16:30 auk undirbúnings og frágangs heima. Um hádegið þurftu flestir að fara í önnur undirföt eftir mikið sull og svo var farið í róður vestur fyrir Geldinganes og út í Þerney. Ég lét mig svo velta óvænt á heimleið og sú sem var yfirlýst veikasti hlekkurinn brá snarlega við og bjargaði mér!

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

08 júl 2015 17:56 - 08 júl 2015 18:05 #2 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Kennsluæfing - námskeið
Ferð mín í átt að BCU-Level2 Coach prófi fyrir kayak og kanó gengur vel.
Fjórði tíminn af sex tíma námskeiði, sem er skylduverkefni, var s.l. mánudag og nú brá svo við að veður var gott og var hægt að æfa áratök, sem höfðu þurft að bíða. Nemendur fengu að prófa hvernig færni á sjókajak nýtist við að róa straumkajak og kanó og á sjókajak var verið að æfa árahliðarstýringu (e. hanging draw), sveiflu (e. sweep) með lágstuðningi og fleira.
Á laugardag 11.7. verður Maggi með mér sem 'Mentor'. Þá verða öryggi og bjarganir fyrir hádegi og síðan sjötti og síðasti tíminn eftir hádegi með ferð likt og í félagsróðri, með fræðslu um allt sem tengist kajak ferðalögum.
Eftir það get ég látið Bretana vita að ég sé tilbúinn í kennslupróf. Ég má koma með nemendur (2-4), ef einhver vill skoða sig um í Hexham í september :)
PS: Ég þarf að nota víða Point 65 bátinn og Club bátana tvo sem búið er að minnka lærablöðkurnar á þennan laugardag.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

27 jún 2015 22:26 - 27 jún 2015 22:37 #3 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Kennsluæfing - námskeið
Í dag, ld. 27.6. var annar dagurinn í þessu námskeiði og var ætlunin að taka þrjá tíma, fyrir hádegi, eftir hádegi og eftir kaffi. Vindur var á bilinu 10-15 m/s allan tímann og létum við því nægja að vera fram að kaffi, enda var það orðið meira en flestir nýliðar hefðu haldið út. Gunnar Ingi var búinn að fá kanó fyrir mig hjá skátunum þannig að ég var með tvo, en vonlaust reyndist að sjósetja þá í þessum vindi.
Ekki tókst að fá vanan ræðara með mér þannig að ég lenti í því eitt sinn að vera með bát í togi og taka félagabjörgun í leiðinni en það er ekki eitthvað sem við gerum daglega :ohmy:
Við vorum sammála um að fara ekki í næsta tíma nema í blíðu og stökkva þá á tækifærið, veðrið er bara þannig á Íslandi :(
Ég leysti úr þessum aðstæðum þannig að kyrrstöðuæfingar voru gerðar við fjöru og gat þá kennari eða nemandi staðið úti í og haldið bátnum upp í vind eða veitt stuðning eftir atvikum. Sumar aðrar æfingar urðu að bíða. Þetta er talsvert álag fyrir byrjendur, erfitt að læra nýtt áratak þegar næsta alda er að henda þér til hliðar eða jafnvel á hvolf. Aftur á móti fæst margfalt meiri reynsla með þessum hætti en í laug eða blíðu.
Kv. Gísli H. F.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

15 jún 2015 22:27 #4 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Kennsluæfing - námskeið
Þessi fyrsti námskeiðsdagur tókst með ágætum og var skemmtilegur. Það fóru um 1,5 klst í fræði og skriffinnsku, kynningu á búnaði og að finna föt sem pössuðu á hópinn.
Síðan vorum við um 1,5 tíma á sjó og voru aðstæður nýttar eftir föngum. Það var skjól undir klettunum og þar var hægt að róa á allstóru svæði vegna þess að háflóð náði nærri upp að palli. Vindstrengurinn var vel yfir 10 m/s við klettahornið og hægt að fara í strenginn og æfa lendingu undan vindi, svo að dæmi sé tekið.
Örlygur kom mér til hjálpar og þannig varð þetta allt viðráðanlegt, en við þesar aðstæður nær einn maður varla að sinna nema 1-2 óvönum. Ekki þarf að taka fram að nemendahópurinn stóð sig vel og skemmti sér ekki síður.
Örlygur verður upptekinn helgina 27.-28. þannig að ég mun láta vita aftur þegar nær dregur í von um að fá einhvern góðan með til aðstoðar.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

14 jún 2015 22:45 #5 by Orsi
Replied by Orsi on topic Kennsluæfing - námskeið
Reiknaðu 100% með mér í þetta.
The following user(s) said Thank You: Gíslihf

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

14 jún 2015 22:16 - 14 jún 2015 22:25 #6 by Gíslihf
Á morgun mun ég verða með fjóra efnilega nemendur í 1. hluta af 6 á námskeiði sem ég mun leggja fram til BCU-L2 kennsluréttinda. Þau mæta fyrst heima hjá mér 16:30 í kynningu á búnaði, einfalda sýnikennslu og fræðslu auk þess að velja búnað fyrir hvern og einn úti í bílskúr.
Síðan verðum við komin upp úr 17:30 í víkina við aðstöðu okkar, enda verður flóð.
Þar verða einfaldar æfingar gerðar, sjósetningar og lendingar, jafnvægisæfingar, framróður, afturróður, stýring við skut og fleira smálegt í bátum frá mér og búnaði sem Kayakklúbburinn hefur góðfúsleg heimilað.
Spáð er SA 8 m/s en hæfilegur vindur krefst betri kennslu og fullrar einbeitni nemenda :)
Ef einhver hefði ánægju af að aðstoða mig væri það vel þegið, ekki síst vegna vindsins.

Kveðja, Gísli H. F.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum